Allt vitlaust bara

Þingmaður spilaði póker og allt fór á hliðina.

Ráðherra skrifaði beittan pistil á síðuna sína og allt varð vitlaust.

Þingmaðurinn verður að átta sig á því að fyrst verður hann að fá vini sína til að hjálpa sér að breyta lögunum áður en hann tekur þátt í því sem bannað er. Það er ætlast til þess að þingmenn fari að lögum, alltaf.

Ráðherrann sem þekktur er að því að hafa fljúgandi vald á íslensku máli þarf líka að gæta að sinni eigin virðingu. Birting á vefsíðu jafngildir opinberri birtingu. Hann var svo harðorður í þessum pistli að ég hefði ekki mátt birta svona. Það hefði líka gengið þvert á mína sannfæringu. Minn tilgangur er ekki og hefur ekki verið að meiða neinn.

Ég er mun skárri núna. Skriðin uppúr þessari sjálfsvorkunn í bili, auðvitað vorkenni ég sjálfri mér. Það er eðlilegasti hlutur í heimi þegar maður er ósáttur við atburði í sínu lífi. Venjulega þegar ég hef verið ósátt við eitthvað fram að þessum degi þarna í fyrra, þá hef ég reynt að breyta því sem ergir mig, laga það til. Núna get ég engu breytt og ekkert lagað og það er þungur kross að bera. Það er nánast alveg sama hvað ég geri, sonur minn heldur bara áfram að vera dáinn.

Við böðuðum voffana í gær og þeir fengu krullur á rassinn, frekar fyndnir. Þegar ég sagði systur minni frá þessu krulluveseni í gær þá varð hún allshugar fegin að verða ekki svoleiðis sjálf þegar hún væri búin að baða sig. Það væri ljóta vesenið hehehe.

Bankarnir keppast við að koma með yfirlýsingar þessa dagana um að þeir séu ekki að fara á hausinn. Ég held að ástandið sé mun verra en við höldum í þeim geira. Ég las frétt í gær um að bankarnir fengju ekki lán erlendis, þeir væru sortéraðir með einhverjum sveitabönkum í bili. Hérna er sú frétt. Það er eins gott að varkárir menn séu við stjórnvölinn í íslenskum bönkum eins og sakir standa og svo væri ágætt ef þeir myndu í næsta góðæri að stíga varlegar til jarðar. Ekki veit ég hvernig ungar manneskjur eiga að ná að kaupa fasteiginir eins og sakir standa, sagan segir að bankarnir séu búnir að loka alveg á útlán og ekki lánar Íbúðalánasjóður nema ákveðna hámarksupphæð til fasteignakaupa. Sú upphæð dugar vísast ekki ein og sér.

Ég er allaveganna fegin að vera búin að kaupa hérna og kann svo vel við mig. Hér ætla ég bara að vera. Nú er bara planið að laga húsið til. Munið þið eftir flísalögninni minni síðan í fyrra ? Nú fer að passa að byrja á því með hækkandi sól. Skipta um glugga og gler. Færa hitaveitugrind í skúrinn og svona hitt og þetta sem er fyrirhugað. Byrjum samt á gluggunum, þeir leka svo mikið skammirnar á þeim. Svo ætlum við að taka eitt og eitt herbergi og gera fínt.

En ef fer sem horfir að vesen sé að skapast á nýbyggingamarkaði þá ætti maður að geta fundið iðnaðarmann. Ef þið vitið um svona iðnaðarmannasíður þá megið þið benda mér á þær. Það væri þá helst pípulagningameistari (dugir víst ekkert minna) og smiður til að skipta um glugga.

Nú hafið þið verkefni...hehe finna svona fyrir mig hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

www.idnadarmenn.is

www.faglagnir.is

Gjörðu svo vel.   

Anna Einarsdóttir, 21.2.2008 kl. 16:50

2 identicon

Íslenskir verktakar, ekki aðalverktakar heldur bara verktakar. Ótrúlega snöggir og klárir strákar, pípti á þá á fimmtudegi til að setja upp fyrir mig nokkra milliveggi og útbúa eina stúdíoíbúð. Þeir voru mættir á laugardegi, þ.e. tveimur dögum seinna og kláruðu takk fyrir mig um kvöldið. Algjörir snillingar þar á ferð.

Hér er númerið hjá þeim... Sími: 698-6491

Steinunn (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 19:20

3 Smámynd: Ragnheiður

Já takk. skoða þetta

Ragnheiður , 21.2.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband