Vestfirska orkan sett í farveg

og annaðhvort er ég léleg húsmóðir eða hundarassarnir kalkaðir. Þeir horfa á mig með stórum spurnaraugum þar sem ég skríð kringum klóið og þríf. Klóið var ekki verst, verstur var ofninn sem er við HLIÐINA Á !! Andskotans uppátæki að setja ofn við hliðina á klóinu !! Stelpur, ég ætla ekki að lýsa lyktinni sem gaus upp þegar heita sápuvatnið baðaði þennan ofn en herrarnir á heimilinu (fyrir utan þessa tvo kölkuðu,ferfættu) eiga eftir að fá manndrápsaugnaráð næst þegar ég sé þá.

Hér kom stórglæsilegur ungur maður rétt áðan, að sækja vagn sem kom með okkur suður. Hann hefur vísast sofið í honum sjálfur í den og nú ætlar hann að setja hann Jóa litla sinn í vagninn. Frænka fékk engar skammir fyrir að stela mynd af snáðanum...Þetta er myndarsnáði hjá Árna Grétari, svo er að sjá hvort hann fær þessi fallegu augu hans pabba síns, hann Jói litli.

Litla skvís sem vildi endilega koma núna en ekki eftir 6 vikur þegar settur dagur væri kominn, braggast vel og er dugleg. Hún er kjarnorkukona og fær nafn merkilegrar konu, hennar ömmu sinnar sem var alveg mögnuð. Minningarorð um Kristínu Ólafsdóttur eru hérna.

stína frænka

Hún var svo falleg og mikill heimsborgari, samt einn mesti vestfirðingur sem ég veit um. Stundum þegar ég loka augunum þá finnst mér ég heyra bjarta hláturinn hennar, blikið í augunum og fallega hrokkna hárið.

Ég hef saknað hennar mikið síðan ég frétti af barnabörnunum hennar, litlu ljósunum eftir svo langan og erfiðan tíma í sorg.

Sé það hægt þá fylgist hún með þeim og Jói hennar líka.

Ég ætlaði að sýna ykkur hann Jóa líka en það er engin mynd af honum í minningargreinasafni mbl. Greinarnar einar standa eftir en engin mynd. Það er slæmt.

Ég ætla að reyna að halda áfram að hreinsa húsið mitt og hugsa fallega til fólksins míns, fyrir vestan og hérna sunnan megin. Jákvæð orka, það er málið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Skrítið hvað karlmenn þurfa að úða yfir klósettið. Ég minni minn karl reglulega á það að stilla á "steem" en ekki "spray" þegar hann pissar. Hann hefur ekki húmor fyrir þessu.

Gangi þér vel í hreingerningu

Sigrún Óskars, 13.5.2008 kl. 16:05

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Djö, þeir eiga að þrífa þetta.  Ég æli fyrir þína höndhehe.

Sendi brakandi jákvæðar hugsanir beint úr ofninum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það er ekki alltaf auðvelt fyrir húsmæður að vera með karlmenn og síst þegar kemur að kólsetti...usss.

Eigðu góðan dag kæra Ragga... 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 13.5.2008 kl. 17:29

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gat ekki annað en hlegið þegar þú sagðir að aðeins ferfætlingarnir fylgdust með. Ekki svo að þetta sé hlægilegt. Bara sá hundana fyrir mér, forvitna og hissa.

Kristín var falleg kona. Það sé ég á myndinni.

Farðu vel með þig Ragga mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.5.2008 kl. 20:36

6 identicon

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband