Lært að aka bifreið

Það er verkefni hins unga manns þessa dagana. Hann hringdi í ökukennarann sinn sem allshugar feginn tók við týndum sauði og saman óku þeir glaðir út í byl áðan. Hvurslags ! sagði Björn, það er alltaf vitlaust veður þegar ég ætla að læra á bíl !! Já sagði móðirin og bætti við,, þú átt eftir að standa alveg á gati í sumar, kannt ekkert að keyra í auðu Errm Skringilegt augnaráð barst yfir borðið.

Stundum held ég að hann haldi að foreldrið ætti að vera á stofnun fyrir þessa gerð rugludalla. En það góða er að það getur enginn strítt honum, það er búið að stríða honum í tæp 20 ár og hann glottir að öllu sem sagt er við hann. Hilmar gat nú sæmilega enst við að stríða liðinu sínu þannig að hér eru allir með þolmörk í lagi.

Annars hefur móðirin átt við öndunarerfiðleika að stríða undanfarna daga og vikur. Gjörsamlega að kafna úr forvitni. Ákveðin merki þess að hinn ungi maður væri komin með augastað á stúlku litu dagsins ljós um daginn. Minn maður dressaði sig upp og þríelfdist í baðferðum, rakstri og öðru pjatti ....Þegar mamman var alveg orðin blá þá meðgekk hann. Svo komumst við sameiginlega að því að þó að mamman sé forvitin þá sló stóra systir henni margfalt við í gær.

Björn beitir heimsfrægu umburðarlyndi á sínar kellingar og gefur upplýsingar í teskeiðarskömmtum. Það vill til að hann veit að kellingunum hans gengur gott eitt til með forvitninni og eru bara að passa sinn strák sem er uppáhalds bangsinn. En nú hefði hann náttlega þurft að heita Adam...bömmer.

Ef ekkert heyrist í mér næstu daga þá hefur Björn hent mér út fyrir uppljóstranir.....það vill til að hænsnakofinn er upphitaður en þar er ekkert netsamband.

Ég er enn ekki búin að horfa á spaugstofuna ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó !    Ef þú lendir í hænsnakofanum Ragnheiður, og leiðist að vera þar ein, þá var Fanney bloggvinkona mín að auglýsa samkynhneigðan hana til sölu.     

Anna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 18:18

2 Smámynd: Ragnheiður

ó boj...þurfti hann endilega að vera samkynhneigður handa mér ?

En félagsskapur er félagsskapur og lengi hefur loðað við mig að henta betur sem félagsskapur við aðrar dýrategundir en mína eigin.

Ragnheiður , 29.1.2008 kl. 18:20

3 identicon

Hann er nú bara heppin að læra á bíl í snjó og ófærð. Heyrði um daginn að það var verið að tala um að 5 kynslóðir ungra ökumanna hefðu litla sem enga reynslu að aka í snjó.

Þessi einkenni sem hann sýnir eru ansi forvitnileg, Þú leyfir okkur að fylgjast með

Sé þig alveg fyrir mér í kofanum með hananum, vona að til þess komi ekki að sú sjón verði að raunveruleika

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 19:07

4 Smámynd: Signý

Hann er heppinn að fá yfir höfuð alvöru ökukennslu. Mín ökukennsla saman stóð af þremur ökutímum, eina sem ég lærði í þessum ökutímum var að bakka í stæði, bakka úr stæði og bakka fyrir horn. Enda er ég ógeðslega góð í því...

Í verklega ökuprófinu mínu keyrði ég í korter með sjónlausum og heyrnalausum gömlum manni, sem gat heldur ekki talað. Ég allavega skildi aldrei neitt sem hann sagði við mig heyrði alltaf bara "ummfff ummff mufff ummll vinstri..." eitthvað. Ég var skíthrædd að vera með þennan mann í bílnum. Veit ekki afhverju. Ég gerði ábyggilega helling af villum á þessu korteri, ég veit samt ekkert um það, því ekki hafði ég lesið mikið í ökunámsbókinni fékk samt 0 villur í verklega hlutanum. En þurfti þó að taka bóklega hlutan 2 sinnum áður en ég náði honum í 3ja skiptið með 2 villum... *dæs*

En ég kann alveg að keyra samt

Signý, 29.1.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Heyrði í Bjösssanum í dag hann sagði mér frá ökukennslunni og hrósaði ég honum MIKIÐ og spurði hvenær hann myndi fá prófið ég fékk svar við því og er sátt....en hann minntist ekki á þetta forvitnis verkefni þitt en ég bíð spennt eftir að heyra í ljósinu ...vona bara að hann verði búin að lesa síðuna þína svo ég þurfi ekki að segja hvar ég las þetta......

Kveðja á ykkur á Álftarnesinu.Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.1.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.1.2008 kl. 20:08

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ já er hann blessaður að læra á bíl, hann er heppin að læra í ófærð
ég gerði það á sínum tíma (ætla ekkert að tala um hvenær það var)
og taldi mig heppna.
                                          Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2008 kl. 20:09

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það var svo gaman að læra á bíl, ég tók prófið á 17 ára afmælisdaginn.  Man samt alltaf hvað ég var hissa þegar kennarinn sagði mér að setjast bílstjóramegin og keyra, kom alveg aftan að mér.  Road Rage 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 20:14

9 identicon

Hahahahaha.Knús á þig.Kveiki á kertum fyrir snáðana okkar alla daga sem ég kem í kirkjuna. Það er mitt fyrsta verk.Svo að stimpla sig inn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband