Jæja

Komin úr kirkjugarðsferðinni og ekkert markvert í þetta sinn ..ja ef frá eru taldir svo spakir skógarþrestir að þá má undrum sæta að maður stígi ekki á þá eða dytti um þá, feitabollurnar þær arna.

Fann afa, Mýrkjartan, hann er samt vitlaust merktur í legstaðaskránni en ég mundi að hann á nýlegan kross og Sigga systir hafði talað eitthvað um brjálað tré hjá honum. Og ég fann hann, bakvið tré og allt annarsstaðar en skráin sagði til um.

Fór til Eggerts og Kristbjargar, gamla forstjórans á BSR.

Næst lá leiðin að líta við hjá Sólrúnu Björk og Erlu móður hennar. Þær kúra saman mæðgurnar í fallegasta hluta garðarins. Sólrún litla, eins og hálfs árs, búin að vera þarna í garðinum síðan 1960. Það var fyrir þann tíma sem eðlilegt þótti að gera flóknar hjartaaðgerðir á Downs börnum. Duftker Erlu minnar elskulegu var jarðsett þarna í gröf þeirrar litlu.

Sólrún mín heitir í höfuðið á þessari frænku sinni. Erla hafði einlægan áhuga á draumum og þegar ég gekk með Sollu mína þá fór ég að segja henni frá barni sem mig hafði dreymt og ég þekkti ekki. Ég gat líst fötum barnsins alveg nákvæmlega og þegar frásögnin af draumnum er að verða búin þá tek ég eftir að Erla er orðin gráleit í framan og komin með tár í augun. Þá vissum við það, telpa á leiðinni og nafnið hennar klárt.

Ég skoðaði hin og þessi minnismerki um hermenn sem fórust hér við land á stríðsárunum. Einnig sá ég minnismerki um sjómenn sem fórust með skipalestunum sem sífellt var ráðist á. Það fer um mann hrollur, þetta er ekki svo langt síðan.

Mér gekk betur að ganga í garðinum núna en í gær en ég fann samt að ég varð að ganga hægt. Við gengum þarna um í klukkutíma. Bæði Fossvogsgarður og Suðurgötugarður hafa lengi verið miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Mér finnst dásamlegt að ganga um og hugsa, opna hug og hjarta. Þetta gerði ég löngu áður en ég missti Himma. Ef eitthvað þá hefur það enn dýpri merkingu nú.

Nú þarf ég að fara að ganga um í Gufunesi líka. Hann er ekki alveg eins skjólgóður enn en það lagast.

og þá er best að segja amen á eftir efninu.

ps jarðskjálftahrina gengur nú yfir fyrir norðan. Þið getið fylgst með hérna www.vedur.is og svo veljið þið í efstu flipunum, jarðskjálftar og eldgos.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er alltaf "gaman" eða kannski væri betra að segja gott að ganga um kirkjugarða. Þeir segja manni svo mikla sögu. Eins og Suðurgötugarðurinn og spænska veikin. Á kafla í garðinum hafa allir dáið í sömu vikunni.......

Hrikalegt - en heilmikill fróðleikur.

Láttu þér nú líða vel krúsin mín. Þú átt það skilið

Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mér finnst eitthvað ekki alveg nógu sjarmerandi við kirkjugarða. Veit ekki -en það er eitthvað....á þó nokkra mér nærri þar þó.

Hafðu það gott mín kæra 

Heiða Þórðar, 10.4.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar...Heiða, sumum er illa við kirkjugarða.

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj ég veit ekki er alls ekki dugleg við að ganga um kirkugarða en ég fer samt alltaf til pabba og Eyja bróðir og auðvita ömmu og afa þegar ég fer vestu til mömmu,kannski breitist þetta hef gert lítið annað en að reyna að ala upp ormana mína...

Knús og góða nótt til ykkar. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.4.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Mér finnst gott að fara í kirkjugarða þar er frið að finna... veit fátt betra en að ganga um kirkjugarð í fallegu veðri á björtu sumarkvöldi.

Kærleikskveðja.

Kristín Snorradóttir, 10.4.2008 kl. 22:28

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og hvað segir þessi draumur þér Ragnheiður ?  Er ekki örugglega eitthvað til sem er ofar okkar skilningi ?  Og skiljum við þó margt !

