Þegar ég var þriggja ára
2.6.2008 | 20:29
las ég ekki Moggann. Ég byrjaði á því seinna og ég hef áreiðanlega byrjað á því að skoða myndirnar fyrst. Þegar ég var þriggja ára þá tók Styrmir við þar á Mogga. Í dag er hann hættur sem ritstjóri.
Takk fyrir samfylgdina Styrmir.
Annars veit ég ekki hvernig á að breyta Mogganum. Hann er fínn eins og hann er. Ég er steinaldardýr og er áskrifandi að blaðinu og get ekki hugsað mér að hætta því.
Ég lagði mig eftir vinnuna og missti af skjálftanum áðan, ég er fegin. Sumu er betra að missa af.
Athugasemdir
Mín fyrsta minning af Mogganum er þegar ég krotaði yfir öll andlit á myndum blaðsins. Klýndi meiri málningu á kellurnar og bætti skeggi á kallana við litla hrifningu pabba míns
M, 2.6.2008 kl. 21:00
Styrmir var góður ritstjóri, og ég býst við að Ólafur Steph. verði líka góður ritsjóri. - Það er alveg satt sumu er betra að missa af, sem oftast, þá er ég að tala um þessa jarðskjálfta.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.6.2008 kl. 21:01
hahaha... já vá ég man eftir þessu "makeover" tímabili, þegar mér fannst ekkert fyndnara en að setja skegg á konur og augnskugga og eyeliner og varalit á kallana... pabba mínum einmitt til mikillar ánægju og yndisauka
Reyndar... þá er ég nú svo seinþroska að ég á þetta til ennþá þegar ég er með dagblöð nálægt mér... aftur pabba mínum til mikillar ánægju og yndisauka, enda hlýtur að vera skemmtilegra að lesa fréttir með myndum af Geir Haarde með varalit
Signý, 2.6.2008 kl. 21:21
Nauðsynlegt að fá moggan með kaffinu á morgnana er búin að segjast ætla að hætta að kaupa en ég geri það aldrey
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.6.2008 kl. 21:41
Ég man ekkert eftir mér þriggja ára....... Nema ef vera skyldi að það væri atriðið þar sem systir mín segir í fyrirlitningartón, þar sem ég sit á eldhúsgólfinu og syng upp úr bókinni "Segðu það börnum, segðu það góðum börnum....." Það er nú lágmark að snúa bókinni rétt ef þú ætlar að þykjast að kunna að lesa.........
Mogginn hvað? Ég á greinilega eftir að vinna mig út úr æskunni
Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 01:12
Ég missti líka af skjálftanum í kvöld, ég var nýmætt í vinnuna mína og var verið að steypa nýtt hús sem á að rísa við hliðina á barnum. það voru bæði steypudæla og steypubíll að athafna sig og titringurinn og hávaðinn frá þeim voru þess valdandi að ég fann skjálftann ekki, sem betur fer
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.6.2008 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.