Skrambans
21.3.2008 | 16:04
ó, það má kannski ekki segja svona ljótt ....
Þessi dagur er eitthvað öfugur ofan í mig.
Hann er auðvitað sorgardagur en hann fer nú ekki venjulega alveg með mig í kerfi. Það gerði hann þó að sumu leyti í dag. Ég á nú að eiga hérna einhverja sálmadiska og þarf að leita betur.
Þið þarna ættingjar, diskar með sálmum eða púslur í jólagjöf.
Ég labbaði með hundana og er núna að bíða eftir að ég klári að svitna svo ég geti skellt mér í sturtu.
Mig dreymdi alveg hörmulegan draum í nótt. Við vorum aftur komin í jarðarför en núna vorum við að jarða litla Hilmar ofan í leiðini hans Himma míns. Djö var þetta glataður draumur og ég hrökk upp með andfælum og hjartslætti. Teygði aðra hendina í kall og hina í hund og sofnaði aftur.
Æj..ég veit svosem ekki hvað ég er að rausa um....
Ég er bara eitthvað svo Himmalaus
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 16:07
Æ, hvað þetta hefur verið ömurlegur draumur. Því miður virðast svona martraðir fylgja sorgarferli. Vinkona mín, sem stóð í sömu sporum og þú 2001, fékk stundum martraðir en það er alveg hætt núna.
Þú getur líka prófað að fara inn á youtube og leitað þar að fallegri, klassískri tónlist, sett inn t.d. Mozart í leitarhólfið.
Sendi þér risaknús, elska Ragga mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2008 kl. 16:16
Sár draumur gullið mitt.Í mínum huga er Föstudagurinn langi góður dagur.Ég er skælandi all over the place í dag og ferlega viðkvæm.En er það reyndar alla föstudaga.Fór að hlusta á leikara lesa passíusálmana.Það var auðvitað snilld.Svo er grátið og svo á að grilla og skæla meira.Sumir dagar eru bara svona.Fór í garðinn og það er að vora hjá okkar snáðum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 16:47
Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 19:50
Æi óhhhóhhh ekki skemmtilegur draumur.
Ekki er ég til í að ganga þessi þungu skref að jarða barnið mitt. Það var sko nógu erfitt að horfa á Hilmar bróðir liggja alveg hreyfingalausan í kistunni og eftir kistunni hjá litla bróður síga ofaní gröfina
Púffffff hrollur
Solla, 21.3.2008 kl. 20:01
Ekki mjög gaman að dreyma svona, en gott að vakna og sjá að þetta var bara draumur. Ég segi bara eins og Solla ég myndi ekki heldur vilja ganga þau þungu skref að jarða barnið mitt og ég bið Guð að gefa að maður eigi ekki eftir að þurfa að gera það.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.3.2008 kl. 20:14
gleðilega páska frábæra kona. Alltaf gaman að koma hérna við og lesa
Ella (ókunnug) (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 21:21
Smá kvitterí hjá þér Ragga mín elskulega
Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.3.2008 kl. 21:24
Æi elskulegust, þetta er svo sem alls ekki mjög slæmur draumur sem slíkt - það er að segja fyrir þá sem á slíkt trúa. Hann snýr að mestu leyti bara beint að þér sjálfri og hjarta þínu og er hugsanlega ákveðinn for- eða fyrirboði. En ég vil nú alls ekki vera að stinga nefinu niður þarna því ég þekki þig auðvitað ekki neitt nema hérna á blogginu og tel mig ekki í neinum rétti til að kasta því fram sem mér finnst koma skýrast fram með drauminum. Mundu bara kærust að það er algerlega undir okkur sjálfum komið að gera það besta úr öllu því sem við höfum hjá okkur hér og nú - algerlega án þess að nokkur myndi nokkurn tíman saka okkur um að gleyma þeim sem eru farnir. Farðu bara vel með þig ljúfust og mundu að kvefið er ætíð stutt undan ef manni verður kalt..
Tiger, 21.3.2008 kl. 21:42
Væri alveg til í að faðma þig aðeins núna, ljúfust. Stundum er vont að dreyma en akkúrat þá er þeim mun betra að vakna .... sagði Pollýanna rétt áður en ég þpaðkaði í ðaþþinn á'enni.
Hugarfluga, 21.3.2008 kl. 21:49
Vont að dreyma illa, enn betra að vakna og geta klappað karli og hundi og sofnað aftur.
Fer í Bónus á morgun og kaupi diska til að skrifa á - færð sálma á morgun mín kæra.
Sigrún Óskars, 21.3.2008 kl. 22:00
Svona drauma dreymir mann vegna sársaukans í hjartanu, hafa ekkert að gera með Himmana þína, kær kveðja til þín Ragga mín, er búin að hugsa til ykkar í allan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.