Til fundar við skáldið

er viðfangsefni undanfarinna kvölda. Sakir slæmra draumfara og annars óviðkomandi vesens þá hef ég staldrað við í húsi skáldsins á Gljúfrasteini. Skáldið hefur lengi verið einn af mínum eftirlætisskáldum og ekki minnkaði dálætið nú við að fá að sjá hann sjálfan spjalla við forleggjara sinn til margra ára Ólaf Ragnarsson. Ég segi sjá, vegna þess að bækur gerast fyrir augum mér, ljóslifandi stökkva persónur fram og ég sé þær. Hér á heimilinu eru til flestar þær bækur sem Halldór skrifaði. Sumar hef ég oft lesið en blaðað í öðrum...og geymt mér þær til seinni tíma. Uppáhaldið mitt er og hefur ætíð verið Íslandsklukkan.

Við lestur þessarar bókar nú vakti ekki minni aðdáun hjá mér húsfrúin á Gljúfrasteini. Hún hefur oftast staðið í skugga hins merkilega manns Halldórs en nú sé ég að þar var hún af fúsum vilja. Hún gerði það sem gera þurfti og sá um okkar þjóðskáld þannig að virðing er mikil að. Hvílík kona ! Hvílík hjón !

Það má taka hverja þá bók sem hann skrifaði og lesa oft á ári. Upplifunin verður alltaf ný og framandi. Á hverri blaðsíðu stekkur fram fullsköpuð saga þjóðar í þroska.

Þetta er fyrsta færslan sem ég hef skrifað í þennan færsluflokk um bækur. Bækur eru salt lífsins, án bóka væri tilveran aum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég segi það sama, get lesið bækur Halldórs aftur og aftur, uppgötva alltaf eitthvað nýtt og skilningur dýpkar í hvert skipti, Það eru hins vegar ekki margir sem færu í skóna hennar Auðar.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.1.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf les ég nóbelsskáldið mér til andlegrar hressunar & líka til þess að minna mig á í leiðinni af hverja ranni ég er nú sjálfur upprunninn.

Viltu að ég sendi þér um kveðskapinn hérna inn ?

Steingrímur Helgason, 29.1.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Ragnheiður

Já takk Steingrímur, mig hefur lengi langað í þetta kvæði í heild - getur líka sent það í emaili en þá inní því sjálfu en ekki sem viðhengi. Tölvan mín opnar helst ekki viðhengi.

Ragnheiður , 29.1.2008 kl. 00:15

4 identicon

Held ég segi það alveg satt að ég hafi aldrei lesið bók eftir hann.

Geymi það til efri áranna.

Góða nótt

Kidda (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir þetta Steingrímur, nú vonum við að enginn misskilji þetta og haldi að þú sért að skamma mig eitthvað hehe

Ragnheiður , 29.1.2008 kl. 00:27

6 Smámynd: Signý

Ég las Halldór í menntó, get ekki sagt að mér hafi fundist það merkileg eða gefandi lesning, en hver veit nema maður taki bækurnar upp aftur einhverntíman í ellinni og læri að meta þessa snilld, sem ég sá aldrei þá

Eða reyndar þegar ég hugsa aðeins lengra en nefið á mér... Kvæðakver er frábær reyndar... en sögurnar hans eru ekki minn tebolli...  

Signý, 29.1.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Halldór! góður, og þá sérstaklega Sjálfstætt fólk

Gott að þú ert hérna ennþá stelpa

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.1.2008 kl. 00:32

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég hef ekki lesið neina af bókunum hans. Það virðist vera að fólk annað hvort elski bækurnar hans eða þoli þær ekki. Einhvern tíma.. vonandi í náinni framtíð mun ég setjast niður og athuga hvað mér finnst.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.1.2008 kl. 00:36

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hjálp, þá missi ég alveg örugglega rúman fjórðúng af mínum bloggvinkonum !

En, ef að ég held þér inni Ragga, þá væri það allt í fínu....

Steingrímur Helgason, 29.1.2008 kl. 00:42

10 Smámynd: Ragnheiður

Já Steingrímur minn, við stöndum vaktina og pössum upp á að ekki verði skilmysingur úr þessu öllu saman....ég leggst í rannsókn á strúktúr hérna innan frá og reyni að fela kvæðið, enda afritað og komið á góðan stað.....

Ragnheiður , 29.1.2008 kl. 00:46

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það segirðu svo sannarlega satt. Bækur eru salt jarðar. Ég les Halldór reglulega allt frá því ég komst á bragðið með hann þegar ég las Brekkukotsannal, forðum daga - á samt sorglega fáar bækur eftir hann!

Mín uppáhalds er Bjartur í Sumarhúsum - en um leið og ég skrifa þetta þá stekkur fram Steinn í Steinahlíð..... Veit ekki hvorn ég elska meira ;)

Um Auði hef ég hinsvegar aldrei hugsað - sem er undarlegt þegar grannt er skoðað því hvernig hefði skáldið átt að koma öllum þessum boðskap frá sér ef ekki hefði verið fyrir hana?

En það er líklega með hana eins og svo mörg stórmenni að "sumir skrifa í öskuna, öll sín beztu ljóð......"

Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 09:43

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála lífið án bóka, ja hvar værum við þá?
Frúin á Gljúfrasteini var mikil kona.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.1.2008 kl. 13:02

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska Laxness, en Þórberg meira eða jafn mikið ég veit ekki.

Íslandsklukkan, Brekkukotsannáll, Atómstöðin,Sjálfstætt fólk.

Auður er auðvitað frábær kona, en mér finnst hún hafa verið í skugganum, eins og svo algengt var á þessum tíma.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.1.2008 kl. 14:13

14 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Tek undir það að lífið er litlaust án bóka. Ég nýt þess að lesa mér til skemmtunar þegar ekki er skyldulesning námsbóka en ég er svo skrýtin að ég nýt þess að lesa námsbækurnar líka

Kristín Snorradóttir, 29.1.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband