Margt skrýtið í kýrhausnum

Eftirfarandi frétt fann ég á Rúv.

Á meðan okkar hjúkrunarfræðingar berjast fyrir bættum kjörum og reyna að passa upp á sín réttindi þá hafa aðrar hjúkrunarkonur allt önnur vandamál að glíma við.

Stundum þarf maður að tvílesa slíkar fréttir til að skilja þær.

Karlremba á spænsku sjúkrahúsi

Hjúkrunarfræðingum á einkareknu sjúkrahúsi í bænum Cadiz á Spáni hefur verið tilkynnt að framvegis missi þeir af þrjátíu prósenta kaupauka í hverjum mánuði verði þeir ekki í stuttum pilsum í vinnunni. Þessi tilmæli eiganda sjúkrahússins mælast ekki vel fyrir meðal hjúkrunarfræðinganna sem vel að merkja eru allir konur.

Ástæðuna fyrir ákvörðuninni segir eigandinn þá að sjúklingar hressist við að sjá konur í stuttum pilsum og því finnist sér liggja í augum uppi að gera þessa kröfu til hjúkrunarfræðinganna. Hjúkrunarfræðingarnir segja þetta karlrembu af verstu gerð.

 

Þær þurfi mikið að beygja sig og alls óvíst sé að allir sjúklingar séu þá jafn hrifnir af því sem við þeim blasi. Auk þess séu fætur og læri þeirra misjöfn og eins og yfirhjúkrunarfræðingurinn sagði ekki í öllum tilfellum neitt augnayndi.

Tilmæli eigandans hafa verið kærð til yfirvalda jafnréttismála.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá þetta í fréttunum í gær og trúði vart mínum eigin augum.  Sumum er ekki viðbjargaandi.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Dísa Dóra

jahérna hér.  En eitt sem mér datt í hug við lestur þessarar fréttar var að allir sjúklingarnir hlytu að vera kk ef konur í stuttum pilsum eiga að vera augnayndi fyrir þá - ekki held ég að flestum konum þyki eitthvað sérstakt augnayndi að sjá hjúkkuna sína í stuttu pilsi

Fáránleg karlremba þarna á ferð 

Dísa Dóra, 28.3.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þetta er nú bara fyrir neðan allar hellur  Að skikka hjúkkurnar til að ganga í pilsum OMG  Ég óska þér góðrar helgar Ragga mín Já,það er enn ein helgin að skella á

Katrín Ósk Adamsdóttir, 28.3.2008 kl. 08:50

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Og nú missti ég kjálkann niður á bringu.......

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 28.3.2008 kl. 09:18

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

HUSSS hverslags karlremba er þetta ? ég bara spyr ég þurfti að lesa aftur til að komast að því að ég var ekki að lesa vitlaust ...

En svo er smá þarf að tala við þig gott ef það væri í síma er búin að finna myndirnar og langði bara að forvitnast um hvort þú værir að vinna í dag og hvað lengi.

Kveðja til ykkar úr Grindavíkinni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.3.2008 kl. 10:17

6 identicon

Ég fékk hláturskast.Fárnlega-hallærislegt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:21

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er nú  klikkunin  og hvað eru þær neyttar til að ganga í stuttum pilsum. Ja hérna ég á ekki til orð yfir þessu.

Knús inn í daginn.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 10:29

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er nú meira ruglið, hefði haldið að það væri bagalegt allavega fyrir hjartasjúklinga að horfa mikið uppundir
Þær verða bara að koma til Íslands þessar elskur,
er ekki nóg fyrir þær að gera hér.
                                          Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 11:53

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Fyrir 25 voru slopparnir okkar hjúkrunarfræðinga stuttir og ekki boðið uppá að vera í buxum í vinnunni. Í dag yrði ég skemmtiatriði ef ég væri í sama vinnugalla og þá - mundi hressa einhverja he he.

Þetta er auðvitað bara karlremba og yfirgangur.

Sigrún Óskars, 28.3.2008 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband