á skjálftavaktinni
15.2.2008 | 14:09
hér er trukkur að vesenast fram og til baka í götunni og voffar eru ekki sáttir við það. Öll ný hljóð í götunni valda háværum mótmælum á mínu heimili. Ég myndi ekki vilja vera sá morri sem kæmi í mína götu í vafasömum tilgangi.
Svo passa þeir af alefli bæði bakhúsin hjá mér, svo duglega stundum að íbúarnir sjálfir mega ekki hreyfa sig.
Það verður frumsýning á eftir, á hárinu. Nei ekki söngleiknum illarnir ykkar...hárinu á mér í vinnunni. Nú er að sjá hvort einhver kvartar yfir því að rótin er horfin,krullurnar og allt í einum lit, engar gráar strípur efst. Maður veit aldrei með kallana sem ég vinn með, undarlegir stundum hehehe
Nú er búið að dæma í Pólstjörnumálinu og fengu þeir þunga dóma. Ég myndi vilja sjá dómara nýta betur refsiheimildir í árásarmálum, nauðgunum og slíkum málum. Við getum ekki alltaf sagt svei þér við menn sem ganga um berjandi mann og annan.
Eins og ég sagði við mína krakka ; slæm hegðun hefur vondar afleiðingar.
Svo erum við með flóttamann á Íslandi, það er nýtt. Manni finnst það nú hálfgert æði að ætla að stinga -og allir þekkja mann í sjón.
Nú man ég ekki meira í bili.....
Með voff! kveðju.....
Athugasemdir
VOff voff til þín. Kallarnir á stöðinni neita örugglega að keyra í kvöld, vilja bara vera á staðnum að horfa á þig. Hafðu það gott um helgina mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 15:22
Þú ert fyrirmyndin mín.... fékk mér nýtt hár líka áðan.
Anna Einarsdóttir, 15.2.2008 kl. 16:55
Ég var að koma úr klippingu og strípum, plokkun og litun og ég er bjútífúl.
Eins og þú auðvitað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.2.2008 kl. 17:39
Þú verður örugglega með alla karlanna inná stöðinni í kvöld, þeir hljóta að verða hrifnir.
Keli sagði ekki orð í morgun, ætli hann sé óánægður með klippinguna mína, ég fór nefninlega í klippingu í gær Það er bara notalegt þegar hundarnir heilsa manni útá plani. voff-voff kveðjur.
Sigrún Óskars, 15.2.2008 kl. 18:27
Ég var líka settur í lagníngu á stofu í dag.
Nauðbeygður, þorrablót um helgina & konudýrið sagðist ekki bjóða mér með, nema ég skæri hár mitt & skegg & rúllaði mér inn á svona kerlíngarlagníngarkruðerí á Agureiriz...
Ég var ófríður fyrir, nú bara sést það betur...
En ég er fyrir þorramat...
Steingrímur Helgason, 15.2.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.