Það er óreiða í heilanum á mér
24.3.2008 | 16:57
Fyrirsögninni stal ég auðvitað frá Jennýu en hjá henni var óreiðan á gólfinu. Það er alltaf óreiða á gólfinu hjá mér, hundahár og svoleiðis.
Ég er í miklum helgidagagír enda búin að vera að hlusta á þennan frábæra disk sem sætasti nágranninn skottaðist yfir með í gær. Diskurinn er hrein snilld. Margir afar góðir sálmar og mínir uppáhalds þar á meðal, en ég man hinsvegar aldrei hvað þeir heita. Viðbrögðin eru að það sperrast á mér eyrun þegar þeir byrja.
Annars er ég hálf flækt. Mér finnst svo erfitt að vera svona máttvana og vanmáttug. Alltaf þegar eitthvað hefur verið að kvelja krakkana mína þá hef ég allaveganna getað reynt að laga það. Nú get ég ekkert lagað, Himmi okkar er okkur endanlega horfinn og kemur aldrei til baka. Hans verustaður er nú í hjartanu okkar en öllum langar svo að hitta hann, knúsa hann og fá að eiga hann áfram. Ekkert af þessu er hægt, aldrei.
Stundum finnst mér ég vera að brotna undan álaginu. Ég veit ekkert hvernig ég á að halda áfram. Þá nota ég einn dag í einu og reyni að hugsa bara um líðandi stund og reyni að ýta Himma mínum úr huganum eða hugsa bara um hann glaðan og kátan. Ég setti inn 2 myndir sem elskuleg vinkona hans sendi mér í vetur. Þær eru ofsalega dökkar enda teknar á síma en brosið hans sést. Þær eru í albúmi sem heitir "nýlegar Himmamyndir"
Nú þarf ég að fara fram og gerast vélstjóri. Kokkurinn skilur ekki bakaraofninn eða öfugt.
Athugasemdir
Þekki þetta alltof vel.En svo lengjast góðu stundirnar smátt og smátt en stundum svo hægt.Faðm,knús,og annað faðm á þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 17:32
Æj Birna mín, takk fyrir það.
Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 17:34
Stóóóóórt knús frá mér. Það er ómetanlegt að fá myndir eins og þær sem vinkonan sendi, af Hilmari, kátum og glöðum.
Þú tekur eitt skref í einu Ragnheiður og einn góðan veðurdag hefur þú gengið götuna alla. Reyndu að sjá það jákvæða á leið þinni, brosa við þeim sem þú mætir, njóta þess sem er gott (eins og vonandi kvöldmatur húsbóndans) og svo trúi ég því að Hilmar sé við endann á götunni.
Anna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 17:50
Knús á þig duglega kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 18:53
Það er gott að þér hlotnist að taka eitt skref í einu, einn dag í einu á leið þinni um minningarstíg (lærði þetta orð af þér).
Knús yfir til þín!
Sigrún Óskars, 24.3.2008 kl. 20:06
Já mikið óskaplega hítur þetta að vera erfit ég bið guð að vera með þér og þinni fjölskildu það getur ekki sakað.mér líður allavega alltaf betur þegar ég er búin að eiga smá spjall við hann.en þína vanlíðan getur engin skilið sem ekki hefur staðið í þeim sporum.
Eyrún Gísladóttir, 24.3.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.