Ætli ég sé orðin rasisti ?

Ég hef undanfarið staðið sjálfa mig að spes hegðun. Alls ekki dónalegri hegðun, öðru nær. Ég held að ég gæti alls ekki snappað á eitthvað fólk út í bæ, ég kann það ekki.

Málið er að ég hef orðið súperkurteis ef ég verð þess áskynja að sá aðili sem afgreiðir mig er ekki upprunninn hér á landi. Ég brosi og hneigi mig í allar áttir ....svo fór ég að spökulera....ég hef eins og aðrir lesið um það viðmót sem sumir sýna afgreiðslufólkinu og ég virðist greinilega halda að ein miðaldra húsmóðir -súper kurteis- geti lagt smá lóð á vogarskálina hinu megin. Það er óvíst að það virki.

Farartæki húsbóndans komst í lag í dag en náði að klára hverja krónu á heimilinu þannig að kallinn verður bæði að bíta í skjaldarrendur og spýta í lófana um helgina og aka sjálfur eins og hálfóður maður. Gangi honum bara vel. Það stefnir í legusár hjá hundunum, þeir sofa með honum á daginn og mér á nóttunni hehehe.

Annars er allt sæmilegt hérna....

Þetta hefur vafist fyrir mér

-Að axla ábyrgð

-svo því sé haldið til haga

--------oh sauður er ég, það var einhver klisja nr 3 en hún datt úr hausnum á mér um leið og ég ætlaði að skrifa hana....komið með klisjuábendingar, klisjur sem allir hafa verið með á vörunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég held að "ein miðaldra húsmóðir -súper kurteis- geti lagt smá lóð á vogarskálina hinu megin". Ég held reyndar að hún geti gert mikið gagn

Sporðdrekinn, 14.2.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú leggur klárlega þitt af mörkum með ljúfri framkomu, trúðu mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.2.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband