þrammað

í rokinu.

Það var nú allt í lagi aðra leiðina en versnaði heldur í því þegar við snerum við. Þá var hávaðarok á móti og ég -auminginn- átti fullt í fangi með að næla mér í nóg súrefni til að komast heim. Steinar minn blaðraði eins og gamall teketill alla leiðina heim og ég gat engu svarað nema einstaka andköfum.

Ég hafði grun um þennan nístingskulda og batt trefil á eyrun. Það olli hláturskasti hjá húsbóndanum í forstofunni. Ég leit út eins og biluð rússnesk Babúska..þið vitið þessar sem eru með aðra minni innan í sér koll af kolli.

Horfði á Jónu súperbloggara í Kastljósi, hún er flott hún Jóna...

Held áfram að ná andanum...leiter.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

hehe teketill og Babúska bara fyndið.

Ég sá Jónu súperbloggara flott hjá henni.

Kveðja Heiður 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.3.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi hvað ég hló  Já jóna var flott.

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 20:40

3 identicon

 hehehehehehe.Jóna er flott.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Blaðraði eins og gamall teketill hahahahahahahah þessi var góður.

Eyrún Gísladóttir, 25.3.2008 kl. 21:06

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég sé þig fyrir mér eins og rússneska babúsku!

Já Jóna var flott

Huld S. Ringsted, 25.3.2008 kl. 21:08

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, gleymdi Kastljósinu, takk fyrir að tala um það, ætla að horfa núna.  Vona að trefillinn sé ekki fastur um hausinn  Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 21:35

7 Smámynd: Tiger

 Snowstorm Uss já, það er eins gott að vera vel búinn þegar maður er á ferðinni í þessum kulda. Betra að vera með tveim treflum of mikið heldur en einum of lítið.. þannig. Sammála, Jóna var flott og kom vel út..





Tiger, 25.3.2008 kl. 21:36

8 identicon

Ohhh ég man eftir því þegar ég var að leika mér með Babúskurnar hjá ömmu og afa í gamla daga.  Þetta var mitt uppáhalds dót hjá þeim.  Elska Babúskur.  Ætla að safna þeim þegar ég verð stór.

Ertu búin að ná andanum elskan.  Ég sendi á þig megaknús, á eftir að horfa á Jónu, ætla að gera það á eftir.  Takk fyrir að vera til 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:56

9 Smámynd: Brattur

... ja, nóg er nú súrefnið í rokinu... það er bara að ná því inn í sig eins og þú segir... eins og að svala þorsta sínum úr kraftmikilli brunaslöngu...

Brattur, 25.3.2008 kl. 22:29

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jónan var flott eins og við var að búast.

Ég dáist að ykkur hjónum fyrir dugnað  á labbinu.  Er alltaf á leiðinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 23:04

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég labba stundum afturábak niður Jörvaveginn til að ná andanum. En þú ert dugleg að fara svona út að labba.

Sigrún Óskars, 25.3.2008 kl. 23:08

12 Smámynd: Ragnheiður

Brattur , það er einmitt málið. Heldur mikið af því góða sko.

Ég þarf að prófa það Sigrún mín, þó ekki væri nema til að sjá svipinn á Lappa hehe

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 23:49

13 identicon

Það er snilld að lesa bloggið þitt, alveg frábært hvernig þú skrifar...... gamall teketill hahahahaha, þú ert flott

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 02:26

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Talandi teketill jú það er til í ævintýrinu, Fríða og dýrið yndisleg mynd.
Ég hefði nú bara sett trefilinn fyrir vitin á mér þá var þetta ekkert mál,
en þá hefði Steini hlegið ennþá meira.
Þú hefur nú varla verið skrautleg eins og babúska.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2008 kl. 09:40

15 Smámynd: M

Þú hefur örugglega verið flott

M, 26.3.2008 kl. 11:15

16 identicon

hehe babúska..... það þýðir amma á rússnesku en þessar litlu kellingar sem þú varst að meina heita matrijóskur (veit reyndar ekki hvernig það er skrifað og nenni ekki að bíða eftir að kæró komi heim til að spyrja hann)  
vildi ekki vera leiðinleg, langaði bara að koma þessu á framfæri

nobody (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband