Mér finnst það alltaf undarlegt
23.3.2008 | 11:26
þegar allt fer á hliðina í fylleríi og rugli um páskana. Fangageymslur eru fullar. Það eru amk 3 líkamsárásir, í Keilufelli, á Miklubraut og Leifsgötu. Það er svo mikill tætingur á fólki.
Eins og td myndbandið sem ég setti inn í gær. Maður byrjar á að hlæja að þessu en þetta er samt í raun ekki fyndið. Þetta er svo mikil mannleg niðurlæging. Það dettur td engum í hug að athuga með manninn, hvorki ökumönnum né þeim sem tekur þetta upp.
Á svona helgum getur maður alveg efast og spáð í á hvaða leið mannkynið er og hvað við erum að setja í forgang.
Páskaboðskap frú Ragnheiðar er lokið og nú fer ég að laga mér kaffi. Látið ekki páskaeggin standa í ykkur, ég fæ mér kókosbollu í tilefni dagsins.
Athugasemdir
Já þú mátt gera það . Gleðilega páska
Ragnheiður , 23.3.2008 kl. 11:40
Gleðilega Páska Ragga mín
Huld S. Ringsted, 23.3.2008 kl. 11:51
Gleðilega páska.
Mummi Guð, 23.3.2008 kl. 11:53
Ég fékk mér líka kókosbollu í morgunmat og utan á pakkanum stendur:" Bíttu laust því bollan er mjúk". Þetta er bara minn málsháttur.
Gleðilega páska!
Sigrún Óskars, 23.3.2008 kl. 11:55
Gleðilega páska (og innlitskvitt)
Einar Indriðason, 23.3.2008 kl. 12:00
Gleðilega páska, kæra Ragga mín.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:09
Kaffi og páskaegg í morgunverð hérna. Namm.
Gleðilega páska Ragnheiður.
Anna Einarsdóttir, 23.3.2008 kl. 12:28
Ég sá því miður marga svona á hverjum degi ( eins og myndbandið á undan sýnir ) þegar ég var í Finnlandi...þar er vandinn svakalegur og fólk orðið dofið fyrir ástandinu....en Gleðilega páska Ragga mín.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.3.2008 kl. 12:31
Gleðilega páska Ragnheiður mín Kókosbollu ? Ég var á kertasíðunni hjá honum Himma og það gladdi mig að sjá 53 ljós hjá honum Hafðu það sem best Ragga mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.3.2008 kl. 13:01
Gleðilega páska elsku Ragga mín og fjölskylda ég fer bara upp í rúm.
Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 13:21
Kata mín, takk fyrir þetta. Ég er auðvitað oft á kertasíðunni hans og ég er ekki viss um að fólk átti sig alveg á hversu mikið þetta gleður mig. Mér finnst ég fá aukinn styrk þegar ég horfi á ljósin hans, ég skynja hlýhug fólks og það reyni ég að nýta mér til stuðnings. Það eru enn ekki allir dagar góðir og svona hlutir hjálpa óneitanlega.
Gleðilega páska Guðmundur og Kata og aðrir skrifarar fyrir ofan
Ragnheiður , 23.3.2008 kl. 13:22
Innilega gleðilega páska til þín og þinna. Ég kveiki ljós
Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 13:29
Þetta er bara svo sorglegt. Allur þessi mannlegi harmleikur á bak við hvern fíkil/alka.
Verð að finna mér eitthvað hollt nammi í tilefni dagsins.
Love you honey
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2008 kl. 13:39
Eymd þess sem er í fjötrum fíknar getur verið mikil.Þá er ég auðvitað að tala um hugbreytandi efni.Það er kveikt á kertunum fyrir okkar stráka í kirkjunni ALLA DAGA.Líka þá daga sem ég kem ekki til vinnu.Yndislegt fólk sem hugsar til okkar.Gleðilega páska kæra vinkona.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 14:15
Haha forfaðirinn, já ...ég hef engan tíma fyrir neitt...vinna og vinna alla dagana. En síðasti dagurinn í dag jibbý.
Kókosbollar var góð en ég mæli ekki með því sem ég át í morgun. Matseðillinn var svona : lýsi, kaffi, jógúrt og kókosbolla....enda fór þetta illa í maga
Labbaði með hundana og lagaðist við það
Ragnheiður , 23.3.2008 kl. 14:36
Gleðilega páska á þig
Hulla Dan, 23.3.2008 kl. 14:39
Gleðilega páska..... knús og koss
Þórunn Eva , 23.3.2008 kl. 16:43
Ég sendi kerti á síðuna hans Himma Ragga mín .
Kristín Katla Árnadóttir, 23.3.2008 kl. 17:27
Gleðilega páska elsku Ragnheiður, ég fékk mér sko páskaegg, borðaði allt innan úr því og las svo málsháttinn með fullan túllan af karmellu og svelgdist á öllu saman! Vona að þú sért í góðum gír þrátt fyrir allt og allt, maður verður bara að kyngja hvernig þetta allt saman er að fara og fer, ekkert annað en að njóta bara líðandi stundar. Risaknús til þín ...
Maddý (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 18:10
Já þetta er rett hjá þér, best að vera bara heima og hafa það gott.
Hafðu það gott vinan
Kristín Gunnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 18:43
Ég var einmitt að spá í það Ragga að það stoppaði enginn til að athuga með manninn...
ömurlegt að enda svo á Youtube eftir djammið
eins gott að vara sig á camerum
Ásta Björk Hermannsdóttir, 23.3.2008 kl. 18:54
elsku Ragga mín gleðilega páska mikið hlýnar mér að hvað fólk sýnir hlýju og vænt um þykkju gagnavrt hilmari heitnum,enda ekki hægt annað,en ég veit að hann er alltaf nálægt þér ,,þú ert þess virði að það er ekki hægt að sleppa þér
lady, 23.3.2008 kl. 20:27
Gleððilega páska Ragga og allir hjá þér stórt knús til ykkar....hér var borðað páskaegg frá börnunum Auður fór og keypti egg fyrir pabba og mömmu.
Kveðja frá okkur öllum hér.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.3.2008 kl. 22:05
Hæ hæ, líkar vel morgunmatseðillinn þinn á bara enga hunda til að labba með eftir ofát, verð því víst að sleppa namminu Gleðilega Páska, kveikti ljós hjá Hilmari þínum. Kv. Beta
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 23:48
Ég mæli ekki með þessum matseðli...kaffi, lýsi, jógúrt og kókosbolla. Mér varð illt í maganum af þessu
Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.