Að horfast í augu

við veruleikann varð mér erfitt í gær.

Mér finnst oft eins og ég sjálf, að innan, sé eins og spilaborg. Það má ekkert gerast til að það hrynji ekki allt og það hrundi auðvitað í gær.

Ég horfi á hvert spil svífa niður uns ekkert er eftir nema vesældarleg hrúga. Þá verð ég afar leið og þreytt. Missi alveg móðinn og finnst ég vera hrunin saman enn eina ferðina. Ég get setið heilan dag og vorkennt mér þessi ósköp.

Ég horfi á sjálfa mig og hvísla, þú verður að halda áfram, þú hefur lifað of margt af til að gefast upp núna. En ég fæ engin viðbrögð. Ég ræski mig og hvessi augun á sjálfa mig.

Skjálfandi teygi ég mig í eitt spilið en það vill ekki standa sjálft. Ég legg það niður aftur. Eftir langa hugleiðingu þá næ ég í það aftur og fer að raða, einu og einu. Ég reyni að raða þeim vel og prófa að blása aðeins á þau svo ég sjái hvað þau þoli. Smátt og smátt næ ég að raða þeim aftur upp.

Þá er ég alveg orðin þreytt og uppgefin.

Í dag ætla ég að hafa það betra, ég ætla að ganga mót sólinni og reyna að finna ylinn frá henni framan í mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Þetta hljómar nú ekki mjög vel.... en alltaf er sagt að göngutúr í fersku lofti sé allra meina bót (er ekki of dugleg við það sjálf). En ég ætla að taka mig á í sumar og vera mikið úti og vera dugleg að hreyfa mig. Mæli líka með bókinni "secret" hún hjálpar okkur að hugsa jákvætt og liða betur, horfum bjartara fram í lífið ef að við lesum í henni reglulega.

Farðu vel með þig og eigðu góðan dag, reyndu að njóta hans.

Linda litla, 29.4.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Dísa Dóra

Sendi þér hlýjar hugsanir og knús

Dísa Dóra, 29.4.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi elsku stúlkan mín. Þetta er falleg samlíking hjá þér Ragga... spilin.

Sendi þér hlýjar hugsanir af krafti. Vona að þær nái til þín.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 10:21

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hetjan mín.

Njóttu þess að finna geisla sólarinnar ylja þér í dag.

Ég skal hugsa til þín og reyna að ylja þér líka

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 10:58

5 Smámynd: Anna Gísladóttir

Gangi þér vel í dag sem aðra daga

Anna Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 11:32

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku duglega stelpan mín, hef ég sagt það við þig nýlega, en segi það bara aftur núna að þú ert best, duglegust, skemmtilegust og ég gæti lengi talið upp, láttu sólina verma þig. manstu vísuna,
Sól sól skín á mig,/ ský ský burt með þig, þú getur sagt það um leið og þú gengur.
                                 Kærleikskveðjur
                                    Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.4.2008 kl. 12:02

7 Smámynd: M

kærleikskveðja

M, 29.4.2008 kl. 12:13

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kærleikskveðjur og fallegar hugsanir til þín elsku Ragga

Huld S. Ringsted, 29.4.2008 kl. 12:38

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Varð að kíkja á þig elskan mín, ég er líka búin að lesa pistilinn hennar Heiðar, vel skrifað hjá henni og segir margt.  Þeir verða ekki betri dagarnir þínir, enn er ekki árið liðið en það er ákveðinn áfangi, ef maður getur kallað það svo. Þú og þið eruð alltaf í huga mínum og bænum vona að það hjálpi eitthvað og svo langar mig að fara að hitta þig fljótlega.  Kærleiks faðmlag til þín  góð samlíkingin í pistlinum þínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 13:11

10 Smámynd: Ragnheiður

Já Ásdís mín, við hittumst fljótlega

Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 13:34

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sendi þér hlýjar hugsanir Ragga mín. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 14:19

12 Smámynd: Hulla Dan

Hellingur af góðum og hlýjum hugsunum héðan frá DK.

Farðu ofur varlega með þig, mæli með gula krúttinu, hún er hlý.

Hulla Dan, 29.4.2008 kl. 14:23

13 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Sendi þér hlýjar hugsanir

Anna Margrét Bragadóttir, 29.4.2008 kl. 14:30

14 Smámynd: Helga skjol

Kærleikskveðja

Helga skjol, 29.4.2008 kl. 16:27

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragnheiður mín.  Þetta er eðlilegt og þú MÁTT falla saman af og til og hrynja í hrúgu og allt það.  En svo stendur þú auðvitað upp aftur, því eins og þú segir sjálf;  Þú ert komin of langt og hefur staðið af þér of marga storma, til að fara að gefast upp núna. 

Sterka og fallega sál. 

Anna Einarsdóttir, 29.4.2008 kl. 16:31

16 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ragga mín.

Ég veit hvað þú ert að tala um við höfum átt svo marga slæma eða bara mjög slæma daga síðustu mánuði þetta gerist líka hjá mér en þá reyni ég að hugsa um allt það fallega í kringum mig td eins og Hjalta,Anítu og Bjössa svo frábærir krakkar Auði Sverri og Ástu hvað hefði Himmi vilja held að hann viljað að við pössum þau...knús til þín og farðu vel með þig.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.4.2008 kl. 16:33

17 Smámynd: Ragnheiður

Kærar þakkir, þið eruð yndislegust í heiminum

Elsku Anna

Heiður mín, það er einmitt málið. Ég sit oft þegar verst er með myndina af honum og hugsa : Himmi myndi ekki vilja hafa þetta svona ! Áfram Himma-mamma...og svo hugsa ég um okkur öll, litlu krakkana þína sem misstu svo góðan stóran bróður, Bangsann og Hjalla, Anítu, Sollu og Hjöddu og alla sem sakna Himma.

Knús á þig til baka Heiður mín, duglega og góða kona

Ragnheiður , 29.4.2008 kl. 16:41

18 Smámynd: Tiger

Mín ljúfasta Ragnheiður. Sendi þér hér með risastórt knús og hlýjustu kveðjur sem ég á í hjarta mínu! Mundu bara að "spilastokkurinn" ert þú og fjölskyldan þín. Þó nú vanti eitt spil í stokkinn þá er um að gera að láta stokkinn vinna saman í því að gera hlutina og lífið auðveldara - ekki leggja það allt á þig sjálfa að hafa allar áhyggjur og vanlíðan - leyfðu öllum spilunum að vera með og leyfðu þeim öllum að taka þátt í því að byggja upp nýtt spilahús. Þú ert sterk og skynsöm, það er greinilegt - en það þarf tíma til að yfirvinna svona og málið er að gefa sér þann tíma. Knús á þig elskulegust og njóttu sólarinnar í dag!

Tiger, 29.4.2008 kl. 16:55

19 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Elsku  Ragga mín. Þessi rússíbani tilfinninga og þreytu er óskaplega erfiðiur. Þetta er erfitt ferli sem sorginni fylgir. Mér verður oft hugsað til þín og sendi þér hlýjar hugasnir. Kærleikskveðjur til þín frá mér, með ósk um að sólin skíni í hjarta þínu með hækkandi sól.

Sigurlaug B. Gröndal, 29.4.2008 kl. 16:58

20 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Vonandi líður þér betur á morgun ragga mín og með hækkandi sól

Eyrún Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 20:26

21 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elsku, elsku Ragga mín. Sendi þér risaknús.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.4.2008 kl. 22:30

22 Smámynd: Adda bloggar

Adda bloggar, 1.5.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband