Vil ekki tengja í
14.2.2008 | 23:15
fréttina en það er ný frétt á forsíðu mbl núna. Skotárás í skóla í bandaríkjunum og margir látnir, ekki alveg komið á hreint hversu margir.
Ég er að horfa á FBI files á discovery channel og þeir eru að fjalla um kolóðan fjöldamorðingja. Hann sallar fólk niður eins og hann sé að fá sér brauðsneið.
Hafið þið hugmynd um hvað er að gerast í hausnum á fólki sem myrðir aðrar manneskjur ?
Gætuð þið staðið yfir einhverjum og bara skotið hann í hausinn ?
Farið svo bara og fengið ykkur snúð?
Botna ekki í þessu....
en ég býð góða nótt og ef ykkur dreymir eintóma fjöldamorðingja þá ber ég við minnisleysi eða klaufalegum mistökum ....múhahahaha....
Athugasemdir
Nei ekki get ég skilið svona klikkun en það er bara hryllilegt hvað þetta er að aukast, vonandi upplifum við aldrei svona hér
Huld S. Ringsted, 14.2.2008 kl. 23:27
Ég held að mögulega sé hluti vandans að bna er sífellt í stríði, á annan veginn eru manndráp "glorified" og svo á hinn veginn fordæmd.
Ragnheiður , 14.2.2008 kl. 23:29
Mikið er ég smeik um að tölvuleikir séu hvati í ákveðnum tilvikum. Að einstaka börn sem setið hafa við þrívíddarleiki árum saman og "drepið" þar, tapi á endanum glórunni. Skelfilegt.
Sofðu vel gæskan og láttu þig dreyma suðræna sveiflu og húlla húlla strápils.
Anna Einarsdóttir, 14.2.2008 kl. 23:46
Þetta er að verða einhvers konar "cult" hjá þeim í BNA. Skelfilegt hvað mannskepnan getur orðið kollgeggjuð. Hverju um er að kenna...tja, ekki gott að segja.
Halldór Egill Guðnason, 15.2.2008 kl. 00:04
Já og góða nótt. Hvernig læt ég?
Halldór Egill Guðnason, 15.2.2008 kl. 00:05
Hef aldrei skilið morð eða aftökur, kannski sem betur fer, því ég þetta ekki til í mér. Þetta er svo skelfilegt að ég kann ekki orð yfir það. GN elsku Ragga mín og hafðu það sem best.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 00:39
Æ, ég sem lifi í voninni að heimurinn batnandi fer. Svona lagað slær mig alltaf utan undir einhvernveginn. Get ekki vanist þeirri tilhugsun að svona mikil grimmd sé raunveruleiki. Góða nótt skvís, hafðu það sem best um helgina.
Bjarndís Helena Mitchell, 15.2.2008 kl. 03:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.