þramm
24.3.2008 | 15:39
úti áðan skilaði sér í frosnum eyrum og köldum kinnum, bæði efri og neðri kinnum. Vona bara að ég hafi sloppið við hálsbólgu í efri og neðri hálsi. Það kemur í ljós. Hitaði mér te þegar ég kom heim og er að hlýna aftur og eyrun að límast á.
Ekki er eftirtekt frúarinnar góð þessa dagana, ég hef misst af gesti sem fletti hér í sjöhundruðþúsundastasinn.....en það gerir þá bara ekkert til. Það eina sem þessi teljari gerir er að gera mig spéhrædda hvort eð er.
Annars er ég merkilega góð. Hálf dösuð eftir þessa vinnutörn núna um páskana en það lagast fljótlega og enn fyrr ef ég er dugleg að hreyfa mig aðeins.
En ég hef nákvæmlega ekkert að segja eins og er og er hér með farin að gera eitthvað annað....
slepp við að elda kvöldmatinn. Karl minn ætlar að spreyta sig í kvöld
Athugasemdir
Enginn kvöldmatur eldaður af mér hér í kvöld, kannski verður hann eldaður á KFC hehe.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 16:02
Verði ykkur að góðu í kvöld, er viss um að karlinum gangi vel með eldamennskuna.
Göngurnar gera þér sko bara gott, bara að nota húfu í kuldanum svo eyrun detti ekki af!
Sigrún Óskars, 24.3.2008 kl. 16:05
Passaðu þig Ragga mín að verða ekki lasinn. Hann eldar eitthvað gómsætt það er ég vissum.
Knús dúllan mín
Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.