Vantar hraðnámskeið
22.4.2008 | 19:41
í gluggaviðgerðum !
Vitiði um svoleiðis ?
Ég finn ekki nokkurn iðnaðarmann, vantar pípara líka en hann verður að vera meistari. Það er til að færa hitaveitugrindina út í bílskúr. Það er samt ekki það sem liggur á í sumar. Það sem liggur á eru skrambans gluggarnir sem flóðleka...
Andsk..vesen.
Nú ef ég finn ekki gluggakall þá fer ég bara á hraðnámskeið í að setja nýjar rúður í og ganga frá þannig að ekki leki.
Annars er ég góð...merkilega góð. Aðeins geðvond í gær en skánaði við að horfa á strákana fyrir austan, mér líst ferlega vel á meðferðarganginn fyrir austan. Það þarf að stuðla að því að þeir komi betri út, ekki miklu miklu verri og tættari á sálinni. Nóg er nú samt sem á gengur þarna.
Athugasemdir
Það virðirst vera heilmikið mál að fá iðnaðarmann í dag, það er bara margra mánaða biðlisti eftir þeim.
Linda litla, 22.4.2008 kl. 19:52
hmm mér skilst að til að færa grindina út í bílskúr þurfi að byrja á því að láta hitaveituna koma og færa inntakið og svo kemur plummer og setur grindina upp........
annars vantar mig svona glugga mann líka
píparanum lulla ég bara hjá mwuhahahahhaha
(þeir skilja þetta rétt sem það gera)
tíhí kv. Ásta
Ásta Björk Hermannsdóttir, 22.4.2008 kl. 19:52
Eigðu gott kvöld ljúfan, klukkan hjá mer er að verða 10, góða nótt
Knús
Kristín Gunnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 19:54
Æj þeir sögðu mér þetta alveg frá a-ö í fyrra en ég þarf allaveganna pípulagningameistara til að tengja inn á húsið aftur....
Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 19:57
Ég held að Húsasmiðjan hafi gefið út sjálfshjálparbók um húsasmíði,að bora,og allskonar lagfæringar .Gerðu það sjálfur bók.Hahahahaha.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:12
Ég kommenta seint og illa eða ekki neitt, en ég er að míga í mig yfir þessari setningu í færslunni á undan: "Hvurn skrattann er Sturla með á hausnum ?"
Hugarfluga, 22.4.2008 kl. 20:15
Kannski er "Bubbi byggir" til á bókasafninu?
Sigrún Óskars, 22.4.2008 kl. 20:19
Mér líst líka vel á þessa meðferð fyrir austan. Ég vissi að þeir voru líka að elda fyrir nokkrum árum á kvöldin.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.4.2008 kl. 21:01
Ef það er bara glerið sem þarf að skipa út þá eru til gæjar sem kallast glerísetningamenn eða eitthvað svoleiðis. En svo er það spurning hvort þurfi að skipta um tréverkið í gluggunum og þá þarftu smiði.
Sem betur fer er víst að hægjast aðeins hjá iðnaðarmönnum en bara ekki nóg til þess að hægt sé að fá mann strax þegar á þarf að halda.
Öfunda ykkur ekki af því að þurfa að finna iðnaðarmenn núna.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:21
Það þarf smið til að skoða dæmið...en ég held að gluggarnir séu í lagi
-ja svona mestan part. Fann kannski laus á þessu...www.handtak.is
Ragnheiður , 22.4.2008 kl. 22:26
heil og sæl, hef nú ekki verið sú duglegasta að kvitta fyrir mig hér en ég les reglulega skrifin þín:)
Mátti til með að benda þér á eftir þessa færslu nokkuð sem heitir silfurlínan, það eru menn (og kannski konur, veit ekki) sem að eru komin á eftirlaun en nenna samt ekki að sitja aðgerðarlaus heima fyrir, svo að það voru stofnuð samtök fyrir þetta fólk og þau taka að sér verkefni hingað og þangað um bæinn. Einstaklega vandvirkir, koma eins og skot og eru svo ódýrari enn allir aðrir í þokkabót, topp verkamenn:):) Örugglega hægt að googla þá:):)
Björk (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:32
Ég á smið hérna hjá mér en reyndar brjálað að gera hjá honum eins og flestum en gæti samið um að lána þér hann bara af því að það ert þú mín kæra hóaðu ef þú vilt
Brynja skordal, 22.4.2008 kl. 22:53
Það er erfiðara að ná í iðnaðarmenn heldur en viðtal við almættið segja margir. Mér líst sérdeilis vel á þetta framtak á hrauninu og vil að það haldi áfram. Krúttkveðja til þín elskan
Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 23:41
Ég veit um pípulagningameistara sem býr á Álftanesi, meira að segja tvo! ef þú vilt athuga með þá :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 22.4.2008 kl. 23:59
Já Ragnheiður strákarnir fyrir austan voru flottir!
Þekki engann iðnaðarmann, brasa oftast í þessu sjálf með hinum ýmsustu afleiðingum:-)
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 00:21
Iðnaðarmannaeklan er viðvarandi, kannski gætir þú fundið útlenskan "smið" sem eru víst flestir ekki skólagengnir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.4.2008 kl. 00:55
Það er erfitt að fá iðnarmenn núna hef ég heyrt en ég á engann svoleiðins fyrir þig...bara atvinnubílstjóra ...ehheheh
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.4.2008 kl. 11:09
Eina leiðin til þess að fá iðnaðarmenn er að drekka sig blindfullann og fá timburmenn daginn eftir.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:31
Prófaðu að hafa samband við fyrirtæki sem heitir Handlaginn. Þeir hafa unnið heilmikið fyrir okkur. Eru dálítið dýrir en alveg pottþéttir. Eru með allar gerðir iðnaðarmanna á sínum snærum.
Helga Magnúsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:35
Helga, ég fékk þá einusinni til að vinna fyrir mig og það gerist ekki aftur
Ragnheiður , 23.4.2008 kl. 20:35
Æi, það er nú oft svo að ef maður þarf á iðnaðarmönnum að halda þá finnast fáir, dýrir og latir karlar sem ekkert gera að gagni... Spurnig um að ódýrara og fljótara sé einmitt þitt eigið ráð - að læra þetta og gera hlutina bara sjálfur. En gangi þér vel með þetta Ragnheiður mín og gleðilegt sumar eftir smá stund.. ;)
Tiger, 23.4.2008 kl. 22:06
Gleðilegt sumar ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 24.4.2008 kl. 00:19
Gleðilegt sumar og takk fyrir stuttan vetur hér inni
M, 24.4.2008 kl. 01:17
Æ kíttaðu bara fja.. gluggana fasta ,nei segi bara svona er erfit að fá iðnaðarmenn núna?
Eyrún Gísladóttir, 24.4.2008 kl. 02:26
Gleðiegt sumar kæra vinkona, og takk fyrir veturinn.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:36
Gleðilegt sumar Ragga.
Takk fyrir blogg veturinn.
´knúss
Vallý (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.