Ekki oft

sem ég blogga um fréttir en ég er að horfa á beina útsendingu frá þessum fundi og ég er svo sátt við þessa mótmælendur. Það er ekki oft sem fólk lætur í sér heyra. Ég hefði mætt væri ég borgarbúi. Þetta er til hreinnar skammar.

Nýr borgarstjóri virðist eiga ansi erfitt við þessar aðstæður enda ekki nema von. Það skal vera ferlegt að gerð séu slík hróp að manni við þessar aðstæður. Hann er bara leiksoppur. Strengjabrúða.

Dagur stóð sig vel í að tala við fjöldann, greinilega og skýrt bað hann um fundarfrið til að pólitíkin lokaðist ekki inni í lokuðu herbergi.

Nú held ég áfram að horfa á fundinn

Jæja ég hef verið að skoða gestina á pöllunum betur og mér sýnast þetta vera stúdentarnir okkar. Þeirra framganga er vaskleg eins og oft áður í gegnum tíðina. Þeirra er óneitanlega framtíðin. Hvenær hafa fundir verið truflaðir með þessum hætti ?

Í dag er merkisdagur, hundrað ár síðan konur voru fyrst kjörnar í borgarstjórn.

Fólk talar um að þetta sé lýðræðislega réttur gjörningur í ráðhúsinu ss. skiptin. Er ekki lýðræðislegur réttur að mótmæla ?

Skrílslæti ? Njah ég held ekki. Við þessi gömlu tuðum á bloggsíðum og sum okkar í blöðunum....en að gera eitthvað ? Nei við erum löngu orðin að of miklum aumingjum til að gera neitt sjálf nema í hvarfi.

Ég hef lengi verið sjálfstæðiskona (já nú er það komið úr pokanum) Sem betur fer hef ég rétt til að skipta um skoðun.

Ég vonaði í lengstu lög að einhver sjálfstæðismaðurinn hefði dug í sér til að snúa baki við þessu rugli í kosningunum en sú von brást.

Bingi reyndi að stela senunni með að hætta en það hefur alveg fallið í skuggann....

Dæs....erfiður dagur þetta, allt of margt að gerast.

 


mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem gerðist á áheyrendapöllum borgarstjórnar heitir skrílslæti. Ég er ekkert hrifinn af þessum uppákomum í borginni, fyrst hjá Birni Inga og aftur núna við myndun þessa meirihluta. En svona eru leikreglur lýðræðisins. Og lýðræðisins eina vörn er að halda sig við reglurnar. Eg skammast mín fyrir þetta fólk sem stendur með öskrandi skrílslæti á áheyrendapöllum borgarstjórnar.

Sigurður Björnsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er nú því miður ekki þverskurður borgarbúa heldur ákveðinn hópur ungra vinstri manna, hefði viljað sjá hinn almenna borgara taka þátt til að gera þetta trúverðugra.  Mér reyndar leiðast alltaf svona læti.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt-kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.1.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Innlitskvitt, enda hef ég ekki enn skoðun á þessu, hef ekki getað fylgst með.

Bjarndís Helena Mitchell, 24.1.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sammála Ásdísi  kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.1.2008 kl. 16:26

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Ragnheiður.... sem betur fer hefur fólk fullan rétt til að skipta um skoðun.    Ég upplýsi hér með að ég er ANTI-sjálfstæðismaður.  Þetta valdabrölt þeirra og óheilindi er alveg að gera mig sköllótta.

Anna Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband