Lítil afmæliskveðja
27.3.2008 | 22:31
og lítil afmælisstelpa. Litla skottið hennar Steinunnar er orðin 3ja ára. Afinn og amman á Álftanesinu eru að lenda í versta vanda. Gamla settið er farið að gleyma afmælisdögum. Það gerði ég aldrei áður fyrr.
Ég nappaði mynd af vefnum af henni Emblu Nótt sem er 3ja ára í dag.
Innilega hamingjuóskir elsku Embla.
--------------------------------------------------------------------------------
Ég fór og labbaði, og hausverkurinn lagaðist við það. Ég vissi það alveg, það var bara letin sem talaði áðan. Letin á bara ekkert að fá að ráða.
Góða nótt, aftur
Athugasemdir
Til hamingju með litlu englastelpuna eða kannski bara ljósálfinn...
...ferska ísl. loftið gerir kraftaverk.
Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 22:33
Takk fyrir kveðjuna :)
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 27.3.2008 kl. 22:55
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:08
Ohhhh hún Embla er svo sæt. Til hamingju með barnabarnið og Steinunn til hamingju með prinsessuna. Hún er svo æðisleg
Solla, 27.3.2008 kl. 23:17
Ó hvað hún er sæt. Jesúsamía.
Knús í nóttina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2008 kl. 23:57
Þetta er nú fallegt barn. Til hamingju .
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.3.2008 kl. 00:08
Tiger, 28.3.2008 kl. 04:38
Til hamingju með dúlluna :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 28.3.2008 kl. 06:57
Til hamingju með barnabarnið Ragga og Steinar sæt stelpa.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.3.2008 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.