Misbrestur í heilanum

í dag er 1 apríl. Dagurinn sem má ljúga að fólki. Þennan dag hef ég aldrei þolað. Ég er svo undarleg að ég þoli bara ekki að logið sé að mér, það er alveg sama hvaða dagur það er. Nú má búast við holskeflu af bloggfærslum um einhverja vitleysu, ég er að hugsa um að lesa ekki bloggsíður í dag.

Annað sem hefur á mig svipuð áhrif eru gamanmyndir. Það er alveg segin saga ef ég horfi á mynd sem titluð er gaman-mynd að þá stekkur mér ekki bros. Miklu líklegra er að ég verði pirruð og þá oftast pirruð á að hugsa með mér um upphæðirnar sem fóru í gerð viðkomandi myndar og hefðu verið getað notaðar í að gera almennilega mynd.

ég er undarleg kellíng.

Ég er með ofn í forstofunni. Kallinn minn setti hann þar. Ef hann fer ekki þaðan í kvöld þá kem ég rafmagni á hann og baka inniskóna hans. Devil Málið er víst að sá gamli er beintengdur og það þarf að kaupa innstungu og redda þessu svoleiðis.

Djís hvað allt fer í mig í dag...ég held að ég fari bara að sofa!

MUNIÐ; KLETTAGARÐAR Í DAG. LAGT AF STAÐ KLUKKAN 16.00 OG EKIÐ Í LEST NIÐUR AÐ ALÞINGI. ÞAR Á AÐ FLAUTA Á ÞINGMENN. ALLIR MEÐ. NÚ ER LAG AÐ STANDA SAMAN OG TAKA ÞÁTT Í MÓTMÆLUNUM MEÐ TRUKKURUNUM. AÐ ÞESSU STANDA 4X4 KLÚBBURINN OG FÉLÖG LEIGUBIFREIÐASTJÓRA ÁSAMT FLEIRUM. KOMA SVO !!

Það er eitt pirringsefnið hjá mér, ég kemst ekki. Föst í vinnunni. En ég er að vona að mótmæli verði líka seinna í vikunni og þá kemst ég. Ég er samt að íhuga að fá einhvern til að sitja fyrir mig til klukkan 17.00. Glatað að komast ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já þetta er dagurinn sem má plata fólk út til að gera hitt og þetta. Svo gleymum við því svo oft eigðu góðan dag.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.4.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíllinn í viðgerð hér en vona að við komumst.  Annars á þetta að halda áfram og við tökum þá þátt næst.

Ég hlæ sjaldan að gamanmyndum en við verðum að brosa framan í lífið.  Líka á 1. apríl dúllan mín.

Knús í deginum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 11:12

3 Smámynd: Tiger

  Úff já. Mér finnst þessi dagur eiginlega hálf erfiður sko, enda er ég mjög saklaus og trúgjarn þannig séð. Það er endalaust verið að plata mig því það vita flestir í kringum mig að ég kann illa að skrökva og trúi flestu því sem mér er sagt, enda trúi ég því að fólk sé ekki að gabba mann að ganni sínu í gríð og erg... eða þannig. En oft þarf maður að játa sig sigraðan og maður verður bara endalaust skömmustulegur eftir hlaupin.

Ég fer þó ekki í neina mótmælaleiðangra á bílnum, enda er ég í mínu eigin mótmælastuði og hef ekki hreyft bílinn í nokkra daga - er að mótmæla bensínverðinu með því að keyra ekki og kaupa þar af leiðandi ekki bensín. Það er málið - að kaupa ekki dýra vöru.

Ofnbakaðir inniskór eru eitthvað sem ég myndi ekki vilja borða - en ég er viss um að húsbandið þitt mun borða með góðri lyst, tala nú ekki um ef þú gerir góða skóreimasósu og kannski smá leðurklæddar kartöflur í ofanálag.. Knús á þig Ragnheiður mín og eigðu góðan dag!

Tiger, 1.4.2008 kl. 14:18

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Thumbs Up  Langar bara að senda smákveðju. Er að hressa mig við á smá blogg lestri.   Double Kiss takk fyrir yndisleg komment, þú ert mín kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.4.2008 kl. 14:48

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég tortryggi alltaf allt þennan daginn!! þoli ekki að láta plata mig

Huld S. Ringsted, 1.4.2008 kl. 15:06

6 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Loksins vöknuðu Íslendingar og litu á það sem sjálfsagðan rétt og skyldu að mótmæla. Oft var þörf en nú nauðsyn.

Ég hins vegar er ekki viss um að ég styðji lækkun bensíngjalda. Er hrædd um að olíufélögin steli því og bensínið kosti áfram það sama. Það gerðist við lækkun matarskatts, verslunin tók það.

Svo í lokin, ég er forvitin, Steinar..................Hvaðan? Á ég að vita það?

Kristjana Bjarnadóttir, 1.4.2008 kl. 15:30

7 Smámynd: Ragnheiður

Steinar frá Dröngum á Skógarströnd, efast um að þú þekkir hann. Hann er f. 58

Ragnheiður , 1.4.2008 kl. 15:33

8 Smámynd: Hulla Dan

Ég er ofurviðkvæm þennan asnalega dag.
Þoli ekki þegar fólk er að gera mig að fífli að gamni sínu
Þegar ég kom heim kl 7 í morgunn sögðu strákarnir mér að væri dádýr út í garði og létu mig læðast á tánum til að kíkja. Og svo var bara ekki neitt. Veit ekki hvort var verra, að sjá ekki dádýrið eða að láta pjakkana hlæja að mér.
Svona gerir maður náttúrulega ekki við mömmu sína.

Knús á þig

Hulla Dan, 1.4.2008 kl. 15:53

9 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

jamm lenti í plati í dag alltaf jafn einföld

Eyrún Gísladóttir, 1.4.2008 kl. 17:06

10 identicon

Húsband tók þátt.Komst reyndar ekki hjá því hehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:57

11 identicon

Komst því miður ekki í mótmælin en hefði mætt í keyrsluna ef ég hefði getað.

Knús og klús

Ps. slapp alveg við að láta plata mig í dag, aldrei þessu vant.

Kidda (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband