Framsókn, handbolti, smá skakkaföll og Davíð Oddson

Finnst ykkur fyrirsögnin ekki mergjuð ?

1)

Ég er búin að sjá að blessaður Framsóknarflokkurinn þarf ekki neina óvini. Þeir sjá um það alveg sjálfir og einir blessaðir að rífa sig niður innan frá. Ég hef áreiðanlega aldrei kosið flokkinn. Það er nokkuð magnað að fylgjast með þessu. Mér dettur í hug flugumaður úr sjálfstæðisflokknum, þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón gengur fram með þessum hætti. Svona mál á að leysa innanhúss og útvarpa þeim svo að því búnu. Nú er spurningin, mun valdamesti maður borgarstjórnar skipta um flokk ?

2)

Nú er næst að naga neglurnar til öryggis yfir frakkaleiknum í kvöld. Ég horfði á mestallan leik frakka og svía í gærkvöldi á www.ruv.is en þegar leikurinn var orðinn meira frosinn en minna þá gafst ég upp. Þetta eru ekki næg gæði í þessari útsendingu á vefnum. Frakkar léku ansi harðan bolta og svíar flugu eins og hráviði um allt. Ég er að vona að frakkar verði kannski smá þreyttir í dag, það gekk ansi mikið á. En ég er hins vegar ekki alveg nógu sátt við að gera bara ráð fyrir að við vinnum þá þannig, ef dagsform frakkanna er ekki nógu gott. Ég er ekki mjög bjartsýn á þennan leik.

3)

Bíllinn minn vildi endilega vera fastur í nótt og rann í framhaldinu utan í staur eða grindverk. Það kom sprunga í stuðarahlífina. Næst á dagskrá er að láta laga þetta til. Ég nota bara Pollýönnu á þetta og þakka fyrir að þetta varð ekki meira. Þetta getur alltaf gerst að eitthvað láti undan um helgar.

4)

Ég hef alltaf verið hrifin af ræðusnilld Davíðs Oddssonar. Hérna er bútur úr ræðu hans í afmælinu hans þann 17 janúar.

" Í desembermánuði sótti Þorsteinn sonur minn um starf og af því tilefni tóku að birtast myndir í fjölmiðlum, ein mynd af honum og sex myndir af mér. Þegar sjöunda myndin birtist af mér varð ég mjög hræddur um að fá starfið."
En svona er nú fjölmiðlunin á Íslandi, hún er á þessu hræðilega plani, eins og við höfum horft upp á í heilan mánuð," sagði Davíð og bætti við: "Reyndar var Ástríður nokkuð pirruð á því að þessi ágæti piltur væri alltaf sagður sonur minn en hennar aldrei getið. Ég benti konu minni á að þetta væri aðventan og þá væri mjög mikið talað um eingetna menn."

Að lokum minni ég á kertasíðuna hennar Þórdísar Tinnu hérna til hliðar. Hún er ansi lasin núna og veitir ekki af fyrirbænum, ég vona bara að á þær sé hlustað !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann má eiga það hann Davíð að ræðumaður er hann oft góður, sérstaklega ef þær eru á gamasaman hátt

Sem betur fer kom bara sprunga í stuðarahlífina, hefði getað komið sprunga í hurð eða húdd

Ég ætla ekki að horfa á leikinn, nægir að vera á efri hæðinni óg hlusta

knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband