Mynd og galli á sköpunarverkinu

Hérna áskotnaðist mér mynd úr skírn Hilmars Reynis.

Njarðvíkurfjölskyldan

Elskulegur tengdasonur hálfpíreygður enda slasaði hann sig í augunum greyið bara síðasta föstudag. Þarna eru Jón og Solla með Hilmar Reyni. Stærri guttinn er Sindri sonur Jóns og sá minni er fyrsta ömmubarnið mitt, Vignir Blær.

Ég er mikið heima og mikið að hugsa.

Ég hef fundið galla á sköpunarverki Guðs. Þegar karlar fara á kamarinn þá er heimilið jafnvel undirlagt af óþef sem smýgur um allt. Afhverju gat almættið ekki séð til þess að úrgangurinn kæmi í lokuðum, loftþéttum umbúðum ?

Svo fór ég að spá í að kannski var þetta upphaflega hugsað eins og hjá dýrunum, merkja svæði og svoleiðis. Allaveganna hefði minn kall getað haldið öllum í fjarlægð frá sínu svæði, einfaldlega. En hafi þetta verið ætlað meðal annars til að heilla kellingar þá er ég fegin að sú hugmynd var dottin upp fyrir áður en ég hitti hann. Hann væri ekki hér.

Þessi heimskulega pæling var í boði þjóðkirkjunnar.

(ég held að mig langi til að vera í hænsnakofanum með samkynhneigða hananum)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er laus við þetta, guðskelov.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahahahahhah hvað mér þótti þetta fyndið. Þarna er kominn nýting á hanann the flaming gay one! Hann getur haldið þér félagsskap. Þú þarft ekki að óttast að hann reyni að eggja þig til fylgilags og hann þarf ekki að óttast að þú stoppir hann upp

Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....annars hélt ég að miðvikudagar væru þeir dagar sem þú hugsaðir....

Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 22:00

4 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe já þá koma pælingar af viti en sérðu hvað kemur hina dagana

Ragnheiður , 29.1.2008 kl. 22:02

5 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Jahá

Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.1.2008 kl. 22:50

6 identicon

Flott fjölskylda

Kemur nokkuð oft fyrir að ég sé sammála þér með þennan galla á sköpunarverkinu

Kidda (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg mynd af fólkinu þínu Ragga mín og alveg einstök af barni dagsins, þe það sem sést af honum.

Seinni hluti: Nó komment. ÆL

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 22:54

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

oooooojjjjj!!!!  man eftir þessu sko!!!  

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:35

10 Smámynd: Ragnheiður

Aha Steinunn, aha....

Ragnheiður , 29.1.2008 kl. 23:37

11 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Frusss. það kemur bara rósailmur frá mér og mínum....

Annars ku vera hollt að eta trefjar og draga úr mjólkurvöru og kjöt áti, það dregur úr ilmi..... 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:54

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Guð skapaði manninn svona svo klósettpappírsframleiðendur hefðu eitthvað að gera. 

Anna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 00:31

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.1.2008 kl. 00:37

14 identicon

Ragga, það væri kanski ráð að láta þinn og minn búa saman í viku, þeir myndu þá kanski átta sig aðeins .. hehmmm..

Haahahah  gat ekki annað en hlegið

Guðrún B. (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 02:45

15 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Bara bros héðan hef kinnst þessu...en mér finnst kommentið frá Önnu snild...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.1.2008 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband