Eftir ítrekaðar rannsóknir
19.4.2008 | 14:03
og tilraunir þá tókst það loksins.
Ég er búin að afhenda Steinari flensuna, þetta er fyrsta flensan sem hann fær í vetur. Næsta vika fer í að sannfæra hann um að hann eigi góða konu þrátt fyrir allt. Mér tókst meira að segja að koma 2 köllum undir sæng í gær. Annar kom blásaklaus í kaffi í vikunni og ég hitti hann í vinnunni í gærkvöldi. Ég held að götin sem komu á mig þegar hann hvessti á mig glyrnurnar séu að lokast...óboj.
Vonandi hef ég ekki smitað fleiri en þetta !
Steinar hefndi sín og kláraði strípipúslið og ég set mynd af því hérna inn. Það vantar einn bita í það.
Nú held ég að MR. Bear ætli að klára bílprófið loksins. Ég fór með hann í gær og hann sótti um að fá að taka prófið...fjúkk....þá tekur næsta vers við, mamman skíthrædd um að strákur lendi í slysi ! Hef samt fulla trú á honum, hann er náttlega mun eldri en nýliðar í umferðinni og hann er heldur enginn asni né glanni.
Góða helgi.
ps. Í dag eru 32 ár síðan ég var fermd í Fríkrikjunni í Reykjavík. Djís..tíminn líður sko.
Athugasemdir
Já, það var nú kominn síðasti séns að næla sér í flensu áður en vetur konungur kveður. Sumarið að byrja og vonandi verður allt orðið gott þegar þar að kemur. Vonandi gengur drengnum vel að taka prófið - og vertu viss - hann á eftir að brillera í því sem og umferðinni. Knús á þig Ragnheiður mín og eigðu yndislegan laugardag...
Tiger, 19.4.2008 kl. 14:15
Hér var sprautað gegn flensu svo hún hefur ekki þorað að láta sjá sig. Birninum þínum mun ganga vel, einhver sem fylgist alltaf með ykkur mun sjá til þess. Eigðu ljúfan dag elskulegust.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 14:25
Laugardagskveðjur til þín kæra Ragga og batakveðjur sem þú mátt dreifa eftir þörfum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 14:52
Þessi flensa sem margir eru búnir að vera tala um og margir kynnst svona up close and personal virðist ekki vera sérlega elskuleg... Er frekar þakklát fyrir að hafa látið þau kynni fara framhjá mér ;)
Vonandi fer hún til síns heima sem fyrst þessi flensa :)
E.R Gunnlaugs, 19.4.2008 kl. 15:12
Þetta er bara leiðinda flensa batakveðjur.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2008 kl. 15:57
Minn maður er búinn að liggja í flensu og að því er virtist eini maðurinn fyrr og síðar er hefur þjáðst svo ógurlega. Held að hann sé búinn að smita mig en er ennþá í afneitun og læt ekki undan :)
Bata kveðjur til þín!
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 16:08
Hæ hæ, til hamingju með að vera útskrifuð úr flensuskólanum, knús
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:44
Batakveðjur í þitt hús.Annað ég fór í steinsmiðjuna REIN Viðarhöfða.Þar eru góð verð(bestu) og frábær þjónusta.var að panta legstein.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:54
Vonandi fer flensan að hypja sig úr ykkar húsum. Við höfum sloppið hingað til 7-9-13.
Helga Magnúsdóttir, 19.4.2008 kl. 18:14
Oh, þetta eru leiðindapestadagar. Mikið skil ég þig. Ég nældi mér í svæsið lungnakvef (er astmagemsi fyrir ) og er búin að hósta lifur og lungum. Farið þið nú vel með ykkur elskurnar og hafið það gott.
Sigurlaug B. Gröndal, 19.4.2008 kl. 18:29
Æj Steinar skilaðu bata kveðju til hans frá okkur...
Ég er ánægð með að Björninn ætli að klára bílprófið hef fulla trú á honum sem bílstjóra hann er bara snillingur og bestur...
Knús til ykkar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.4.2008 kl. 18:38
Steinar á örugglega góða konu. Til hamingju með fermingarafmælið. Fermingarafmælið mitt og bloggafmælið ber upp á sama dag. Þess vegana man ég bloggafmælið
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.4.2008 kl. 19:04
Æ, þessi flensa virðist leggja marga. Sendi ykkur batnistrauma. Og bæ ðe vei, þá á kallinn minn líka fermingarafmæli í dag ... 24 ára.
Hugarfluga, 19.4.2008 kl. 19:34
Batakveðjur til steinars gott að þú ert að hressast.
Hafðu það gott það sem eftir lifir helgar.
Eyrún Gísladóttir, 19.4.2008 kl. 20:28
Björninn þessi elska á eftir að spjara sig í bílprófinu.
Æi þurfti hann nú endilega að leggjast hann Steini þinn.
það er ekki gott, en berðu honum kveðju mína með góðri von um bata.
Knús kveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.4.2008 kl. 21:00
Til hamingju með fermingarafmælið
Batakveðjur á þitt heimili :)
Anna Margrét Bragadóttir, 19.4.2008 kl. 21:02
32 ár......... ótrúlegt!!
Baráttukveðjur til Steinars! Jú og Bangsa líka, ég er alveg viss um að hann fer varlega - hann er soddan krútt, þetta krútt
Hrönn Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 22:26
Bata kveðjur til lukku með fermingarafmælið Hafið ljúfan sunnudag
Brynja skordal, 19.4.2008 kl. 23:01
Bataóskir til Steinars. Kíkti á púslin þín í myndaalbúminu og þetta eru ekkert smá flott púsl ... og greinilega þrælerfið.
Knús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.4.2008 kl. 14:18
Batakveðjur til ykkar beggja Ragga mín Það eru líka 32 ár síðan ég fermdist en það var 11 apríl!
Huld S. Ringsted, 20.4.2008 kl. 14:37
batakveðjur Ragga mín og til hamingju með afmælið
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.4.2008 kl. 16:19
Hvað er flensa ??
Batnaðarstraumar á kallinn og til lukku með ammælið ljúfust. Ég fermdist nú bara í fyrra. sko.. !
Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:24
Þessi flensa er bráðum búin að herja á alla landsmenn.
Linda litla, 20.4.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.