Æj smá hlutir geta sett mann úr sambandi

Steinar ætlaði að gera við engilinn hans Himma í kvöld. En vængirnir duttu í 2 stykki og okkur sýnist að engillinn hans sé ónýtur. Líklega er um frostskemmdir að ræða en ekki skemmdarverk. Hálf undarlegt að selja svona vöru sem þolir svo ekki að standa úti....æj þetta sló mig svolítið.

Ég þarf að finna nýjan engil fyrir englastrákinn minn. Vitið þið nokkuð um búðir sem selja svoleiðis ?

Og þá engla sem þola frost og kulda...

Uppáhaldsfrændi minn kom keyrandi sjálfur til mín áðan og ég bakaði pönnsur til hátíðabrigða. Hann Haukur minn er kominn með æfingaakstursleyfi. Hann ljómaði svo að það birti yfir öllu á Álftanesinu.

Hér á blogginu hef ég kynnst afar mörgum góðum einstaklingum en sú sem á alla aðdáun mína í dag er Ásdís. Hún hringdi inn í Bylgjuna til að leiðrétta skelfilega fyrirsögn Vikunnar sem hafði tekið viðtal við hana Birnu okkar (www.skralli.blog.is) Fyrirsögnin særði svo illa en Ásdís elskuleg með hjartað á réttum stað nú sem æfinlega kom á framfæri leiðréttingu í þeim þætti sem mest að hlustað á.

Ásdís hefur reynst mér afar vel, hún kom hingað til mín stuttu eftir andlát Himma og færði mér kerti. Ásdís mín, mér þykir ótrúlega vænt um þig Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga, takk fyrir þessu fallegu orð. Hjartað mitt slær sterkt með þeim sem þurft hafa að þola missi og ég fann svo á blogginu hennar Birnu hvað þetta fór illa í þau og besta leiðin fannst mér því að hringja og vonaðist til að þannig kæmist þetta meira til skila. Var ekki búin að heyra í neinum sem hafði heyrt þetta en það gleður mig að vita að þú hafir heyrt þetta og þá örugglega fleiri. Rangur fréttaflutningur af andláti ástvinar særir ótrúlega mikið. Eins skil ég þig svo vel með engilinn, mér dettur í hug Húsasm. eða Garðheimar til að fá góðar styttur.  Hafðu það gott elsku Ragga mín og við heyrumst og sjáumst vonandi fljótlega. 

p.s. Hvernig leist strákunum þínum á hárið???

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Ragnheiður

Þeir tóku ekki eftir því, í alvörunni.

Ragnheiður , 15.2.2008 kl. 23:06

3 identicon

Ég heyrði þetta líka í útvarpinu  Gott að þetta sé leiðrétt þar sem margir heyra

Hjördís (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:07

4 identicon

Sæl Ragnheiður.

Já ég las vikuna guð minn góður

hvað þetta er ljótt 

en  ég keypti engla í  verkfæralagernum þeir hafa allfeig þolað frostið í vetur ég tók þá inn um jólin og svo fóru þeir á leiðin aftur

En þeir fengust líka í Blómaval 

Flott á þér hárið gella

kærleikskveðja

Raffy (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er aldrei ofmetið að þekkja gott fólk sem að þorir.

Steingrímur Helgason, 15.2.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband