Þar fór í verra
19.6.2008 | 11:30
Ég á nákvæmlega EKKERT bleikt til að klæða mig í í dag..hvað gera konur þá ? Sá nokkuð inni hjá Jennýu sem ég get prufað....*pot* vúhú...ég get skrifað með bleiku í tilefni dagsins.
Annars hef ég ekki mikið gert með þennan dag, vandist því ekki í æsku að pæla mikið í kvenréttindakonum nema á neikvæðari máta. Samt held ég að langamma mín hafi verið eitthvað svona baráttuljón...
Ég ól krakkana hefðbundið upp, strákar ekki til gagns á mínu heimili en Solla dugleg að hjálpa mömmu sinni með allan fjandann. Enda kom það á daginn þegar móðurófétinu varð á um árið að biðja Björn um að skottast út með ruslið. Snáði setti hendur á mjaðmir, ábúðarmikill og spurði með mikilli vanþóknun : Gerir þú þér grein fyrir að ÉG er yngstur !
Móðir fór með ruslið.
En samt, til hamingju með daginn.
Þið megið biðja heilladísir um að sjá til þess að ég fái happdrættisvinning, vantar endilega svoleiðis núna hehe
smábrandari í boði www.visir.is
Einkafluvélin kostaði 245 þúsund (fyrirsögn á frétt hjá þeim núna kl 12.00)
Athugasemdir
Til hamingju með daginn. Nú er að gera aðeins betur við barnabörnin og ala þau upp í sönnu jafnrétti vúman mín kær.
Til hamingju með daginn. Það er aldeilis ágætt að skrifa með bleiku og vera með bleikan varalit. Ok, ég er viss um að þú notar ekki bleikan varalit. En samt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 11:41
Ég á ekki heldur bleikt til að fara í er í grænu. Vonandi þú fáir það sem þú óska þér kær kveðja til þín.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.6.2008 kl. 11:42
Já þú fórst með ruslið, týpiskt fyrir duglegar konur
hún langamma þín já, einhversstaðar hefur þú þína baráttu frá í hverju sú barátta er fólgin, þá er hún þarna Ragga mín.
Ég mun biðja heilladísirnar að vera með þér, en það skiptir ekki máli með peningana ef engin slasast eða veikist.
Til hamingju með daginn.
Kærleikskveðjur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 11:45
Sonur minn spurði mig eitt sinn, fullur hneykslunar, þegar ég hafði gerst svo djörf að biðja hann að fara niður í kjallara og hengja upp úr vélinni OG hjálpa mér með uppvaskið, - sama daginn nota bene - hvort ég ætlaði að gera hann að einhverri KJÉDDLINGU!!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.6.2008 kl. 11:57
Stundum voru svona litadagar á leikskólanum hjá Ástu og þá átti að koma í einhverjum lit og ef börnin áttu ekki þann lit var bent á að vera með eitthvað í þeim lit í vasanum eða að næla í sig,svo ég ætla að leggja hér framm að allir sem eiga ekki bleikt finni bræef efnis pjötlu eða bara hvað sem er og gangi með það í vasanum eða bara að næla það í sig...
kveðja til þín inn í daginn.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.6.2008 kl. 12:36
Til hamingju með daginn og megi heilladísirnar vera með þér
Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 12:58
Já, til hamingju með daginn
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:11
Ekki klæði ég mig í bleikt en skrifa þá bara í bleiku eins og þú. En ég skil orðið af hverju yngri dóttla mín er sjúk í bleikt, hún er fædd á þessum degi.
Til hamingju með daginn
Huld S. Ringsted, 19.6.2008 kl. 15:26
jæja kona góð ég tók nú oft til og hjálpaði þér ;)
Hjalti þór gíslason (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 19:05
Já Hjalli minn, þú áttir alveg til að hjálpa mér. Alveg rétt...klús á þig
Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 19:29
Til hamingju með daginn
Linda litla, 19.6.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.