Mjög góð grein

Ábending til foreldra

Ég verð alltaf meira og meira var við það að ungt fólk sem er í neyslu og er nánast búið að brjóta allar brýr að baki sér, hvað snýr að fjölskyldu sinni.

Foreldrarnir búnir að gefast upp, orðin algjölega andlega gjaldþrota og geta þetta ekki lengur. Ástandið á heimilinu orðið að martröð og samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi, maka og börn og aðra komið á hættulegt stig. 
En hvað skeður, þá taka FORELDRAR annara barna, vinir og aðrir við þeim og veita þeim húsaskjól og gera illt verra. Þetta er nú ekki í lagi eða hvað.


Er ekki nógu erfitt fyrir foreldra að taka þá ákvörðum að þetta sé fíklinum fyrir bestu og fer hann / hún þá kannski að gera eitthvað í sínum málum.


En þegar tekið er við honum annars staðar þar sem hann fær fæði og næði til að halda áfram sinni neyslu og er ekki einu sinni haft  fyrir því að hafa samband við foreldra eða forráðamenn. Þetta gerir það að verkum að einstaklingurinn fær þarna tækifæri á að halda áfram í neyslu og gera ekki neitt. 


Hefur það bara gott inn á heimili annara og þarf ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum, meðan fjölskyldan situr heima áhyggjuafull og óttaslegin, veit ekki hvar barnið sitt er niður komið.


Það er lámark að athuga hvað sé í gangi. Auðvitað eru heimilisaðstæður misjafnar, en í flestum tilfellum er venjuleg fjölskylda á bak við fíkilinn. 


Vil ég einnig árétta það að virkur fíkill er slóttugur og óheiðarlegur einstaklingur og því ekki hægt að taka  mark á honum og vorkunnsemi hjálpar ekki heldur. En í flestum tilfellum þar sem barnið fær húsaskjól er vegna þess að það er neysla í gangi hjá báðum aðilum. Að vera aðstandandi og meðvirkur sjúkling úr sinni eigin fjölskyldu er mikið meir en nóg, ætti því ekki að vera að bæta öðrum við og auka þar við vanlíðan og vera með samviskubit yfir því að vera ekki heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum.


Hvet ég foreldra, forráðamenn og vini að hafa þetta í huga þegar svona aðstæður koma upp og leita ráða hjá ráðgjöfum Lundar, eða hjá okkur hinum sem höfum reynslu af þessu.


Það er engin skömm að því og þið gætuð verið að bjarga lífi einstaklings og líðan margra.
Unglingasími 824-7666

Nánari upplýsingar á
www.lundur.net
lundur@mitt.is

Erlingur Jónsson
864-5452

--------------------------------------------------------------------------------------------------

Þessa grein fann ég áðan og ákvað að birta hana í heild sínni hérna vegna þess að ég veit að hér lesa foreldrar barna sem eiga við erfiðleika að etja. Það er margt gott í þessarri grein.

Eigið gott kvöld.

Svo ætla ég að breyta bloggvinalistanum og tek þar með ekki inn neina nýja bloggvini, þið verðið að fyrirgefa það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er sko satt. Ótrúlegt hvað fólk heldur að það sé gott við annarra börn að lofa þeim að gista og allt það og þannig hjálpa þeim í ruglinu sínu.  Hef aldrei leyft neinum að fela sig hjá mér og var alltaf hringjandi í mína hér áður fyrr að tékka á þeim og ná þeim heim. Það hafði mikið að segja tel ég.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 20:10

2 identicon

Mikill sannleikur í þessari grein, mjög þörf og takk fyrir það Ragnheiður. Hef sjálf verið í þessari stöðu ættingja, foreldrar búnir að loka hurðinni og fíkillinn kom til mín og bað um húsaskjól. Verð að viðurkenna að það var með því versta/besta/erfiðasta sem ég hef gert um ævina að segja "nei" í það skiptið.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 20:32

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.1.2008 kl. 20:40

4 Smámynd: Benna

  Knús á þig sætust.

Benna, 31.1.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hann Erlingur er að vanda sig og margt gott komið frá honum.

Þetta er sá sem hefur fengið stelpuna mína til að heimsækja skóla og félagasamtök og segja sína sögu.

Heiða B. Heiðars, 31.1.2008 kl. 21:32

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk og kærar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 31.1.2008 kl. 22:31

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alveg sammála Ásdísi. Knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 22:43

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Takk fyrir greinina.

Huld S. Ringsted, 31.1.2008 kl. 22:43

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Frábært Ragga....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 31.1.2008 kl. 23:00

10 identicon

Já hann Erlingur  er frábær

Enda var hann heiðraður af Reykjanesbæ.

Raffy (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:11

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér fannst þetta nú hálf klént, eiginlega...

Framsagan óstuðluð, ekkert flæði í meginmálinu, skortur á anti-climax í endann...

En ég fæ nú heldur ekki frítt í leikhúsið lengur,,

Fæ ég nokkuð zmergil fyrir jónviðarsmennskuna ?

'-]

Steingrímur Helgason, 31.1.2008 kl. 23:14

12 Smámynd: Ragnheiður

Þú færð prik fyrir að synda mót straumnum Steingrímur hehe

Ragnheiður , 31.1.2008 kl. 23:18

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir að birta þessa grein þarna, er nú svo lánsöm að þekkja þetta ekki af eigin raun, en öllum er hollt að fá svona smá áminningu.

Ragga mín, vona að ég fjúki ekki, nýt þess sannarlega að fá að líta hér inn til þín.

Ljós og kærleikur 

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.2.2008 kl. 00:37

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir að birta þessa grein, kemur sér vel fyrir alla Ragga mín og það þarf endalaust að herja á sama efninu.
Fólk er svo fljótt að gleyma, svo ætlar það að vera voða gott,
en er það ekki í raun og veru.
                           KveðjurMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2008 kl. 10:21

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál, en eins og alltaf fyrir okkur úti á landi, þá vantar úrræðin heima þar sem fjölskyldan er og unglingurinn. Það er vandamálið hjá okkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband