Bloggvinirnir

mínir eru einstakt fólk. Ekki veit ég nú hversu margir þeir eru orðnir en ég les þá alla, upp á punkt og prik. Fyrir nokkru síðan (örugglega í einhverju vondu ástandi) ákvað ég að skera þá niður við trog eins og sauðkindur. Þegar af mér bráði þá reyndi ég að kroppa þá alla inn aftur og held að ég sé búin að því nema ég er hrædd um að einhverjir hafi gleymst. Þið verðið þá að smella ykkur til baka.

Einn af mínum uppáhalds er kominn til baka og mér til gleði tók hann bloggvinaboði til baka. Hann hafði ég ekki smellt á vegna þess að ég hélt að hann væri steinhættur að blogga.

Vertu velkominn til baka Guðmundur minn, ég er glöð að sjá þig. (www.gjonsson.blog.is)

Allir aðrir nýir bloggvinir, velkomin í bloggvinatengsl. Ég hlakka til að lesa hjá ykkur.

Næsta mál á dagskrá, punktur fyrir sjálfa mig, duglegri að kvitta eftir lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Æ, veistu. Þetta bloggvinadæmi er vandmeðfarið. Sumir safna bloggvinum, aðrir vilja bara hafa þá á listanum sem eru virkir bloggvinir. Hvað svo sem fólk kýs finnst mér gott og blessað. Mér hefur verið hent út af bloggvinalista hjá allavega tveimur og mér sárnar það ekkert. Ég hafði ekki kommentað eða lesið blogg viðkomandi í háa herrans tíð og þess vegna var þetta hið eðlilegasta framvinda. Ég veit að ég móðgaði allavega einn bloggvin með því að taka hann út af listanum hjá mér, en sá hinn sami kaus að segja mér það ekki sjálfri heldur pirra sig á því við aðra bloggvini. Hvað svo sem fólk kýs að gera, þá má alltaf endurnýja vináttuna, eins og þú gerir, ekki satt?

Hugarfluga, 22.3.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Fluga mín, þetta er vandmeðfarið. Ég veit ekki einusinni hvort mér hefur verið hent einhversstaðar út. Það getur vel verið, ég er svo utan við mig að það þarf að segja mér hlutina beint til að ég fatti. Og fj....hafi það að ég myndi nenna að móðgast yfir slíku....

Ég er mjög vandlát á hvað er tilefni til að móðgast, fátt sem kemst í þann flokk.

Hafðu það gott Fluga mín

Ragnheiður , 22.3.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bloggið er að mörgu leyti sambærilegt við lífið sjálft.... maður kynnist fólki og með sumum á maður samleið í einhvern tíma - sem getur verið góður tími - en síðan skilja leiðir.  Með öðrum á maður alls enga samleið og uppgötvar það fljótlega......og svo eru örfáir sem verða manni kærir alla ævi.

Smjúts. 

Anna Einarsdóttir, 22.3.2008 kl. 12:45

4 Smámynd: Ragnheiður

Já það er satt Anna mín.

Ragnheiður , 22.3.2008 kl. 12:58

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ skarstu mig niður, en leiðinlegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.3.2008 kl. 13:06

6 Smámynd: Ragnheiður

Nei nei ég skar þig ekkert niður Jórunn mín

Ragnheiður , 22.3.2008 kl. 13:24

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, það var gaman að fá elsku Guðmund aftur í bloggheima, hressan og kátan. Knús í bæinn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2008 kl. 13:34

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ragga mín. Takk fyrir þaðþ

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.3.2008 kl. 13:58

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tapa ekki svefni ef einhver vill henda mér út, það er að segja ef það ert ekki þú og restin af klíkunni.  Þeir eru mér svo kærir.  Fer í fár ef þeir kommentera ekki hjá mér.

Annars samþykki ég allar bloggvinabeiðnir og dregst með þennan langa lista af fólki sem ég veit ekkert um, en það skiptir mig engu.  Það má vera í friði fyrir mér.

Knús á þig dúlla

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2008 kl. 14:09

10 Smámynd: Íris Fríða

Ég er reyndar ekki bloggvinur þinur! En er búin að vera lesa þig rosalega lengi, og fékk svakalegt sjokk þegar ég las um Himma þinn, því ég hafði fylgst með þér svo lengi og baráttan var svo erfið... Fyndið að segja frá því að ég kýkti fyrst á þig því að hross er bloggnafnið þitt og ég hestamanneskja svo festist ég við þig, áður en þú varðst "fræg"... Vona að lífið sé að fara vel með þig

Íris Fríða , 22.3.2008 kl. 18:19

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er svo heppin að eiga bara góða bloggvini eins og þig.  Ég er ekki bloggvinasafnari hef bara einu sinni óskað eftir bloggvináttu og það var óvart.  En Halla Rut er frábær bloggvinur líka, eins og hinir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2008 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband