að vera að drepast úr hugmyndaleysi
14.2.2008 | 22:01
en skrifa samt einhverja vitleysu bendir eindregið til þess að maður sé ekki alveg í lagi.
Ég hef ekki náð í son minn undanfarna daga og er farin að hafa áhyggjur....ef þú kíkir hér inn þá hringdu í móður þína góði minn.
Mamma gamla er svo ómerkilegur pappír að hún þarf að heyra í sínu fólki, bara smávegis til að ég viti að allt sé nokkurn veginn í lagi.
Krullurnar hafa enn ekki skilað sér heim, það er ágætt. Ef þið sjáið krullur að villast þá skuluð þið senda þær í hús nr 5. Þær eru mun velkomnari þangað en hingað til mín.
Ég er að horfa á dr. House. Ég er orðin grautleið á þessum þáttum enda löngu búin að læra, af biturri reynslu, að maður bjargar ekki svona ólánsgripum. Sumt fólk passar saman, annað ekki. Þegar einhver hefur lengi verið einn (ég er að tala um House) þá held ég að það passi best fyrir viðkomandi að vera einn. Ég tek hinsvegar eftir ...dauðaþögn ...á blogginu meðan doktor geðvondur er á skjánum.
Kjarasamningar virðast á góðri leið og nú er verið að hækka þá lægst launuðu. Það er fínt mál. Nú þarf liðið við Austurvöll að einhenda sér í að laga til, hækka skattleysismörkin og hækka við öryrkjana og aldraða. Nú er kannski ekki eins góð rök að halda því fram að þetta ríka þjóðfélag geti vel gert það. Allt á leið í kaldakol í fjármálaheiminum og maður fær óbragð í munninn við að lesa um FL Group. Menn hafa fengið himinháar bónusgreiðslur þegar vel gengur, er þá ekki sanngjörn krafa að sekta þá um annað eins þegar þeir setja íslandsmet í tapi ? Mér finnst það eðlilegt.
Olíufélögin sem skiptu öll um eigendur og svoleiðis eftir stóru sektirnar, segjast nú blásaklaus af samráði og hækka sem aldrei fyrr. Það má ekki spá hækkun á erlendum mörkuðum þá eru þau búin að hækka en þau eru aldrei svona snögg að lækka.
Nenneggi að blogga...............................
Mynd í lokin.
Svolítið prakkaralegur, var að heimsækja ömmu mína aðeins um daginn og sagði ; agu ..í fréttum þann daginn.
Athugasemdir
Æjá það er áhyggjuvaldandi að ná ekki í syni sína....
....ég náði ekki í minn son um daginn! Ég vissi svo sem af hverju og ég leysti það snilldarvel. Þó ég segi sjálf frá.......
En það var ekki gaman á meðan á því stóð! Sumt þurfa ungir menn að leysa sjálfir.
Rosalega er þessi drengur mikill krúsukall
Hrönn Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 22:18
Já vonandi að það verði gert vel fyrir lálaunafólk og öryrkjana og aldraða En áttu ekki svona sléttujárn til að slétta úr krullunum af og til? Gæti ekki verið án þess að hafa mitt við hendina af því að þú ert að tala um Group þá er kallinn minn með smíðafyrirtæki og setti aftan á úlpuna hjá sér og fl Nýbygg Group bara upp á grínið og margir halda að þetta sé eitthvað rosa fyrirtæki en það heitir bara nýbygg búið að gera mikla lukku Vona að sonurinn láti í sér heyraþetta er nú meiri krúttkarlinn á myndinni
Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 22:32
Almáttaminn hvað maður er sætastur og mikill agústrákur.
House er orðinn svo þreyttur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 22:55
Ég skil vel þessar áhyggjur, mömmuáhyggjur (og þú ert ekki lélegur pappír, þú ert bara Mamma). Dóttir mín er flakkari, flakkar um heiminn og er núna í Kína. Ef ég heyri ekki frá henni (í netpósti) í 4 til 5 daga þá læðast þessar áhyggjur upp að manni, vil alltaf vita að allt sé í lagi hjá þessum börnum.
Takk Ragnheiður að vísa krullunum heim til mín, þær eru velkomnar.
Sigrún Óskars, 14.2.2008 kl. 23:07
Já það er vont að vita ekki alveg um þau, auðvitað vilja þau sinn frið og privat en maður hættir ekkert að vera mamma þeirra þó þau séu orðin fullorðin.
Ragnheiður , 14.2.2008 kl. 23:09
Það er sko alltílæ með soninn. Hitti hann í jobbinu í morgun og hann lagaði þetta líka fína kaffi handa mér. Og House. Bara get ekki hætt að elska hann. Nó metter vott........ Og by the way. Þú ert bara mega skutla með hárið svona slétt. Er ekki málið að fjárfesta í einu sléttujárni eða svo. Allavega ætla ég að gera það.
Söngfuglinn, 15.2.2008 kl. 00:12
Mín kæra, það er hinn sem ekki næst í. Ég hitti þennan sama og þú hittir áðan, hinn hressasta.
Ragnheiður , 15.2.2008 kl. 11:25
Datt svo seint inn í House-þættina, bara fyrir einhverjum mánuðum, og er ekki búin að fá leið á honum.
Mikið er litli Himminn fallegt barn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.2.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.