Hvað manni finnst um svona?

Ég fann þessa frétt á Vísi áðan við yfirlestur þar. Hún slóg mig alveg út af laginu, mér gengur afar illa að botna í slíku tilhæfulausu, grimmu ofbeldi. Sumir segja tölvuleikir, aðrir segja amerískar bíómyndir. Það held ég að geti ekki skýrt þetta. Bangsi minn hefur amk aldrei sýnt neinar tilhneigingar í þessa átt.

 

Vísir, 20. mar. 2008 15:38

Sextán ára danskur drengur dauðvona eftir hrottalega árás

mynd
Frá Danmörku. MYND/Pjetur

Sextán ára blaðburðardrengur í Danmörku liggur banaleguna eftir að þrír unglingar réðust á hann á Amager í gærdag með hafnaboltakylfu og börðu hann.

Eftir því sem danska blaðið BT segir hefur drengurinn verið úrskurðaður heiladauður og verður hann tekinn úr öndunarvél síðar í dag þegar ættingjar hans hafa fengið tækifæri til að kveðja hann.

Hinir meintu árásarmenn voru leiddir fyrir dómara í dag og úrskurðaðir í 27 daga gæsluvarðhald. Þeir eru ákærðir fyrir tilraun til manndráps en það gæti breyst og drengirnir verið ákærðir fyrir morð ef blaðburðardrengurinn deyr. Tveir piltanna sem ákærðir eru verða vistaðir á unglingaheimil sökum ungs aldurs.

Samkvæmt vitnum að árásinni komu tveir menn út úr bíl og spurðu fórnarlambið á hvað það væri að glápa áður en þeir létu til skarar skríða. Piltarnir þrír hafa áður komið við sögu lögreglunnar og hafði lögreglan beðið félagsmálayfirvöld að hafa afskipti af tveimur hinum yngri áður en til árásarinnar kom.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Guð minn góður þetta er hræðilegt maður getur varla ímyndað sér að börn geti verið svona grimm.

Eyrún Gísladóttir, 20.3.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Skelfileg frétt. Ég held að tölvuleikir geti m.a. átt hlut að máli, því þar lemur þú og berð einhvern til dauða - ýtir svo á new eða reset og sá dauði rís upp aftur. Þetta gerist bara ekki í raunveruleikanum. Einnig geta þessi hörðu eiturlyf átt líka hlut að máli.

Sigrún Óskars, 20.3.2008 kl. 19:21

3 identicon

Hrillingur.Get ekkert annað sagt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband