Rambað á sumar lausnir en aðrar eru huldar

Ég er að verða búin að búa í ár hérna. Ég hef haft þennan ofn sem fylgdi með, hann hefur ekki heillað mig en ég hef látið þetta gott heita. Það er á áætlun að endurnýja eldhúsið frá a til ö. Ég ætlaði bara að láta gott heita þangað til. Maðurinn minn eldaði á laugardagskvöldið. Hann notaði ofninn. Hann varð líka gaslaus en það er efni í annan pistil. En í þessari eldamennsku áttaði maðurinn minn sig á að ofninn er lélegur og hann tilkynnti sinni konu að það yrði keyptur nýr eftir helgina. Þennan keypti ég.

150X150_IO5753TSA

Þannig að næst þegar eitthvað er bilað þá fæ ég Steinar í að nota það og sé til hvað honum dettur í hug hehe *púkafés*

Hilmar Reynir var feginn að komast heim til sín, sko það er nú í lagi að hitta ömmu og afa en þetta var nú eiginlega tú möts....Kelmundur knúsibolla var þreyttasti hundur í heimi í morgun og svaf af sér póstinn í fyrsta sinn á sinni hundsæfi.

Innréttingin í mér hrundi saman í gærkvöldi. Mér fannst  eitthvað svo glatað að eiga svona skemmtilegan dag eins og þennan sunnudag og enginn Hilmar Már. Ég saknaði hans svo mikið

Í morgun var ég skárri en fékk á heilann kærustu sem hann átti einusinni og ég hef verið í sambandi við aðeins eftir að þau hættu saman. Yndisleg stúlka. Hið undarlegasta gerðist, hún sendi mér svo skilaboð í dag. Önnur okkar hefur fengið hugboð frá hinni, það er nokkuð ljóst. Hún á eitthvað af myndum af Himma sem hún ætlar að senda mér. Það verð ég ævarandi þakklát fyrir, ég á alls ekki nóg að myndum af honum Himma mínum.

Jæja best að halda áfram í vinnunni...og sjá hvort óstuðið sem kom við að skrifa rjátlast af mér.

Þú þarna hóstandi kona ! Farðu vel með þig !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndisleg færsla.Ég fékk líka samskonar boð frá X hans Hauks míns og er í þessum töluðu orðum að fara að hringja í hana.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg færsla  það er gott að þú færð fleiri myndir af Himma. reyndu að hafa gott kvöld Ragga mín

Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2008 kl. 20:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður á hrienlega aldrei nóg af myndum það er satt. Kærleikur til þín elskuleg Lofaðu mér svo að labba með þér um ókomin ár með minningunum um Himma þinn. Þetta er bara rétt að byrja.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.3.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með nýja ofninn þinn, það er góð hugmynd að láta kallinn alltaf nota hluti sem þarf að endurnýja svo að það verði keyptir nýjir.

Hafðu það gott.

Linda litla, 31.3.2008 kl. 21:15

5 Smámynd: Brynja skordal

Til lukku með flotta ofninn hafðu ljúft kvöld mín kæra

Brynja skordal, 31.3.2008 kl. 22:25

6 Smámynd: Dísaskvísa

Gott að heyra að þetta með ofninn og enn betra að heyra um myndirnar af Himma.  Minningarnar eru svo dýrmætar!

Farðu vel með þig,

Dísaskvísa

Dísaskvísa, 31.3.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hin hóstandi kona mun gera það, hóóóóst.

Stundum er maður bæði sorgmæddur og glaður, það er erfitt en ljúft samtímis.

Til hamingju með nýja ofninn.  Hann er ógó flottur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 22:34

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

 Knús á þig Ragga mín bestasta,flottur nýi ofninn ykkar hjónanna,nú verður gaman í eldamennskunni  Góða nótt elskan  

Katrín Ósk Adamsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:59

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

mínar hjartans kveðju til þín kona góð og til hamingju með ofninn

Knús inn í nóttina

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.4.2008 kl. 00:48

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vá smart ofn.  Ég var líka með barnabarn hjá mér um helgina, sem betur fer er hann 6 ára og frekar stilltur strákur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:01

11 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég er viss um að óstuðið rjátlast af þér og til hamingju með þenna flotta ofn

Eyrún Gísladóttir, 1.4.2008 kl. 09:25

12 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju með ofninn Ragga...sniðug hugmynd að láta Steinar vinna með það sem þarf að endurnýja....

Þetta með myndir af Himma þær eru svo dýrmætar og allar myndir en það er svo gaman að fá nýjar myndir og þá sér maður oftast hvað hann var hress og brosmildur strákur. 

Eigðu góðan dag erum farin að hlakka svo til laugardagsins ....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 1.4.2008 kl. 09:48

13 identicon

Frábært að fá nýjan ofn en ennþá betra að fá fleiri myndir af Himma.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband