Kannski smápása nema

ég nenni að blogga í stóru tölvunni eða komist yfirleitt að henni fyrir Birninum í WOW. Ég þarf að skjótast með "lappann" (ekki hundinn) í viðgerð. Kelmundur knúsibolla ákvað að stytta sér leið yfir hana og mig í gær, ég græddi kúlu á handlegginn en tölvan tapaði j takkanum og er með hálfbilað u.

Keli veit ekkert afhverju hann fær baneitruð augnaráð þennan morguninn, hann er alveg hissa á þessu.

Í gær ákvað maður að hætta sem verið hafði 49 ár á valdastóli. Hann segir sjálfur að hann sé búinn að lifa af 10 bandaríkjaforseta sem allir hafi með einum eða öðrum hætti reynt að drepa hann. Kalltuskan hann Fidel. Þetta leiðir auðvitað hugann að því hversu langt bna seilist í að ráða yfir öðrum þjóðum, þramma bara inn í önnur lönd og reyna að stúta viðkomandi forsetum..... 

Verð að hætta hér, tölva með hrekki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn min kæra. Nú verður gaman að fylgjast með Kúbu hvort einhverjar breytingar verða.  Vona að tölvan komist fljótt í lag.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég get alveg séð þetta allt fyrir mér Keli stökkva mamma og tölva klest bæng Haukurinn er hér í heimsókn og fékk fréttirnar næstum á meðan þær voru glóð volgar...

Kveðja Heiður 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 20.2.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já - það fer náttúrulega svolítið eftir því hver kemst til valda, hvort hlutirnir breytast......

Ég hef litla trú á því ef frændi Castro tekur við! En utanríkisstefna BNA er ansi teygð ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 20.2.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband