Gullfiskur í kúlu

Það er eiginlega bara ég.

Undanfarið hef ég velt ýmsu fyrir mér og þar á meðal þessari síðu hérna. Hérna hrúgast inn skrilljón gestir dag hvern og líðanin er stundum eins og ég sé gullfiskur í kúlu og í Kringlunni.

Mér leiðist þetta oft.

Svo er hitt, ég tel mig vera búna að koma því frá mér sem til stóð. Ég er búin að kynna ykkur hann Himma minn og ég sé alveg að þið ykkar sem kvittið hér og hafið skoðun eruð búin að sjá strákangann minn eins og hann var. Sonur móður sinnar og föður, stjúpsonur hennar Heiðar og Steinars, hjartkær bróðir svo margra systkina.

Hafið ævarandi þökk fyrir það. Það er kominn tími á hvíld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benna

Heyrðu kella...nei þú mátt ekki hætta, þykir svo vænt um þig og bloggið þitt það gefur manni svo mikið....alla vega ekki hverfa alveg af sjónarsviðinu því það væri mikill missir.

Benna, 24.1.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Signý

Það er gott að taka sér hvíld... ef manni finnst maður þurfa þess. Svo getur maður bara tjáð sig ef það er eitthvað sem maður þarf að tjá sig um.

Ég fæ ekki einn hundraðasta að heimsóknum á mína síðu sem þú færð, en ég fæ samt sem áður stundum þessa tilfinningu, eins og ég sé svona gullfiskur í búri... ég fer hjá mér

Mér finnst þú frábær, og hvernig þú hefur skrifað um hann Himma þinn hefur ábyggilega opnað augu margra, sem og kennt mörgum öðrum, þar á meðal mér mjög margt og mikið....

Ég þekki þig ekkert þannig, en stundum þegar ég hef lesið þig, þá finnst mér eins og ég þekki þig mjög mikið, því ég skil svo oft hvaðan þú ert að koma. Manni þykir ósjálfrátt vænt um svoleiðis fólk veit ekki hvort það er asnalegt... en þannig er það... 

Hafðu það gott vona að þú hættir ekki að skrifa alveg.. 

Virðing!

Signý, 24.1.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragnheiður... NEI.    

Hvíldu þig ef þú þarft...... bloggaðu bara 2 setningar eða segðu brandara upp úr Vikunni.  Bara ekki fara alveg. 

Það er þó rétt hjá þér að þú hefur kynnt okkur fyrir Hilmari, svo vel að mér finnst ég hafa þekkt hann.  Þú hefur kennt mörgum hvernig sorgarviðbrögð eru og þú hefur sýnt af þér fádæma hlýju og hjálpsemi.   Þú ert með öllu þessu að búa til tilgang mín kæra.

Anna Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 20:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga þú ræður, en ég vil nota tækifærið og þakka þér fyrir að sýna öllum sem hafa lesið síðuna þína, að galgopar og uppátektarsamir drengir sem fara ekki alltaf eftir reglum í daglegu lífi eru jafn mikið elskaðir og jafn mikið saknað eins og allr annarra, á því er enginn munur, móðurástin er sterk og kærleikur í fjölskyldum.   Hafðu það gott elskan mín hvað sem ákveður, vona samt að ég eigi eftir að hitta þig á árinu.  Kveðja á nesið.   Love You 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 20:12

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Love You

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2008 kl. 20:22

6 identicon

Love You

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æ, ég skil þig...er sjálf dottin ofan í eitthvert ó-blogg-stuð. Þitt er samt það blogg sem ég kíki alltaf á...vonandi hressumst við, kæra kona.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.1.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Ragga mín,hvíldu þig bara eins og þú þarft.
Þakka þér fyrir að leyfa okkur að kynnast þér og þínum, ég veit að þau kynni eru ekki búin. Við eigum eftir að hittast, ef að þið komið til Húsavíkur þá á ég heima á Stórhól 51. og til mín geta allir komið
hvenær sem er, ég þarf engan undirbúning fyrir komu þeirra sem eru mér hugleiknir. Ég mun alla tíð geyma mynd Hilmars í brjósti mér,
hann hefur áhrif þessi drengur þinn og mun ég halda áfram að tala við hann. Hafðu það sem best elsku litla stelpan, mín skilaðu kveðju til Steinars.                   Ljós og orkukveðjur

                                    Þín Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.1.2008 kl. 21:24

9 Smámynd: Blómið

Ragga mín.  Á þessari færslu skynja ég að þú ert mikið þreytt.  Taktu þér þinn tíma og komdu aftur eins einlæg og yndisleg eins og alltaf.  MÉR ÞYKIR SVVVOOOO VÆNT UM ÞIG

Þú ert ein af mínum fyrirmyndum í lífinu

Blómið, 24.1.2008 kl. 21:25

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga mín, þitt er valið en auðvitað mun ég sakna þín sárt ef þú hættir að blogga.  Er þetta ekki bara spurning um smá pásu?  Ég er amk. tryggur lesandi.

Mér þykir ansi vænt um þig kona.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 22:57

11 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Elsku Ragga mín, sannarlega mun ég sakna þín og þinna góðu skrifa, skrifa sem hafa kennt okkur svo margt.

Það er ekki skylda að halda úti blogg, engan vegin, sem betur fer svo það verður hver og einn að finna sin tímaá að byrja og að enda og nú finnst þér þinn tími vera komin á lok.

Virði það sannarlega, en eins og ég sagði mun ég sakna þín

Ég bið góðan Guð að vaka yfir þér og þínum, nú og ætið, leiða Himma (sem mér finnst ég þekkja svo vel ) um fallega sali sína.

Hafðu þökk fyrir samfylgdina mín kæra

p.s. vonandi verður þetta bara smá pása

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.1.2008 kl. 23:12

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mikið myndi ég sakna þín ef þú hættir að blogga, skil samt alveg þörfina fyrir pásu, þú hins vegar gefur svo mikið af þér og mér eins og öðrum þykir orðið vænt um þig.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.1.2008 kl. 23:43

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

snúllan mín. ef þér líður þannig þá auðvitað lokarðu blogginu þínu. En þú hefur gefið okkur margt og veitt okkur nýja sýn. Sýnt okkur að hliðarnar eru alltaf fleiri en ein. Vil samt minna þig á eins og fleiri að það er engin skylda að blogga á hverjum degi. Eða í hverjum mánuði ef þvi er að skipta. Það væri voða gott að sjá þig hér öðru hverju.. að þú hyrfir ekki sjónum okkar alveg...

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 23:54

14 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Æ, ekki gott að sjá þreytuna skína svona í skrifum þínum. Þú þarft alls ekki að viðhalda hreinskilnisstefnunni. Þú mátt alveg sprella í staðinn, eins og þú gerðir hér áður. Ég mun sakna þín grimmt ef þú hverfur frá bloggheiminum, en ég skil alveg samt hvernig þér líður. Farðu vel með þig og gerðu það sem þér líður best með. Knús frá mér.

Bjarndís Helena Mitchell, 25.1.2008 kl. 02:25

15 identicon

Ef að það er hvíld sem þú þarft þá skaldu endilega hvíla þig, þú hefur kynnt okkur fyrir Himma og leyft okkur að fylgjast með þér og ég skil þig vel að vilja hvíla þig aðeins á þessu.

Takk fyrir lesturinn og hafðu það sem allra best nafna.  

Ragga (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 07:18

16 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Þú hefur svo sannarlega gert verk sem er mikið þarft, því stundum gleymist að þeir sem villast af beinu brautinni í lífinu er menn.

Hvíldu þig kona en endilega komdu aftur þegar þreytan er farinn.

Saknaðarkveðjur.

Kristín Snorradóttir, 25.1.2008 kl. 09:09

17 Smámynd: Dísa Dóra

Skil vel þessa líðan með gullfisk í kúlu - hef fundið það sjálf stundum.  Það er auðvitað algjörlega þitt val hvort þú heldur áfram eða ekki en þín mun verða sárt saknað ákveðir þú að hætta

PS.  Tók eftir msn slóðinni þinni og ákvað að adda þér

Dísa Dóra, 25.1.2008 kl. 09:16

18 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Raunveruleiki húsmóður.  - Hausmynd

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2008 kl. 11:05

19 identicon

Stend með þér hvaða ákvörðun sem þú tekur, vona samt að talvan fjúki ekki út í hafsauga.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:27

20 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Elsku Ragga. Já ég sé Himma sem son og fjölskyldumeðlim.

En ekkii hætta. Mér gengur ílla að komast inn á síður núna og er búin að reyna að komast inn á athugasemdirnar þinar mörgum sinnum en fæ bara serever error. Loks komst ég og ég vil segja þér að ég met bloggið þitt mikils. það hefur gert gott. þú sem bara þú ættir að halda árfam en ef þér líður svona þá skil ég það. Þakka þér allt gott.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.1.2008 kl. 15:54

21 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ ég myndi sakna þín mikið ef þú hættir alveg, ég vona að þetta verði bara pínu pása hjá þér Ragga mín.

Farðu bara vel með þig og "sjáumst" vonandi fljótt aftur

Huld S. Ringsted, 25.1.2008 kl. 17:40

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir það sem hér hefur verið sagt.  Þú hefur svo sannarlega lyft grettistaki til að auka skilning á aðstæðum barnanna okkar þau sem ekki feta alltaf hina réttu braut.  En ég skil þig alveg, þegar maður er orðin svo þreyttur á líkama og sál, að það hálfa væri nóg, þá er mál til komið að taka sér frí.  En þú veist að við gleðjumst öll ef þú ákveður að hafa þetta bara stutt hlé.  Og auðvitað þarftu ekki að loka blogginu, við getum kíkt hér inn annað slagið og vitað af þér elskuleg.  Risaknús á þig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2008 kl. 20:12

23 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hæbb. 

Bara að segja góðan daginn og skilaðu bóndadagskveðju til Steinars.   Stórt knús til þín. 

Anna Einarsdóttir, 25.1.2008 kl. 20:20

24 identicon

sæl Ragga,ég á eftir að sakna þinna skrifa kíki á þig á hverjum degi.ég á strák á Hrauninu,og mér finnst yndislegt að lesa það sem þú skrifar um drenginn þinn,minn strákur,hefur líka sagt mér að hann Himmi þinn hafi verið fínn strákur,og ég trúi ykkur svo sannalega báðum, lifðu heil,vonandi ertu samt ekki hætt alveg að blogga kær kveðja fangamamma

inga (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 20:36

25 identicon

Kæra Ragga.

Þekki þig ekki neitt en mér finnst ég samt þekkja þig og einnig hann Himma þinn. Skrifin hjá þér eru frábær og ég kem alltaf reglulega hingað inn til að lesa bloggið þitt en er ekki nógu dugleg að kvitta. Ákvað samt að láta þig vita af þessu svona áður en þú hættir að blogga. Að sjálfsögðu hættir þú þessu ef að það er það sem þú vilt en það eru margir sem eiga eftir að sakna þín hérna.

Kveðja Ella.

Ella (ókunnug) (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:49

26 Smámynd: Mummi Guð

Ef þú finnur þörf hjá þér til að hætta að blogga, þá skaltu gera það. En mikið vona ég að þú haldir áfram að tjá þig hér. Það er svo oft gott að lesa það sem þú skrifar.

Mummi Guð, 25.1.2008 kl. 22:02

27 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Endilega taktu þér frí ef þú ert þreytt en endilega komdu aftur.  Ég á eftir að sakna þín

Bergdís Rósantsdóttir, 25.1.2008 kl. 22:13

28 Smámynd: Einar Indriðason

Eitt ráð:  Spurðu sjálfa þig:  Hver er í 1. sætinu.  Svarið á að vera þú sjálf.  Ef þú vilt hætta að blogga, eða fara í pásu.  Þá er það þín ákvörðun fyrir þig.

Hins vegar... bæti ég við, að þú gætir farið út í smá skeyti og brandara úr Vikunni eða Séð og Heyrt, svona til að láta okkur vita af þér :-)

En, fyrir rest, þá ert það þú sjálf sem segir til.

Hvað sem þú velur, þá velurðu vonandi rétt, gagnvart þér sjálfri.  Og, hvað sem gerist, þá skaltu fara vel með þig og ykkur :-)

Einar Indriðason, 26.1.2008 kl. 11:34

29 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

bara smá innlitskvitt og góð kveðja

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.1.2008 kl. 11:44

30 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég HARÐBANNA þér að fara í bloggfrí ... hvað þá hætta, hnusss ... það eru allir svo hrikalega kurteisir hérna ... ja, ég myndi sko sakna þín heilan helling. Hvíldu þig bara og sjáðu svo til, elsku dúllan mín. Blogg á ekki að vera einhver skylda eða kvöð.

Knús yfir hafið og alla leið til þín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.1.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband