Æj

Getur maður sagt svona ; vegna bágs heilsufars þá get ég varla bloggað ?

Málið er að í mig er hrokkin vöðvabólga og komin alveg upp í eyru. Það er sárt að ýta á hvern einasta lykil og þetta er bara dáldið leiðinlegt.

Ætli sé gott að standa á haus í heitu baði ? Eða drukknar maður bara ?

Ég ætla bara að horfa á Útsvar og eitthvað meira.

Það er ég viss um að þetta er vinnunni minni að kenna, það var sturlað að gera í allan dag og svo er svo svakalega kalt ! Svona er að vera lítill, maður frýs upp í eyru meðan venjulegt fólk fær kalt í hnén.

Sá frétt í dag um einhvern sem laug hryðjuverkum upp á tengdasoninn. Ég flissaði heilmikið að þessu en varð um leið fegin að mér er ekki illa við mína tengdasyni. En hugmyndin er góð Whistling

Ef það heyrist ekki í mér meir þá hef ég prufað að standa á haus í baðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég veit allavegana að það er ekki gott að drekka oní vöðvabólgi, gerði það fyrir mörgum árum síðan og gleymi ekki hvernig mér leið, slakaði á um kvöldið en vaknaði svo með axlir upp á eyrum, þvílíkir verkir. Farðu vel með þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Ragnheiður

Ásdís mín, þarna komstu með Pollýönnu handa mér. Ég get verið glöð yfir að kunna ekki að drekka vín hehe

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 19:51

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef ég væri ekki búin að sjá þig, myndi ég halda að þú værir dvergur núna... eftir þennan lestur.    Ekki líst mér á standáhausíbaði hugmyndina.  En ef þig langar rosalega, þá getur þú staðið á haus í sturtu.  Verst að þá rignir upp í nefið á þér og þú verður of montin.

STEINAR   Viltu nudda konuna ? 

Anna Einarsdóttir, 1.2.2008 kl. 20:04

4 Smámynd: Ragnheiður

 Hann er ekki heima, hér er bara hundrass-sofandi- og hann nennir ekki neinu.

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 20:06

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú þyrftir að eiga svona axlapúða með hrísgrjónum í, maður skellir honum í örbylgjuna í 2 mín, á axlirnar og Voila, komin í himnaríki. Minn er mikið, mikið notaður, ég held hreinlega að ég sé orðin háð honum

Huld S. Ringsted, 1.2.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Ragnheiður

Ahhh Huld, ég á svoleiðis held ég..læt Steinar leita þegar hann kemur heim.

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 20:11

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Svo manstu bara Ragga mín að þegar púðinn er kominn á axlirnar þá á að slappa af á meðan

Huld S. Ringsted, 1.2.2008 kl. 20:12

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að drepast úr kulda, trúðu mér.  Innvafinn í teppi og fleiri lög af fötum og er að fjrósa hérna við tölvuna.

Fínt að standa á haus, þú gerir þá ekkert af þér á meðan

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 21:08

9 Smámynd: Ragnheiður

hehehe nei þá er ég örugg með að vera til friðs

En ég er nú að snarskána í öxlunum við að slaka bara á í sófanum

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 21:11

10 Smámynd: Brattur

... heita baðið klikkar aldrei... settu bara á þig sundfit og taktu nokkra hringi í baðinu á bakinu... hausinn upp og vöðvabólgan... gufar upp...

Brattur, 1.2.2008 kl. 21:43

11 Smámynd: Ragnheiður

öhhh...já. Ég fer í æfingabúðir Brattur

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 21:46

12 Smámynd: Ragnheiður

Já ég þarf að gera æfingar og þá lagast ég

Ragnheiður , 1.2.2008 kl. 22:03

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

standa á haus í baði

klikkar tæplega

eða....


Guðrún Jóhannesdóttir, 1.2.2008 kl. 22:09

14 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Æ, ég kannast allt of vel við vöðvabólguna, upp í haus og niður eftir öllu. Mér varð bara svo kalt, stífnaði upp við að lesa þetta. Ætli ég sé meðvirk? Fæ samúðarverki. Allavega fór ég og náði í mjúka, bleika sloppinn minn og fór í hann utanyfir fötin, til að hlýja mér. Heitt bað, hitakrem og hrísgrjónapúðinn hljómar líka mjög freistandi. Bara ekki standa á haus í baðinu. Knús

Bjarndís Helena Mitchell, 1.2.2008 kl. 22:49

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Láttu mig vita ef þú finnur óbrigðult ráð við þessum fjanda.  Er alltaf meira og minna undirlögð af honum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband