Myndafærsla
12.5.2008 | 12:59
Las hjá Sigrúnu bloggvinkonu og komst að því að mínir hamingjudagar eru sko miklu fleiri en óhamingjudagarnir, ég er sátt við það en hér koma myndir
Gamli höfðinginn orðinn afar skítugur. Þessi bifreið er ekin rétt tæplega 440.000 kílómetra og er í ágætu standi. Það var farið að leka úr dekki í Borgarnesi -Steinar setti kvoðu í en það var steinflatt þegar hann kom út áðan og ætlaði að ná sér í eitthvað í gogginn. Þá var ekki um annað að gera en að skipta um dekk. Það sést grilla í Himmabílinn þarna til hliðar sem hefur staðið á sprungnu nokkuð lengi. Það gleymist alltaf að gera við það dekk enda er sá bíll víst ekki að fara neitt. Ekki á númerum einu sinni.
Þessi sætasta rófa...
Afi með mig sjálfan, langsætastan.
Svo fann ég á síðunni hans Árna Grétars mynd af snáðanum hans, honum Jóa litla. Skömmin hún frænka stal auðvitað myndinni umsvifalaust og hér kemur hún
Verst er að amma hans fékk ekki að upplifa að vera amma hans, elskuleg Stína frænka mín lést svo langt fyrir aldur fram. Þetta hlutverk hefði hún elskað og rækt með stakri prýði eins og allt annað sem hún tók sér fyrir hendur.
Athugasemdir
Guðrún Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 13:01
sætar myndir Ragnheiður mín kv ólöf Jónsdóttir
lady, 12.5.2008 kl. 13:16
Huld S. Ringsted, 12.5.2008 kl. 13:26
Yndislegar myndir. Eigðu ljúfan dag mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 13:27
En yndisleg færsla hjá þér Ragnheiður mín. Litla krílið er dásamlegt! Litli kúturinn hjá afa er líka yndislegur. Nú er bara að setja gamla höfðingjann í bað - nei ekki karlinn heldur bílinn sko! Knús á þig Ragnheiður mín og eigðu yndislegan dag. Svo mikið rétt hjá þér að við getum alltaf fundið miklu fleiri góða og ljúfa daga heldur en erfiða eða svarta daga, um að gera að einblína á þá björtu.
Tiger, 12.5.2008 kl. 15:06
Yndislegar myndir Ragga mín, hann er nú bara flottur litli Hilmar og ekki er nú mamma hans síðri.
Knús til ykkar allra
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.5.2008 kl. 16:06
Anna Margrét Bragadóttir, 12.5.2008 kl. 16:30
Sigrún Óskars, 12.5.2008 kl. 18:35
Flottar myndir Ragga og Hilmar Reymir er æðislegur .
Til hamingju með litla frændann myndarlegur strákur....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.5.2008 kl. 19:53
Helga skjol, 12.5.2008 kl. 21:16
Flottar myndir :)
Marta B Helgadóttir, 12.5.2008 kl. 22:25
Sigrún Jónsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:56
Frábærar myndir, ungabarnið er æðislegt. Ég elska þessi minnstu allra mest
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:51
Bjarndís Helena Mitchell, 13.5.2008 kl. 01:34
Elsku Ragga, mikið er þetta jákvætt um hamingjudagana þína. Þakka þer kærlega. Fínar myndir og ungbarnið það bræðir hjarta allra. þakka þér fyrir að gefa mér hlutdeild í þessu.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.5.2008 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.