Anna Einarsdóttir, 10.4.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Ragnheiður

Ja ég hélt kannski að ég hefði bara fengið barnið á heilann eftir eitthvað spjall við Erlu. En maður veit aldrei alveg Anna, fyrr en maður fer yfir hinumegin

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 22:40

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Held mig fjarri kirkjugörðum en ég lék mér í Gamla, þar sem hann er í gamla hverfinu mínu.  Mér fannst líka svo gott að skoða gömlu leiðin.  Svo rólegt og fallegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Brynja skordal

Veistu Ragga það hefur nú sundum verið gert góðlegt "grín af mér ég verð alltaf að skoða og labba um alla kirkjugarða sem á vegi mínum verða alveg sama hvaða staða ég kem til þá gef ég mér tíma til að rölta um þá bjó nú fyrir vestan og hinum megin við götuna mína var kirkjugarður og endaði ég oft mína kvöld göngu þar var nú ekki lengi búinn að búa á skaganum þegar ég var búinn að rölta um allan garðin æ finnst eitthvað svo notalegt að labba um á góðu sumarkvöldi en svona er hún ég bara kallinn löngu hættur að kippa sér upp við þetta og gerir bara ráð fyrir þessu og fylgir mér hafðu ljúfa nótt mín kæra

Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 23:51

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég er sammála þér mér finnst gott að ganga um kirkjugarðinn það er svo mikil ró og friður.  Þar er gott að setjast niður og ræða málin.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.4.2008 kl. 00:07

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst kyrrðin í kirkjugörðunum góð, þar er gott að vera í góðu veðri

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2008 kl. 01:14

13 identicon

þegar ég fer að leiði

Foreldra og systkina minna finnst mér svo róandi að  rölta um garðinn

Sérstagleg um jólin.

Vallý (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 02:04

14 Smámynd: Anna Gísladóttir

Góða nótt kæra bloggvinkona

Anna Gísladóttir, 11.4.2008 kl. 02:30

15 Smámynd: Tiger

  Ég fer ekki í kirkjugarða nema eingöngu þegar ég þarf að kveðja ástvini og eins sjaldan og ég get eftir það. Ég finn ekki friðinn á slíkum stöðum, finn bara sorgina sem nístir hjarta mitt og fyllir það söknuði. Ég tek of mikið inn á mig og því finnst mér ekki gott að vera á stað þar sem hinir látnu hvíla lúin bein, enda finnst mér engin þörf á því að fara þangað til að tala við mína förnu, tala bara við þá þegar ég er einn - hvar sem er - nema í kirkjugarðinum.

Ég skil þó mjög vel þá sem sækja á svona staði - sérstaklega þá sem missa ástvini því þarna er sannarlega yfirleitt mjög friðsælt og ljúft að ganga um og spjalla um heima og geima.

Mjög sniðugt að Solla þín hafi fengið nafnið sitt á þennan hátt - ég fékk nefnilega mitt á nákvæmlega sama hátt nema það var afi sem kom til mömmu til að tilkynna henni að hún væri með sveinbarni eftir að föðurbróðir hans vitjaði hans í svefni. Enginn vissi um óléttu móður minnar nema hún ein - hún var ekki búin að segja pabba frá þessu og mamma þvílíkt vandræðaleg þegar afi skellir þessu bara á borðið með kaffibollanum og kleinunum.. hehehe... Mikið knús á þig inn í nóttina Ragnheiður mín.

Tiger, 11.4.2008 kl. 02:45

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Falleg færsla sem varð til þess að hún Solla þín fékk þetta nafn,
maður á víst aldrei að hunsa draumanöfn.
Ég fer heldur ekki í garðana nema ég þurfi þess, það er vegna þess að fólkið okkar er ekkert þar, það er hjá okkur.
                                  Knús kveðjur
                                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.4.2008 kl. 09:00

17 Smámynd: Lovísa

http://www.alster.nu/text/innlitskvitt.gif

Lovísa , 11.4.2008 kl. 10:09

18 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Góða helgi,

Kveðja, Lovísa. 

Lovísa , 11.4.2008 kl. 10:10

19 Smámynd: M

Friðsælt að ganga um kirkjugarða en geri aldrei, verð bara döpur

M, 11.4.2008 kl. 10:34

20 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fossvogsgarður hefur orðið útundan hjá mér.Amma mín í föðurættina liggur þó þar. Mér hefur alltaf þótt garðurinn í Suðurgötu fallegur og þar hef ég heimsótt gröf langömmu og afa í móðurætt.

Í Gufunesi. liggja, afi, amma, pabbi, bróðir Pálma og margir fleiri nánir mér og mér þykir sá garður orðinn mjög fallegur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.4.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband