Að koma fram undir öðru en bara eigin nafni og aulabrandari í boði hússins

Hefur verið mér hugleikið í kvöld. Ég tala til dæmis ekki mikið um vinnustaðinn minn hérna, undantekning er næsta færsla á undan. Það kemur hreinlega ekki málinu við hvar ég vinn eða við hvað. Ég er einfaldlega Ragnheiður. Ef ég væri hér með vinnustaðinn minn hér auglýstan eða í hausmynd þá yrði ég talsvert meira að gæta orða minna eða leggja aðeins aðrar áherslur á málin.

En í kvöld hef ég lesið (reyndar ekki bara í kvöld, önnur kvöld líka) allskonar blogg, frá fólki sem er merkt hinu og þessu. Í fyrsta sinn skil ég annað sem hafði valdið heilabrotum hér áður hjá mér -afhverju fólk hefur verið rekið úr vinnu fyrir að blogga. Mér finnst það heldur dramatískar aðgerðir en málið er einfaldlega að það er alls ekki öllum gefið að geta bloggað, helmerktir einhverju í bak og fyrir, þannig að ekki hljótist beinn skaði af fyrir viðkomandi fyrirtæki eða samtök.

Umvöndun lokið. Sneiðin passar hinsvegar bara í sum kok.

----------------------------------------------------------

Steinar er að skoða húsbíla á netinu.

Allt í einu spyr hann ; hvernig er klósett með rafmagnsdælu ?

Frúin svarar umhugsunarlaust ; það skítur lummunum lengst út í móa !?

Þá væri víst best að fara í ferðalag með hjálm á hausnum ef slíkur útbúnaður væri í hverjum húsbíl !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff ég er alveg sjúkkit hérna.  Blogga á eigin vegum.  Nanananana.

Klús í nóttina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já þú er alveg ein á rólinu bara hehe

Ragnheiður , 14.5.2008 kl. 22:41

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef stundum íhugað að reka mig fyrir bloggerí, en næsta dag bið ég mér vægðar, & fell alltaf fyrir smjaðrinu í mér.

Ég krefst þess að verðandi húsbíll verði skýrlega merktur þér & þínum, þannig að tími gefist til að bregast við, áður en okkur "hjálmlausum fellur það þungt", ykkar lummerí.

Steingrímur Helgason, 14.5.2008 kl. 23:46

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér fannst þú skauta vel fram hjá því hvar þú vinnur í síðustu færslu Ragnheiður.

Ég væri að brjóta trúnað við mína skjólstæðinga og vinnufélaga, ef ég skrifaði um mína vinnu og brottrekstur væri vís.

Sigrún Jónsdóttir, 14.5.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tjah....

....ég var rekin fyrir blogg! Nefndi þó aldrei vinnu mína..

Enda tek ég þetta ekki til mín.

En ferlega hló ég að rafdælulummum

Hrönn Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:56

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er svo heppin að vinna hvergi, eða þannig, svo ég slepp.  Hafðu það gott mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 23:59

7 identicon

Hahahahahah  skítur lummunum lengst út í móa.. !! GARG. 

Já það er eins gott að forðast húsbíla, gæska.

Knús á þig Ragga mín.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:41

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki vildi ég vera næsti nágranni þinn á húsbílastæðinu, eða þar þar næsti   Ég er ekki hissa ef fólk er rekið fyrir að blogga í vinnunni.  þegar það á að vera að vinna

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.5.2008 kl. 01:04

9 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert nú langt frá því að vera leiðinleg... Eiginlega bara stór skemmtileg. Langar ekki rassgat í húsbíl lengur, eða vera í næsta nágreni við þá.

Hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um í sambandi við blogg of frárekstur, enda búin að vera ansi upptekin á mínum næturvöktum og ekkert komist í að lesa blogg eitthvað að viti.

Hafðu það sem best og ég vona að gula dúllan skíni á ykkur í dag, það er svo ofsalega notarlegt.

Hulla Dan, 15.5.2008 kl. 07:41

10 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég er heimavinnandi húsmóðir í ábyrgðarmiklu starfi og ef ég verð rekin vegna þess að ég bloggaði um mína vinnu er það bara leliðinlegt fyrir þá sem hér búa...

En þetta með húsbílinn ég skelli hló það er best að gá vel í kringum sig þegar ferðast verður í sumar hvort næsti verustaður fólks sé nokkuð húsbíll....

Eigðu yndilegan dag. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.5.2008 kl. 08:15

11 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

veit ekki hvernig svona húsbílaklósett virkar en giska á að rafmagnsdælan eigi við um vatnið, þe pumpi vatninu í klósettkassann svo hægt sé að sturta niður ;)

Ég á nú eftir að sakna þess svolítið að eiga fellihýsi í sumar, en maður verður víst að sníða sér stakk eftir vexti og nú er málið að koma sér upp varanlegu húsnæði :) Tjaldið blívar ágætlega eitt sumar í viðbót ;)

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 15.5.2008 kl. 10:25

12 identicon

Sæl Ragnheiður, ég er ein af þeim sem oft les bloggið þitt og kvitta aldrei fyrir en þar sem þú átt svo yndisleg orð um fjölsk mína þann 13 mai má ég til með að þakka þér innilega fallega færslu um bróðir minn mágkonu og bræðrabörnin mín var að tala við Óla frænda og það gengur vel miðað við aðstæður með Kristínu litlu Ólafsdóttir, enn og aftur takk fyrir falleg skrif. Kveðja, Þórdís Eygló.

p.s. Hjalti er mjög ánægður á Reykjalundi og er bara nokkuð brattur miðað við aðstæður.

Þórdís Eygló Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 10:27

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Maður er nú eiginlega heppin að vera ekki á vinnumarkaðnum
heyrðu elskan ekkert raf wc. þú yrðir kærð, rekin og einelt.

En yrðu þá lummurnar eins og Stubbabrauð?.Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.5.2008 kl. 16:59

14 Smámynd: Tiger

  ... Ég er sko ekki á góðum vegum í blogginu - ég er sannarlega á góðlátlegu vegunum og vona að ég skaði ekki neinn með því að dæla smá góðviðrisrugli yfir flesta sem ég sé og finn hérna... *glotterí*.

Ekki myndi ég lummast fyrir einn eða neinn á blogginu, hvað þá fyrir fyrirtæki. Kannski myndi ég þó alltaf vera til í að lummast fyrir þig Ragnheiður mín! Knús á þig ...

Tiger, 15.5.2008 kl. 17:11

15 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Búfffffffff ef maður er á vinnumarkaði verður maður að gæta orða sinna er það ekki ???? Td ef ég færi á barinn hér, vildi ég ekki sjá færslu hér inni að ég hefði drukkið 6..... tvöfalda af Viskí og kanski mynd af mér eftir það :) Þú skilur hvað ég meina ekki satt ?????? Bestu kv til þín og áfram

Erna Friðriksdóttir, 15.5.2008 kl. 18:22

16 identicon

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:16

17 Smámynd: Sigrún Óskars

Hér eftir dettur manni bara lummur í hug þegar maður mætir húsbíl-  

Það vita margir hvar ég vinn - hef gagnrýnt margt á mínum vinnustað í bloggi mínu. Verð vonandi ekki rekin fyrir það

Sigrún Óskars, 15.5.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband