Komin heim

og við mér blasti undarleg sýn. Maðurinn minn er að horfa á rússneska mynd, ekki mynd sem er neydd upp á hann í gegnum skylduáskrift Rúv og hann að horfa af einskærri skyldurækni, heldur tók hann þessa á leigu í sjónvarpi símans.

Mér finnst stórlega að mér vegið hérna, ég hef yfirleitt haft þá stöðu að vera undarlegi aðilinn í þessu sambandi en nú er því ógnað.

ég hef samt ákveðið að sofa óhrædd hjá honum samt, hann hefur kannski bara smitast smá ?

Horfði áðan á Kastljósið með viðtalinu við Magnús Þór og Gísla. Magnús aflaði sér ekki skilnings hjá mér. Það er óumdeilt að fólk þarf aðstoð með ýmislegt frá bæjarfélaginu en það þarf ekki að stilla þessu endilega upp sem andstæðum, að öðrum hópnum sé hjálpað á kostnað hins.

Hins vegar vorkenni ég þessum tilvonandi íslendingum að flytja hingað í þennan skítkalda rokrass, er ekki miklu hlýrra loftslag hjá þeim ?

Brrr..mér verður kalt við tilhugsunina um vetur og held að ég fari bara undir sæng með hjásvæfunum mínum þremur.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kúra hjá sem flestum, það er gott.  Einn mennskur og hinir tveir fjórfættir.  Bara notalegt.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 00:00

2 identicon

Njóttu þess að kúra hjá þeim öllum og haltu fast í stjórnina á heimilinu,,,,, þú ert snilld, frábært að lesa bloggið þitt ég er bara svo löt að kvitta, sorry

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 00:06

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er bara með einn í rúminu, hvergi nærri nóg.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 00:09

4 identicon

Ohhh... ég leyfi ekki Bellu brálæðingi að lúlla upp í hjá mér, hún er enn að pissa greyið, þannig að ég myndi þá bara fljóta út.

En ég öfunda þig ekkert smá að geta verið með 3 bólfélaga ..

Guðrún B. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 01:16

5 Smámynd: Helga skjol

ÚÚÚÚÚ þrír bólfélagar ekki amalegt það, hér eru tveir ferfætlingar líka en uppí rúmi hjá mér sofa þeir reyndar ekki heldur á glæsilegum hlunka púðum á gólfinu......

Helga skjol, 16.5.2008 kl. 05:52

6 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Er ekki bara ágætt að hjálpa þessum útlendingum? Manni heyrist af flestir þeir sem komi sem flóttamenn sé harðduglegt fólk sem vinni fyrir sér sjálft. Ég vil eiginlega frekar hjálpa þeim heldur en húðlötum íslendingum sem hanga á félóspenanum. (ATH þetta er samt engin alhæfing um aðila sem nýta sér aðstoð félagsþjónustunnar, gildir bara um SUMA)

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 16.5.2008 kl. 12:09

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég ætla bara segja við þig Ragga mín takk fyrir mig

Kristín Katla Árnadóttir, 16.5.2008 kl. 14:05

8 Smámynd: Tiger

  knúserí á þig inn í helgina Ragnheiður mín, er á handahlaupum en kíki betur um helgina á þig ..

Tiger, 16.5.2008 kl. 20:15

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín hvernig mynd var þetta?.
Þú ert nú svo heppin að geta haft tvo á milli, ég hef bara einn lítinn
og ef maður hreifir sig móðgast hann og fer fram í sófa
Sammála þér með M.Þ.H.
                     Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.5.2008 kl. 20:42

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Góða helgi Ragnheiður mín  

Sigrún Óskars, 16.5.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband