Fyndnir kallar
28.3.2008 | 19:59
í miðjum mótmælunum í dag fór vindurinn úr mínum mönnum, þeim fannst þeir ekki rata um sína eigin borg og klóruðu sér mikið í hausnum yfir þessu. Þeir voru ekkert vissir hvernig þeir ættu að taka þessum ósköpum. Einum datt það snjallræði í hug að fara heim að sofa, ég hló svo mikið að það hrökk ofan í mig kaffið. Sólin skein glatt og ég sá kallana fyrir mér stórmóðgaða upp í bæli - í mótmælalegu. Það má nú breiða upp fyrir haus, sögðu þeir.
Hér er kominn lítill maður sem á að vera hjá ömmu sinni í nótt. Hann er að óþægðaðast og vill ekki fara að sofa. Hann skammaði ömmu í ræmur áðan og endaði með á að vekja mömmu sína sem var að reyna að leggja sig.
Nú er að sjá hvernig amma spjarar sig og hvort ömmu tekst að horfa á Gurrí sína í útsvarinu.
Farin í bili.
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 20:22
Kannski maður taki mótmælalegu, þeim til samlætis, fyrir hádegi á morgun.
Kysstu ömmugutta frá mér. 
Anna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 20:53
Mótmælalega frábært heheheh
,
Knús til ykkar og á ömmustrákinn líka.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.3.2008 kl. 21:09
Afhverju í ósköpunum sýna leigubílstjórar ekki samstöðu með hinum bílstjórunum og taka þátt eftir helgi? Er engin stéttarvitund í gangi. Helst vildi ég sjá ALLA taka þátt, einkabílana líka. Hækkunin er gengdarlaus.
Knús á barnið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 21:54
Þeir gera það inn á milli en verða svo taugaveiklaðir hina mínútuna yfir því að sitja fastir í umferðarhnút með geðillan farþega sem verður að afhenda íbúðina sína við leiðarlok.
Mér skilst að það séu fyrirhuguð almenn mótmæli 4 apríl en það skýrist vonandi seinna.
Ragnheiður , 28.3.2008 kl. 22:06
Knús til þín og ömmustráksins
Huld S. Ringsted, 28.3.2008 kl. 22:34
Já flott mál, tek daginn frá. Það er þó ekki í fyrsta sinn sem ég tek þátt í mótmælaakstri gegn bensínverði en vonandi verður hlustað núna.
Ragnheiður , 28.3.2008 kl. 23:06
Já þetta er flott hjá bílstjórum.
Munið eftir þegar mótmælin voru fyrir mörgum árum og allir áttu að flauta KL 19 30.
Haha ég er með einn ömmuprins og ömmuprinsessu í nótt voða stuð í kotinu
Vally (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:38
Mótmælalúr..... það líst mér vel á
Góða nótt
Linda litla, 28.3.2008 kl. 23:46
Já - það væri nú miklu nær að almenningur hreinlega hætti að versla bensín í einn eða tvo daga. Skrílslæti í umferðinni og það að blokka helstu umferðagöturnar í bænum geta skapað stórhættu ef t.d. myndi kveikna í eða stórslys yrði.. þá kæmust sjúkra - og slökkvilið hvorki afturábak né áfram vegna stórra trukka um allt. Hætta bara að kaupa bensín - þannig virka almennileg mótmæli sem stóru kallarnir finna mest fyrir, enda eru þeir örugglega heima hjá sér núna að spila bridge og hlægjandi að heimskunni í alþýðunni sem ropar um allar götur sjálfum sér til ergelsis...
Tiger, 29.3.2008 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.