Tilfinningar versus rökhugsun

Ég er að horfa á Kastljósið og þar er fjallað um hið sviplega fráfall Þórðar Inga -hann drukknaði í sundlaug og lést 5 mánuðum síðar vegna slyssins.

Þessi orð Sigurjóns um að við erum að tala um tilfinningar...þau hittu alveg heim. Ég þekki þetta svo vel, rökrétta hugsunin er auðvitað sú sem er kúl og rétt en reyndu ekki að ætlast til að foreldri, sturlað af sorg, nái að hugsa rökrétt. Þetta er bara ekki svoleiðis.

Þetta slys í Kópavogslaug var hræðilegt. Hugur minn leitaði oft til þessarar fjölskyldu og samúð mín er hjá þeim.

Ég hvet ykkur til að horfa á Kastljósið á netinu ef þið hafið ekki tök á að sjá það núna.

Ég horfi aldrei á magasín þáttinn hjá Stöð 2 en ég reyni að missa ekki af Kastljósinu, öðruvísi mér áður brá.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo sorglegt.Knús á þig.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 19:59

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Góð áminning hjá þér. Tilfinningar eru eitthvað sem allir hafa og allir verða að viðurkenna.

Kærleikskveðja

Kristín Snorradóttir, 30.1.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Missi aldrei af Kastljósinu og reyni að muna alltaf eftir Kompáss.  Öll dauðaslys eru hræðleg, þannig er það nú bara og stinga mann í hjartað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 20:07

4 identicon

Er svoooo sammála !

 þetta snýst ekkert um hver gerði hvað....þetta snýst eingöngu um tilfinningar þeirra sem eftirlifa....

Dísa (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 20:21

5 identicon

Það eru öll slys hræðileg og þetta slys var engin undantekning.

Hinar hafa sagt það sem ég vildi annars segja.

Kidda (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband