17 mars 2008

Hafið þið tekið eftir því að þegar manni hlakkar mikið til einhvers og það er svo liðið, þá er eins og allur vindur sé úr manni?

Ég leit á jarðskjálftasíðuna í gærkvöldi og við systur vorum að furða okkur á algeru hléi sem staðið hafði allt gærkvöld. Alveg kyrrt við Upptyppinga. Í morgun var annað uppi á tenginunum, það eru nokkrir skjálftar sem eru þarna í mynni Eyjafjarðar, það var einn stór í gær. Þessir eru aðeins sterkari en Upptyppingaskjálftarnir og mun grynnri. Ég veit ekki með ykkur en ég er handviss um að einhversstaðar kemur þetta upp fyrir rest. Þið getið fylgst með þessu hérna www.vedur.is svo velja jarðskjálftar þarna í flipunum uppi. Þá opnast kort sem sýnir skjálftana en efst í því korti er hægt að velja töflu og þá kemur upp annað sjónarhorn, þar sést nákvæm staðsetning og hversu djúpt er niður á skjálftann. Þið norðanskvísur, verðið þið eitthvað varar við þetta þarna?

Heiða er með ádeilu og tilvísun í frétt, endilega lítið við hjá henni. (www.skessa.blog.is) það er alls ekki eðlilegt að enda með öll andlitsbein brotin eftir handtöku.

Ætlaði að segja ykkur meira en ég man ekki neitt í augnablikinu....Já jú, mér líst ekkert á þennan óróa á fjármálamarkaði. Þetta er hreint ekki gott ástand og þarna er komið fram það sem ég spáði í vetur (nei ég er ekki spákona) Sumir horfðu á mig með vorkunnarsvip og héldu að ég væri bara svona svartsýn...en hinsvegar er einn fjármálakall farinn að spyrja mig ráða öðruhvoru..

Auðvitað er allur ávinningur af nýjum kjarasamningum farinn til helvítis....

Já aldrei þessu vant hafði ég gaman að spaugstofunni um daginn, atriðið með löggunum sem urðu að spara fannst mér fyndið. Þegar lögguræfillinn dró upp hálfa kylfu, það var búið að stytta hana svona mikið til að spara....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Missti alveg af Spaugstofunni, en trúi að þeir hafi verið góðir, þeir skjóta oft skemmtilega lúmskt.  Hafðu það gott um páskana mín kæra. Hér verður örugglega líf og fjör og ég hlakka til.  Páskaknús

 Child Basket Egg Painting Bunny

Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er eiginlega skíthrædd vegna efnahagsástandsins.  Svo skil ég ekkert í efnahagsmálum heldur þannig að þetta er tvöfaldur bömmer.

Sá ekki spaugstofuna en heyrist á þér að hún sé þess virði að kíkja og því geri ég það.

Knús og klemm

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Tiger

  Já, ég er svo sammála þér með að maður verður virkilega andlaus stundum þegar eitthvað er liði sem maður hefur kannski lengi hlakkað til. Og oftast er það skemmtilega svo hrikalega fljótt að líða líka. Ég missti af spaugstofunni síðustu en ætla að kíkja á hana í kvöld á netinu ef ég get, heyrist hún hafi bara verið góð. Mér hefur reyndar fundist hún vera komin á gott skrið undanfarna laugardaga og vel þess virði að horfa á hana. Upptyppingaskjálftar trufla mig ekki mikið, þannig séð - en maður ætti þó ætíð að fylgjast með hræringum og vera ávallt viðbúinn ef maður býr nálægt óróasvæðum. Knús á þig Ragnheiður mín..

Tiger, 18.3.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki verð ég vör við neina skjálfta hérna svo ekki geta þeir verið merkilegir þar sem ég er með innbyggðan skjálftamæli

Huld S. Ringsted, 18.3.2008 kl. 17:19

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég horfði á spugstofunna hún var bara góð núna. ég er hræðilega hrædd við skjálfta og þori ekki að hugsa um það.

 Knús til þín elsku Ragga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2008 kl. 17:38

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Missti af Spaugstofunni eins og venjulega. Er skíthrædd út af efnahagsástandinu, veit að það kemur mest niður á fólki eins og mér sem er launþegi og makinn öryrki. Við gerum örugglega engar gloríur á næstunni.

Helga Magnúsdóttir, 18.3.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband