Andlegur skyldleiki
24.1.2008 | 11:12
er nokkuð magnaður. Þegar maður heldur að maður sé einstakur en allt í einu rekst maður á aðra manneskju sem maður skilur alveg, hvert orð og hverja hugsun.
Eftir að Himmi dó þá hef ég kynnst mörgu nýju fólki. Fólk hefur verið gott við mig hérna, nánast undantekningalaust. Sumir hafa gert betur en að peppa mig upp hérna, fólk hefur komið til mín. Það hafa verið yndislegar heimsóknir. Það var verið skrifuð mörg innlegg til mín þegar dagarnir hafa verið daprir, þau hafa hjálpað ótrúlega.
Ég hef lesið þau öll en stundum undrast innlegg einnar bloggvinkonu minnar, hún hittir alltaf akkurat á verkinn sem ég hef verið að kljást við. Hún kemur líka alltaf með lausnina sem hentar mér, hittir semsagt alltaf í mark og ég næ í örvæntingunni og sorginni að skilja betur.
Þetta er hún Anna.
Anna er vinkona mín og það finnst mér vera heiður.
Í dag skrifar Anna merkilega færslu á síðuna sína og loksins núna skil ég afhverju hún skilur mig.
Anna mín, í dag ertu formlega ráðin sem lærimeistari minn. Saman göngum við þennan veg.
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 11:13
Hey ! Ég fæ bara tár í augun. Mér hefur lengi þótt vænt um þig líka og ekki minnkaði það þegar við hittumst. Lærimeistari þinn,, nei nei,, það gengur ekki. En vinkonur.... ójá. Þú ert frábær !
Anna Einarsdóttir, 24.1.2008 kl. 11:30
Það er gott að þið náðuð saman.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.1.2008 kl. 11:49
sendi þér bara eitt svona Ragga kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.1.2008 kl. 11:55
... Anna er mikil persóna og gríðarlega falleg sál... ég hef aldrei á ævinni kynnst eins hjálpsamri manneskju og hún er... í því er hún lærimeistarinn minn...
Brattur, 24.1.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.