hehehe mér fannst þessi frétt fyndin

Vísir, 22. feb. 2008 11:04

Báðir flugmennirnir sofandi

mynd
Zzzzzzzzz

Óli Tynes skrifar:

Talið er að báðir flugmenn farþegaþotu á Hawaii hafi sofnað undir stýri á leiðinni frá Honolulu til Hilo, í síðustu viku. Vélin var frá flugfélaginu Go! Airlines. Þegar hún nálgaðist Hilo tóku flugumferðarstjórar eftir því að hún byrjaði ekki að lækka flugið.

Vélin var því kölluð upp, en ekkert svar barst. Furðu lostnir fylgdust flugumferðarstjórarnir með því að hún sigldi framhjá flugvellinum í 21 þúsund feta hæð.

Það var lýst yfir neyðarástandi og stanslaust reynt að ná sambandi við flugmennina. En ekkert svar.

Loks þegar vélin hafði flogið á haf út í 25 mínútur var henni snarlega snúið við og lenti heilu og höldnu á Hilo. Þotan mun hafa verið full af farþegum, en ekki eru nefndar tölur um fjölda.

Flugfélagið hefur ekki viljað tjá sig um ástæðuna fyrir þessu. Fyrrverandi flugmenn þess hafa hinsvegar sagt að það reki starfsfólk sitt áfram eins og hægt sé og fari lítið eftir um reglum um hámarks vinnutíma. Málið er nú til rannsóknar hjá flugmálayfirvöldum vestra

-------------------------------------------------------------------------------------------------

Ætli þeir hafi ekki verið asnalegir á svipinn þegar þeir komu frá borði ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

HEEH það hefði verið fyndið að fá að sjá svipinn á þeim þegar frá borði var komið...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.2.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Úpps! Neyðarlegt

Huld S. Ringsted, 23.2.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég fæ nú bara í magann, hugsið ykkur, sofandi, eins gott að þeir voru með sjálfstýringuna á annars hefði ekki farið vel.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já og þeir voru margkallaðir upp. Spáðu í að sofa af þér lendingu

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þeir hafa það sér til afsökunar að það er ekki einfalt að leggja út í kant og fá sér kríu, þegar syfjan færist yfir, eins og maður gerir gjarnan á bíl.  Er nefnilega ekkert auðvelt að finna kantinn í háloftunum. 

Anna Einarsdóttir, 23.2.2008 kl. 14:08

6 Smámynd: Ragnheiður

thíhíhí sé alveg fyrir mér, flugvélar útí kanti í háloftunum...alveg kyrrar og flugmennirnir ZZZZZZZZzzzzzzzzzzzzzz

Ragnheiður , 23.2.2008 kl. 14:10

7 Smámynd: Bryndís

Heheh, mér finnst þetta reyndar ekkert fyndið núna, er að fara út eftir 17 daga og er sjúklega flughrædd.  Og eina sem er í fréttum er um týndar flugvélar, sofandi flugmenn og opnar flugvélar   Ég er sko hætt að lesa blöðin þar til ég fer út og það er eins gott að mínir flugmenn verði í lagi þegar ég fer út, ætla samt ekki að grenja í þessari ferð  ég hræði krakkann minn svo með því, tek þetta bara á kúlinu

Kv.  Pollýanna úr Mosóbæ....... 

Bryndís, 23.2.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband