Ungur maður
27.1.2008 | 17:45
fékk nafnið sitt í dag. Amma skrönglaðist suður með í sjó í agnarsmáa kirkju
- í vitlausu veðri að sjá drenginn sinn vatni ausinn.
Hann heitir Hilmar Reynir og er Jónsson.
Amma gleymdi myndavélinni enda amma ekki alveg hress í dag.
Bætti við mynd af kirkjunni sem Hilmar Reynir var skírður í . Svo er að gera grein fyrir nöfnunum hans, Hilmars nafnið þekkið þið. Hann tekur nafnið eftir Hilmari Má sem fæddur var 22 árum og 11 dögum betur á sjúkrahúsinu í Keflavík. Reynisnafnið hefur hann eftir föðurafa sínum.
Athöfnin var ósköp stresslaus, ágætur prestur þarna á ferðinni sem ekki var of stífur. Ég hugsaði um Guð á meðan athöfn stóð og komst að því að ég er hundósátt við hann ennþá. Þegar presturinn var að tala um skírnarsáttmálann þá talaði hann um að þar með yrði Guð alltaf með Hilmari litla. Hilmar minn hlýtur að hafa umgengis sama sáttmála og hvar var þá Guð í sumar ? Hann var allaveganna ekki með mínum strák í klefanum á Litla Hrauni.
Ég er enn að reyna að skilja breytt líf og aðra heimsmynd frá mínum bæjardyrum, mér er að skiljast að breytingin er varanleg. Það hefur verið dregin hula fyrir augun, ég sé ekki alltaf leiðina sem ég á að fara héðan. Það veit ég samt að kemur með tímanum. Ég er bara ekki nægilega þolinmóð til að geta verið sátt að bíða eftir logninu.
Athugasemdir
Til hamingju með fallegt nafn á fallegan dreng
Knús til þín Ragga mín
Bryndís R (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:50
Til hamingju með fallega nafnið á þessum yndislega fallega herramanni
Dísa Dóra, 27.1.2008 kl. 17:53
Til lukku með litla drenginn og nafnið hans. Vonandi skánar ömmunni fljótt.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.1.2008 kl. 17:56
Til hamingju með drenginn Ragga mín, fallegt nafn
Huld S. Ringsted, 27.1.2008 kl. 17:56
Til hamingju með ömmu strákinn flott nafn á flottan strák.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.1.2008 kl. 18:00
Innilega til hamingju með Hilmar Reyni, fallegasta barn.
Vonandi færðu orku og gleði hið fyrsta..... Þetta ferli er eins og mörg fjöll að klífa en ég veit úr hverju þú ert gerð.... gullmoli.
Anna Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:00
Til hamingju með drenginn þinn
Fjóla Æ., 27.1.2008 kl. 18:11
Innilega til hamingju með ömmustrákinn þinn
Maddý (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 18:27
Til hamingju með nafnið á ömmustráknumm. Hilmar Reynir sterkt og flott nafn á flottan strák.
knús og kram.
Bergdís Rósantsdóttir, 27.1.2008 kl. 18:28
Til hamingju með nafnið á litla ömmustrákinn.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 27.1.2008 kl. 19:09
Til hamingju með Hilmar Reyni Jónsson Ragga mín fallegt nafn á
yndislegan strák. hvaða kirkju var hann skýrður í?
Forvitin af því þú talar um litla kirkju.
Ragga mín farðu vel með þig þótt þú sért gullmoli þá ert þú svo tært gull að auðvelt er að hnoðast á því, svo hugsa þú vel um þína heilsu.
Ljós og orkukveðjur
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.1.2008 kl. 19:09
Til hamingju með drenginn!
Signý, 27.1.2008 kl. 19:25
Til hamingju með litla Hilmar Reyni og megi framtíð hans verða björt og fögur.ástarkveðja
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2008 kl. 19:36
Til hamingju með daginn og nafnið.
Kristín Snorradóttir, 27.1.2008 kl. 19:55
til hamingju elsku Ragnheiður mín með nafnið fallegt nafn þú ert svo gefandi persóna kv Ólöf
lady, 27.1.2008 kl. 19:58
innilegar hamingjuóskir Ragga mín með Hilmar litla :*
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.1.2008 kl. 20:09
Til hamingju öll með nafnið Hilmar Reynir er fallegt nafn á fallegum strák
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 20:09
Til hamingju með nafnið á ömmustráknum vona að þér fari að líða skár, ekki það að ég veit vel hvernig sorgin hagar sér, þetta er eins og stanslaus ganga upp og niður fjöll, þau hins vegar verða minni með tímanum og gangan verður auðveldari.
Bestu kveðjur
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.1.2008 kl. 21:53
Til hamingju með fallegt nafn á ömmustrák
Kær kveðja úr Mosóbæ
Bryndís, 27.1.2008 kl. 22:06
Gratjúlera með nefnínguna á kútnum.
Steingrímur Helgason, 27.1.2008 kl. 22:17
Til hamingju með nafnið Ragga mín. Ég skil tilfinningar þínar, betur en þig grunar en þó það sé klisjukennt, þá minnkar þjáningin smátt og smátt, eða réttara sagt dofnar
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2008 kl. 23:34
Mér reynist best að hugsa mér mig sem sál.... eitt ljós af mörgum mörgum ljósum. Ég trúi því, þegar minn tími kemur að ég fái að hitta öll ljósin sem farin eru yfir. Ég trúi þessu í alvörunni og líður betur þannig. Stundum verður maður að ákveða hverju trúa skal, til að komast í gegn um erfiða tíma.
Anna Einarsdóttir, 27.1.2008 kl. 23:35
Guðrún Jóhannesdóttir, 27.1.2008 kl. 23:40
Til hamingju með nafnið á litla prinsinum Ragga mín.
Blómið, 28.1.2008 kl. 00:23
Innilegar hamingjuóskir með nafngiftina á ömmuprinsinum. Vonandi reynist Hilmar Reynir þér ljós og von upp á framtíðina.
Þetta er hin fallegasta kirkja, í nánasta nágrenni við mig. Vonandi sérðu þér fært að kíkja í kaffi, ef þú átt leið hér aftur um.
Knús frá mér
Bjarndís Helena Mitchell, 28.1.2008 kl. 02:26
Slæmt að lesa að þú er í djúpum dal núna en átt marga bloggvini og góða fjölsk. sem eru að peppa þig upp. Staldraði við að þú varst að hugsa um hvar Guð hefði þegar þinn sonur tók sína lokaákvörðun og er viss um að þar var Guð líka til staðar. Guð gaf okkur val og Himmi þinn valdi en hann valdi ekki það sem við vildum. Þetta val Himma var því miður óafturkræft en fólk er með fullt af sjensum og ræður sjálft.
'A sjálf son sem margar bænir fara í loftið út af en ég trúi því að Guð sé nálægur þó sonur minn sé ekki að velja það sem honum sé fyrir bestu. Gangi þér og fjölsk. allt í haginn og Guð veri með ykkur í sorg ykkar sem ég veit af reynslu að tekur langan tíma.
Sesselja (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 10:49
Elsku Ragnheiður, mikið skil ég þig vel að vera ósátt við almættið. Þegar ég horfi á strákana mína kemur þú stundum upp í huga mér og ég finn til þegar ég hugsa um það sem á þig hefur verið lagt. Ef eitthvert réttlæti væri til væri hann Hilmar þinn ennþá hjá þér. Þú hefur sýnt ótrúlegt þrek og ég er viss um að það hjálpar honum Hilmari þínum hvar sem hann er núna.
Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 13:13
Til hamingju með litla fallega drenginn og fallega nafnið.
Myndin, sem fylgir færslunni þinni, er tekin af manninum mínum. Mér fannst notalegt að sjá hana fylgja þessari færslu.
Hugarfluga, 28.1.2008 kl. 13:27
Til hamingju með litla kútinn, falleg nöfn á fallegum dreng
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 17:02
Til hamingju með skírn Hilmars litla, megi honum vegna vel á lífsins braut og megi sorgin mýkjast í hjarta þínu með tíð og tíma elsku Ragga.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 17:24
Innilega til hamingju með litla drenginn hann Hilmar Reynir Jónsson.
Það er nú svo að fyrirgefningin kemur ekki fyrr en maður er sjálfur tilbúin til að fyrirgefa, hvort sem um Guð er að ræða eða einhvern annan. Elsku Ragnheiður mín, ég vona bara að einhversstaðar í einu horni sé að byrja að kvikna ljós gleðinnar. Það er svo óendanlega mikils virði, að eyða myrkrinu og kuldanum úr sálinni. Knús á þig ljúfust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2008 kl. 18:24
Til hamingju þetta er bara yndislegt.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:33
Til hamingju með litla ömmudrauminn.
Ragga mín, varðandi Himmann þinn.. manstu eftir sögunni um sporin í sandinum ? Mig minnir að þú hafir sagt mér hana á erfiðum tíma í mínu lífi. Ef þú manst hana ekki pikkaðu þá í mig á msn. Ég skal rifja hana upp með þér. Hún hjálpar oft.
Knús á þig fallega kona.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 19:51
Til hamingju með litla Himmann þinn.Ég trúi því að Guð hafi gætt Hauks míns alla hans æfi. Það er nefninlega þannig að Guð gaf okkur frjálsan vilja og stundum kunnum við lítið mað hann að fara.Guð minn leysti Hauk undan oki þessa heims og tók hann til sín í heilbryggði og hamingju. Mér finst gott að sjá þetta svona. Knús til þín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:59
Til hamingju með litla kút! Fallegt nafn á fallegum krúttmola. Knús til þín yfir hafið, elsku Ragga mín. Sendi þér hlýjar óskir með von um betri líðan.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.1.2008 kl. 00:18
Til hamingju með nafnið. Fallegt nafn og ég veit að hann mun alast upp og fá að vita allt um unga manninn sem var elskaðuður svo heitt og fór snemma.
Ragga þú ert flott og sérð hlutina í samhengi. Þekkir takmörkin þín og þekkir hvers þú ert megnug. Haltu áfram á sömu braut. þetta kemur allt elskan mín.
Jóna Á. Gísladóttir, 29.1.2008 kl. 00:40
Til hamingju með strákinnMér finnst hann bera nafnið sitt vel
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 29.1.2008 kl. 01:55
Til hamingju
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.1.2008 kl. 12:31
Fínt nafn á þennan gullmola Hann er sko sætastur Ég vona að það fari að birta yfir þér Ragga mín
Katrín Ósk Adamsdóttir, 29.1.2008 kl. 13:31
Adda bloggar, 29.1.2008 kl. 16:23
Það held ég að frændinn þarna uppi sé montinn með nafnann!!
Til hamingju ljúfan
Heiða B. Heiðars, 29.1.2008 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.