Hrmpf
15.6.2008 | 19:05
Iss...á þessa Makedóna, senda þá alla úr landi nú þegar og pólsku dómarana út í Surtsey...oj hvað það munaði smánarlega litlu.
Bíladagar á Akureyri og allt í fári. Synir mínir, Hilmar og Hjalti, fóru á bíladaga í fyrra. Hilmar hringdi með öndina í hálsinum, Hjalti slasaður og kominn á sjúkrahúsið á Akureyri. Löggan klippti af bílnum og allt í fári. Ég reddaði aurum svo Himmi kæmist í bæinn og svo lögðum við Steinar land undir fót, með bíl og bílakerru. Sóttum strákanga á hækjum og númerslausan bíl. Ég held að Hjalti hafi aldrei verið eins feginn að sjá hana mömmu sína og daginn sem mamma sótti hann norður. Ferðin heim gekk áfallalaust og allir sáttir. Hjalti sór þess eið að fara aldrei á Bíladaga aftur, Hilmar minntist hinsvegar ekki á það en getur af greinilegum ástæðum ekki farið þangað aftur. Lögreglan á Akureyri gat ekki upplýst hver stóð að árásinni á Hjalta sem endaði með tvíbrotnum ökkla. Stundum eru málin bara þannig.
Bíladagar minna mig á Himma.
Annars kom Hjalli minn með gleðifréttir í dag. Hann fær samfélagsþjónustu og þeir taka tillit til ástands hjá honum þannig að hann er ekki settur í erfiðis vinnu. Hann þarf að komast til bæklunarlæknis og láta skoða skakka hálsinn sinn sem kvelur hann sífellt meira. Það er til mannlegur þáttur í fangelsismálastofnun, ég er gríðarlega þakklát og ánægð með þetta. Nú þarf Hjalli minn bara að spjara sig í þessu og halda áfram að standa sig vel. Hann er með eitt alveg á hreinu um þessar mundir, mamma hans er í horninu hans og styður hann af mætti til góðra verka.
Athugasemdir
Mikið skelfing er ég glöð með að þetta fór svona hjá Hjalla. Til hamingju með þetta öll.
Mikið rosalega er tíminn fljótur að líða Ragga, ég er nánast nýlega búin að lesa bloggið um ferðina norður. Þannig er það að minnsta kosti í tilfinningunni.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.6.2008 kl. 19:20
Sigþór kom í heimsókn í dag og sagði ég við hann skelfing er ég glöð eftir fréttir dagsins í dag að þið strákarnir eru ekki á bíladögum á Akureyri hann sagði já ég líka þetta var hræðilegt i fyrr.
Bíla dagar minna mig líka á Himma og Hjalta er svo þakklát að Hjalli er bara hér fyrir sunnan...
Ég er svo glöð fyrir Hjalla hönd að mér lyggur við að gráta úr gleði að svona fóru málin hans ég hefði ekki þolað ef hann hefði verið settur inn...
Kveðja frá okkur öllum
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.6.2008 kl. 19:37
Til hamingju með að stráksi náði í samfélagsþjónustuna. Mikið er ég glöð fyrir þína hönd
Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 20:25
Varðandi leikinn sem ég bauð konunni á þá verður ekki sagt að menn hafi ekki barist því það gerðu þeir en í hvert skipti sem strákarnir voru að ná forskoti byrjuðu þessir "blessuðu pólsku"dómarar að reka okkur útaf í vörninni auk þess sem makedónarnir fengu alltof mikinn tíma í sókninni,við konan erum innilega sammála um að þessir dómarar hafi fengið dómaraprófið í Happaþrennu eða eitthvað þannig.(Smá færsla um leikinn er á blogginu mínu)
Til hamingju með strákinn og samfélagsþjónustuna,gott hjá honum.
Magnús Paul Korntop, 15.6.2008 kl. 21:24
Sigrún Jónsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:01
Gott að þetta skildi ganga upp.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:02
Góðar fréttir af Hjalla :)
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:14
Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 23:48
Já, það er mikið gleðiefni að það skuli vera tekið tillit til þess þegar fólk getur ekki staðið í erfiðisvinnu og hjálp veitt í formi þess að finna það sem hentar betur og eftir aðstæðum. Gleðilegt að þessi mál leysist farsællega.
Mér lýst ekki mikið á þessar uppákomur víða um land - eins og bíladaga t.d. Mikið af ungu fólki saman komið og alltof margir sem standa bara í slagsmálum og vitleysu þó flestir séu þó til mikilla fyrirmyndar. Við treystum auðvitað börnunum okkar, en það er bara ekki nóg þegar aðrir eru að ráðast á þau - en hvað á maður að gera svo sem..
Sannarlega heppnir ungarnir þínir - þeir eiga sterka og heilsteypta móður sem stendur allt af sér. En, vonandi gera þau sér líka grein fyrir því að hún þarf líka á því að halda að þau teysti henni og virði hana - og elski hana skilyrðislaust - fyrir það gífurlega mikla sem hún leggur á sig fyrir þau! Þú ert mikil kona Ragnheiður mín, svo mikil og stór! Eigðu fallega nótt og góða viku framundan mín kæra..
Tiger, 16.6.2008 kl. 02:59
Greinilega góðar fréttir þarna á ferðinni, þó ég viti ekki alveg um hvað málið snýst En þú ert greinilega glöð, svo innilega til hamingju
Mikið er ég sammála Tígra með þessar uppákomur allsstaðar, líst ekkert á þannig. Bara fyllirí og læti.
Hafðu góðan dag mín kæra...
Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 05:56
BílDAGAR JÁ.Gott að allt er að ganga upp
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:02
Hulla, málið með Hjalla er þetta. Hann átti uppsafnaða tóma vitleysu, smáþjófnaði og svoleiðis. Hann átti að fara í afplánun en ég skrifaði fangelsismálastofnun bréf og baðst vægðar, ekki endilega fyrir hann heldur fyrir okkur sem að þessum strák stöndum. Við misstum Hilmar í afplánun í fyrra og hann kom ekki lifandi út. Við treystum okkur ekki til að horfa á eftir Hjalla inn líka. Hann fékk einn séns eins og beðið var um en má auðvitað ekki lenda upp á kant við lögin meira. Það hefur hann passað upp á og hann fær að vinna af sér í samfélagsþjónustu í stað fangelsisvistar.
Ragnheiður , 16.6.2008 kl. 11:09
Þessi ferð hjá þeim félögum í fyrra á bíla daga var einn alsherjar apa sirkus frá því að þeir lögðu af stað heiman frá sér og svona eftir á er þetta nú frekar findið miðað við hverju þeir lentu í :)
Valdimar Melrakki, 16.6.2008 kl. 11:20
Já Valdi, þeim hefði verið nær að vera heima hjá mömmu og fá sér pönnsur
Ragnheiður , 16.6.2008 kl. 11:25
Æ Ragga þetta er frábært :) (broskalla kerfið er bilað svo ég geri þetta bara á gamla mátann)
Ég er þér innilega samglöð (hjarta)
Veit að Hjallinn þinn kann að meta hana móður sína og vona innilega að lífið eigi eftir að brosa við honum og hann á móti.
Vona að dagurinn verði þér dásamlegur (Risa brosandi glaður kall)
Hulla Dan, 16.6.2008 kl. 11:35
Gott mál að Hjalti fær samfélagsþjónustuna.
á ykkur öll.
Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.6.2008 kl. 11:38
Mikið er ég glöð fyrir ykkar hönd til hamingju öll, og auðvitað stendur þú við bakið á honum.
Knús og kærleik til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.6.2008 kl. 15:10
Frábærar fréttir, innilega til hamingju með þetta. Sannkallaðar gleðifréttir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.6.2008 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.