Að vinna EKKI vinnuna sína

getur verið stóralvarlegt mál. Tökum sem dæmi þennan lækni ;

Ung kona kemur til hans og kvartar um að hún sé farin að pissa blóði. Læknirinn setur þvag í ræktun en það kemur ekkert út úr því. Hann gerir þar með EKKERT meira.

Unga konan, hraust 3ja barna móðir, kemur aftur til hans og hann gerir nákvæmlega það sama, og með sama árangrinum. Ekkert ræktast og konan er send heim.

Svona heldur þráteflið áfram. Konunni blæðir sífellt meira og læknirinn verður engu nær. Það eru farnar að skila sér niður tægjur og kekkir.

Konan er farin að vakna upp úr fimm á morgnanna, svo kvalin að hún getur ekki sofnað aftur. Það endar með að hún nær símasambandi við almennilegan lækni sem hefur þó ekki tíma fyrir hana en vísar henni á bráðamóttöku sjúkrahúss.

Þangað fer hún síðasta miðvikudag, fyrir rúmri viku. Hún er lögð inn og er þar enn. Greiningin komin að hluta ; krabbamein í blöðru, um er að ræða stórt æxli.

Þessi unga stúlka á fyrir höndum mikla baráttu, baráttu sem er að hefjast 8 mánuðum of seint- VEGNA ÁHUGA LEYSIS læknanna þar sem hún bjó.

Hún, maðurinn hennar og telpurnar þrjár þurfa að horfa öll í augu við afar alvarlegan sjúkdóm. Við sem stöndum nærri getum lítið gert nema reynt að styðja og styrkja, standa hjá og halda í hendur, þurrka tárin og reyna að sefa sorgina og skelfinguna sem hlýtur að fylgja slíkri greiningu.

Ykkur bið ég enn um styrk, til okkar allra. Ekki mun okkur veita af því.

---------------------------------------------------------------------------------

Ég var að horfa á upphaf Eurovision og mikið fannst mér þau gera þetta vel. Friðrik Ómar ljómaði eins og sólin sjálf á sviðinu. Fallegt brosið hans og hann syngur svo vel. Regína glæsileg.

Mér er sama þó við förum ekki upp úr riðlinum, þetta var ekki hægt að gera betur en þau gerðu.

-----------------------------------------------------------------------------------

Mér var bent á þetta og birti þetta hérna ;

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
fimmtudagur, 22 maí 2008

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já ég tók einmitt eftir því hvað það skein frá þeim gleðin og fögnuðurinn yfir að taka þátt. Þau stóðu sig frábærlega.

Með hitt málið! Ég mun halda áfram að hugsa til ykkar. Þetta er alltof algengt er ég hrædd um. 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.5.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég bið guð að gefa ykkur öllum styrk og baráttukveðjur til öldu og fjölsk.

Já þau ómar og regina stóðu sig rosalega vel.

Eyrún Gísladóttir, 22.5.2008 kl. 19:23

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

segi eins og Hrönn þessi læknamistök eru alltof algeng

missti af byrjuninni á júró... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.5.2008 kl. 19:32

4 Smámynd: Hulla Dan

Þetta er skelfileg frásögn. Hvernig er hægt að senda frá sér sjúkling með þessi einkenni án þess að ransaka málið eitthvað nánar?
Það segir sig sjálft það það er engan veginn eðlilegt að pissa blóði.
Ég óska af öllu hjarta að þessi kona fá bestu fáanlegu hjálp og verði frísk aftur.

Þau stóðu sig vel og nú er bara að sjá hvað gerist seinna í kvöld :)

Hulla Dan, 22.5.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: M

Frásögn þín veldur hroll.Sumir læknar eiga ekki að vera starfandi. Ég mun hafa þau í huga fjölskylduna.

Ómar og Regína voru æði. Landanum til sóma.

M, 22.5.2008 kl. 19:59

6 Smámynd: Helga skjol

Ömurlegt vægast sagt og vekur hjá manni hroll uppúr og niðurúr, skelfilegt þegar áhugaleysi læknis getur nánast kostað mannslíf, ég biða algóðan guð að vera með henni og allri hennar fjölskyldu.

Knús inní kvöldið 

Helga skjol, 22.5.2008 kl. 20:10

7 Smámynd: Ragnheiður

Má ég vera aðeins tilætlunarsöm og biðja ykkur að birta söfnunina hjá ykkur ?

Kærar þakkir, farin að skoða sjúklinginn minn

Ragnheiður , 22.5.2008 kl. 20:13

8 Smámynd: Bryndís

Uss uss, ljótt að heyra.  En ég er búin að setja þetta á mína síðu Ragga mín, ég legg inná um mánaðarmótin.

Sammála með eurovisionið, þau voru æðisleg á sviðinu, held að þau komist áfram

Kærleikskveðja,

Bryndís, 22.5.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Dísa Dóra

Hræðilegt þegar læknarnir eru ekki að vinna vinnuna sína.  Stundum finnst manni einmitt að maður sé að trufla þá frá mun mikilvægari störfum og að ekki sé hlustað á mann - þannig á það sko EKKI að vera.

Friðrik og Regína fluttu þetta fullkomlega og eru sko sigurvegarar sama hve langt þau komast í kosningunni

Dísa Dóra, 22.5.2008 kl. 20:29

10 Smámynd: Halla Rut

Gjörsamlega óþolandi þegar fólk sem við treystum á nennir ekki að vinna vinnuna sína.

Halla Rut , 22.5.2008 kl. 20:50

11 identicon

Svona lagað á bara ekki að geta skeð, blóð sem kemur með því sem við losum okkur við, þarf alltaf að rannsaka. Ef ekkert kemur í ljós eftir sýnatökur þá fylgja venjulega aðrar rannsóknir til þess að finna út af hverju blóðið kemur. Hvað þá ef kekkir og tæjur koma með.

Svona lækni myndi ég ekki treysta fyrir mitt litla líf.  

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 20:51

12 Smámynd: Halla Rut

vei Iceland

Halla Rut , 22.5.2008 kl. 20:55

13 Smámynd: Soll-ann

Því miður eru alltof margir læknar ekki að vinna vinnuna sína, hef sjálf gengið í gegnum krabbameinsferlið.Hjá heimilislækni fékk ég þau svör að það væri ekkert að mér en þegar ég komst til krabbameinssérfræðings þá sagði hann að ég væri skólabóka dæmi.Því miður eru margir þarna útaf titlinum Dr.

Soll-ann, 22.5.2008 kl. 21:02

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2008 kl. 21:31

15 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hugsa til Öldur mannsins hennar og dætra...set á mína síðu söfnunina.

Friðrik og Regína voru æðisleg.

Kveðja til þín og þinna 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 22.5.2008 kl. 22:28

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Því miður þá er þetta skelfilega algengt að læknar eru að gera svona mistök. Pabbi stelpnanna minna var búinn að fá sýklalyf reglulega í 13 ár þegar uppgötvaðist að ástæðan fyrir krankleikanum var hnefastórt æxli í höfði. Skömm að þessu.

En Friðrik og Regína komust áfram enda voru þau flott! 

Huld S. Ringsted, 22.5.2008 kl. 22:28

17 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Ég er enn að berjast við ungbarnasjúkdóm 23gja ára gömul afþví að mamma var talin svo móðursjúk að aðgerð sem á að gera á kornabarni var ekki gerð fyrr en eftir tveggja ára aldurinn sem skildi mig eftir með áralanga sjúkrahúss vist, fleiri aðgerðir, mjög svo sködduð nýru og komið er í ljós núna að barnið sem ég geng með núna verður að öllum líkindum mitt fyrsta og síðasta, þar sem nýrun ráða ekki við þetta, og þekki ég tvær manneskjur á mínum aldri sem fóru í þessa standard aðgerð sem ungabörn og hafa aldrei aftur fundið fyrir neinu, enda eins og ég sagði ungbarnasjúkdómur.

Einnig sit ég uppi með önnur líkamleg vandamál sem hefði mátt redda fyrir horn ef mamma hefði ekki verið svona "móðursjúk" í augum lækna, þannig að láttu mig þekkja þetta og ég fæ alveg illt þegar ég les um þetta atvik hjá þessari ungu konu sem þú þekkir og hugsa stíft til hennar og vona að allt gangi sem best.

Júróvisíjón.... Ég tók sko eftir þessum ljóma og sérstaklega hjá Friðriki, þar sem hann mjög augljóslega hafði gaman af því sem hann var að gera.

Ylfa Lind Gylfadóttir, 22.5.2008 kl. 22:50

18 Smámynd: Ragnheiður

Takk Ylfa mín fyrir þetta innlegg, ég hitti pabba þinn í gær

Ragnheiður , 22.5.2008 kl. 22:51

19 Smámynd: Mummi Guð

Góð færsla hjá þér Ragga, því miður þá heyrir maður alltof margar sögur af þessu tagi. Stundum skilur maður ekki hvað læknarnir læra í háskólanum!

Mummi Guð, 22.5.2008 kl. 22:59

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitsknús

Heiða Þórðar, 22.5.2008 kl. 23:02

21 Smámynd: Brynja skordal

Er búinn að setja þetta inn hjá Ragga mín

Já þau voru Æðisleg í kvöld bara táraðist þegar við komust áframm

Brynja skordal, 22.5.2008 kl. 23:02

22 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hræðilegt þegar læknar sýna svona kæruleysi, þá á að sækja þá til saka.  Ég birti þessa söfnunarbón á minni síðu líka.  Svo var það með Eurovisionið mér fannst Friðrik æðislegur en Regina eins og bakraddasöngkona

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:18

23 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 00:19

24 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 23.5.2008 kl. 00:39

25 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fyrst alvalega málið. Þessi læknir má skammast sín. Ég gæti sagt eitthvað verra, þvi hann hefur mikið á samviskunni.

Svo ég var ofsalega glöð að Ísland komst áfrma og mér finnst eins og þér það vera sama hvort þau komast langt eða ekki. Þetta var bara svo frábært. Auðvitað vona ég samt að þau nái langt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.5.2008 kl. 00:48

26 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.5.2008 kl. 01:09

27 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Úff, ég held að læknamistök séu allt of algeng, ef læknirinn hefði gert eitthvað í þessu strax þá hefði verið mikið meiri möguleiki.

En ef þú getur/vilt/mátt segja mér hvar þessi læknamistök skeðu, sendu mér e-mail á roslinv@visir.is. Það væri mjög kærkomið, ég skal þá líka segja þér ástæðuna fyrir því hvers vegna ég vil vita það.

En vonandi mun ganga vel og eins og ég segi og geri þá sendi ég þeim hlýja strauma, svona á ekki að mega eiga sér stað..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.5.2008 kl. 01:33

28 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Hæ Ragga mín! Búin að setja inn á mína  síðu, og held áfram að hugsa fallega til nöfnu minnar og hennar fólks!

Knús á þig inn í daginn. 

Berglind Nanna Ólínudóttir, 23.5.2008 kl. 06:19

29 identicon

Óþolandi framkoma við sjúkling..Og allt of algengt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 16:22

30 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maður er alltaf að heyra um fólk sem fær ekki rétta greiningu. Systir mín þurfti að ganga á milli lækna í hálft ár áður en hún fékk rétta greiningu.

Helga Magnúsdóttir, 23.5.2008 kl. 16:51

31 Smámynd: Sigrún Óskars

Það þarf að láta Landlækni vita um svona atvik, þetta þarf að skrá. Að pissa blóði er alltaf alvarlegt og þarf að skoða vel, þess vegna þarf Landlæknir að vita af lækni sem ekki tekur þetta alvarlega.

Sigrún Óskars, 23.5.2008 kl. 17:09

32 identicon

Sammála þér með Frikka og Reginu.

En hitt er því miður satt og allt of algengt.  Ég gæti best trúað að þetta fólk hefði verið í Keflavík.  Þar er nú ekki mikill áhugi á sjúklingi.  Þeir hafa áhuga á laununum sínum.  Æ svo verður saklaust fólk fyrir barðinu á þeim.

Skelfilegt.

Ég mun hugsa til þessarar ungu konu.

Knús á þig Ragnheiður mín, þú ert alltaf jafn yndisleg.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 18:10

33 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvernig í ósköpunum á ég að taka færslu frá þér og setja yfir á mína síðu búin að reyna copy  paste.
Mun hafa þau í bænum mínum eins og ég hef haft Ragga mín
                              Kærleikskveðjur
                                 Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.5.2008 kl. 20:28

34 Smámynd: Ragnheiður

ja ef það dugar ekki að c/p þá er ég lens

Ragnheiður , 23.5.2008 kl. 20:48

35 identicon

Kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:35

36 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Milla, þú copyar af þessari síðu og svo ferðu á hnapp í blogginu þínu semheitir "skeyta úr Word" - þá opnast lítill gluggi sem þú paste-ar í, og ýtir svo á "setja inn" eða eitthvað í þá áttina! Bestu kveðjur.

Berglind Nanna Ólínudóttir, 23.5.2008 kl. 22:48

37 identicon

Læknamistök eru allt of algeng hér á landi,og þeim fer fjölgandi.Áberandi áhugaleysi hjá mörgum læknum er áberandi.Eitt sinn spurði ég pirraðan heimilislækni minn hvort að sumir sjúklingar hans færu í pirrurnar á honum,og bað ég hann að vera hreinskilinn,við vorum einnig ágætis kunningjar.:Svar hans var, já suma þoli ég ekki og mættu þeir fara annað fyrir mér sagði hann.Þetta var í síðasta sinn sem ég fór til  hans.Hann er meira að segja yfirlæknir.Ég skipti um lækni.

Númi (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:02

38 identicon

Viðbót:Ég lét viðkomandi yfirvöld vita af þessum ummælum læknisins.

Númi (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 23:04

39 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svona mistök gerast því miður og eitt atvik er einu of margt. Veit um konu sem læknaðist af brjóstakrabbameini. Löngu seinna fékk hún verki sem voru greindir sem millirifjagigt af lækni hennar í heilsugæslu úti á landi. Sú greining fylgdi henni þegar henn versnaði og þrátt fyrir að fleiri læknar tækju á móti henni, hún fékk bara sterkari verkjalyf þrátt fyrir að hafa þessa sjúkrasögu. Þegar hún var orðin fársjúk var loks ákveðið að taka blóðprufu. Því miður lifði konan ekki þessi mistök af. Tek það fram að hún var hörkutól og vildi sem minnst gera úr þessum verkjum en þrátt fyrir að ættingjar hefðu reynt að fá meiri rannsóknir var ekki hlustað á þá. Ættingjar hennar fengu síðar afsökunarbeiðni og viðurkenningu á að þetta hefðu verið mistök.

Dæmi Öldu Berglindar er fáránlegt, það ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum ef blóð er í þvaginu. Ég ætla sannarlega að leggja mitt af mörkum í söfnunina fyrir hana.

Sjálf hef ég bara góða reynslu af læknum en vissulega hljóta þeir að vera misjafnir. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband