Fyndnir kallar

í miðjum mótmælunum í dag fór vindurinn úr mínum mönnum, þeim fannst þeir ekki rata um sína eigin borg og klóruðu sér mikið í hausnum yfir þessu. Þeir voru ekkert vissir hvernig þeir ættu að taka þessum ósköpum. Einum datt það snjallræði í hug að fara heim að sofa, ég hló svo mikið að það hrökk ofan í mig kaffið. Sólin skein glatt og ég sá kallana fyrir mér stórmóðgaða upp í bæli - í mótmælalegu. Það má nú breiða upp fyrir haus, sögðu þeir.

Hér er kominn lítill maður sem á að vera hjá ömmu sinni í nótt. Hann er að óþægðaðast og vill ekki fara að sofa. Hann skammaði ömmu í ræmur áðan og endaði með á að vekja mömmu sína sem var að reyna að leggja sig.

Nú er að sjá hvernig amma spjarar sig og hvort ömmu tekst að horfa á Gurrí sína í útsvarinu.

Farin í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kannski maður taki mótmælalegu, þeim til samlætis, fyrir hádegi á morgun.      Kysstu ömmugutta frá mér. 

Anna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mótmælalega frábært heheheh,

Knús til ykkar og á ömmustrákinn líka. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.3.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Afhverju í ósköpunum sýna leigubílstjórar ekki samstöðu með hinum bílstjórunum og taka þátt eftir helgi?  Er engin stéttarvitund í gangi.  Helst vildi ég sjá ALLA taka þátt, einkabílana líka.  Hækkunin er gengdarlaus.

Knús á barnið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 21:54

5 Smámynd: Ragnheiður

Þeir gera það inn á milli en verða svo taugaveiklaðir hina mínútuna yfir því að sitja fastir í umferðarhnút með geðillan farþega sem verður að afhenda íbúðina sína við leiðarlok.

Mér skilst að það séu fyrirhuguð almenn mótmæli 4 apríl en það skýrist vonandi seinna.

Ragnheiður , 28.3.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Knús til þín og ömmustráksins

Huld S. Ringsted, 28.3.2008 kl. 22:34

7 Smámynd: Ragnheiður

Já flott mál, tek daginn frá. Það er þó ekki í fyrsta sinn sem ég tek þátt í mótmælaakstri gegn bensínverði en vonandi verður hlustað núna.

Ragnheiður , 28.3.2008 kl. 23:06

8 identicon

Já þetta er flott hjá  bílstjórum.

Munið eftir þegar mótmælin voru fyrir mörgum árum og allir áttu að flauta  KL 19 30.

Haha ég er  með  einn ömmuprins og ömmuprinsessu  í nótt voða stuð  í kotinu

Vally (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:38

9 Smámynd: Linda litla

Mótmælalúr..... það líst mér vel á

Góða nótt

Linda litla, 28.3.2008 kl. 23:46

10 Smámynd: Tiger

Já - það væri nú miklu nær að almenningur hreinlega hætti að versla bensín í einn eða tvo daga. Skrílslæti í umferðinni og það að blokka helstu umferðagöturnar í bænum geta skapað stórhættu ef t.d. myndi kveikna í eða stórslys yrði.. þá kæmust sjúkra - og slökkvilið hvorki afturábak né áfram vegna stórra trukka um allt. Hætta bara að kaupa bensín - þannig virka almennileg mótmæli sem stóru kallarnir finna mest fyrir, enda eru þeir örugglega heima hjá sér núna að spila bridge og hlægjandi að heimskunni í alþýðunni sem ropar um allar götur sjálfum sér til ergelsis...

Tiger, 29.3.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband