Notalegt labb
26.3.2008 | 23:03
og ég breytti aðeins um lúkk, nú fór trefillinn minn góði í talíbanatísku og það rétt sást í augun. Það var nokkuð kalt en ekki eins bítandi og í gær. Mættum hestamanni með tvo til reiðar og Keli ákvað að skjálfa af hræðslu, ég get svarið að hann tuldraði við sjálfan sig ; asnalegir hundar þetta og furðuleg lykt af þeim !
Lappi kippti sér ekkert upp við þá en ég hélt honum uppteknum á meðan svo hann færi ekki að klappa fyrir þeim. Ég er alltaf hálfhrædd um að klappið í honum fæli hestana.
Við fórum stærri hringinn og öfugan. Það var aðallega forvitni í mér. Það er nefnilega að birtast hús hér í götunni og miðað við það sem ég sá áðan þá verður það fljótt að birtast, einingahús.
Einhver ók hér í götunni minni eins og kappakstursökuþór. Ég held að ég hafi aldrei heyrt bíl aka svona hratt hérna áður. Þessi hefur líklega verið að skutla einhverjum heim og fattar ekki að hann er að þvælast í pollrólegri götu þar sem við heyrum starrana reka við. Við erum sko ekki neitt við Miklubrautina hérna.
Nú er ég að spá í að fara að steinsofa í hausinn á mér og reyna að biðja um batafréttir af vini mínum á morgun.
Jenný láttu Einar bjalla ef þið heyrið eitthvað á undan mér, ég verð í vinnunni...já eða hringdu bara sjálf, alltaf gaman að heyra í þér
Góða nótt elskurnar
ps..frú M, ég vil ekki fá lánuð aukakíló- er að reyna að reka mín að heiman. Þau eru búin að vera hér nógu lengi skammirnar og borga ekki einu sinni húsaleigu þessir asnar !!
Athugasemdir
Hitti pabba áðan, skilaði kveðju, hann sendir kveðjur til baka
Ylfa Lind Gylfadóttir, 26.3.2008 kl. 23:19
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 23:27
Sofðu bæði rótt og rétt, elskan. Knús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2008 kl. 23:27
Læt þig vita Ragga mín um leið og ég heyri eitthvað og þú þá mig.
Erfitt að bíða svona.
Knús í nóttina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 23:39
Vonandi færðu góðar fréttir, knúsan mín.
Ekki mjög dannaðir starrar í götunni þinni.
Anna Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 00:30
Minn göngutúr með hundinn var fjölmennur í dag. Þar gengu ég, frumburðurinn, hundurinn og tvær kisur. Við vorum eins og lítil skrúðganga
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.3.2008 kl. 00:52
Af hverju hafði manni ekki dottið í hug að rukka aukakílóin um leigu, þá hefðu þau sennilega farið mikið firr, þú ert snilld Ragnheiður, góða nótt
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 02:29
Minn heldur að hann sé Golíat þegar hann sér stærri dýr hann mundi alveg hiklaust vilja leika við hestana hér í kringum okkur.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2008 kl. 09:28
Þegar mín hitti hesta í fyrsta sinn þá var verið að hleypa þeim út í gerði við hesthús. Hún var svo snögg að hoppa í fangið á mér að það lá við að við dyttum báðar kylliflatar. Þeir eru bestir í hæfilegri fjarlægð.
Vona að fréttirnar sem þið Jenný eruð að bíða eftir verði góðar.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:16
Ég vona að þú fáir Góðar fréttir elskan.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2008 kl. 10:29
Óska eftir góðum fréttum handa þér
Hulla Dan, 27.3.2008 kl. 10:33
Sama hér, vona að þið fáið góðar fréttir
Huld S. Ringsted, 27.3.2008 kl. 13:09
Ég kem mér aldrei í göngutúr, hef engan að labba með og nenni aldrei að labba ein.
Segðu mér annars, hvernig gengur að reka aukakílin að heiman ?? Ég þarf einmitt að reka mín, en þau vilja ekki fara.
Linda litla, 27.3.2008 kl. 14:15
Mér finnst nú bara þvílík ósvífni af þeim að borga ekki einu sinni heim heimta þau kannski vasapening líka
Eyrún Gísladóttir, 27.3.2008 kl. 14:37
Bíddu, er Lappi ekki hundur? Hvernig í ósköpunum fer hann að því að klappa?
Einhvers staðar las ég að aukakíló væru alveg sérstaklega félagslynd og væru ekki ánægð nema að þau væru mörg saman. Mikið rosalega hljóta mín að vera sæl með lífið og tilveruna.
Helga Magnúsdóttir, 27.3.2008 kl. 16:18
Hehehe jú hann er hundur en hann klappar samt. Þegar elsta barnabarnið var lítið þá var Lappi hvolpur. Barnið var að læra að klappa en við ætluðum að kenna hundinum að betla. Þeir lærðu báðir að klappa
Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 17:54
ÚPPPPPs Lappi klappa ...nei ekki núna
Kveðja Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.3.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.