sparnaðarstilling,þynnka og framlöpp
2.1.2008 | 08:35
Burtséð frá orðum nágrannans þá hafði ég ætlað að vera sparsöm þetta árið og reyna að leggja fyrir aura milli þess sem planið er að borga niður skuldir. Göfugt markmið en svo er að sjá hvernig gengur með það Ég komst áþreifanlega að því árið 2007 að óvænt útgjöld geta verið þungur biti þegar maður hefur ekki alveg gert ráð fyrir þeim. Oft eru andlát þannig að maður er alls ekki viðbúinn að missa ástvin sinn og er gjörsamlega ekki að spá í að svo kosti nú morðfé að kveðja sinn. Þannig að nú er planið að eiga fyrir hlutunum í varasjóð ef konan skyldi taka upp á að snarhrökkva upp af án nokkurs fyrirvara.
Ég vann alla nýársnótt og er komin í vinnuna aftur. Allan gærdaginn hékk ég eins og drusla í sófanum og kvartaði yfir slappleika og höfuðverk. Ég varð að sofa svo stutt svo ég næði að snúa sólarhringum rétt í snatri. Sko! sagði ég við Steinar ; ef þetta er svipað og að vera þunn eftir brennivínsþamb þá er ég sátt við að hafa aldrei lagt í að drekka ! Steinar glotti bara að aumingjanum í sófanum og fór í vinnuna. Svo mætti ég í morgun (ekki alveg galvösk)og þá sátu feðgar hér, annar er símavörður á nóttunni og sonurinn ekur hér, flissandi og spurðu hvort ég væri þunn ? Þá hafði Steinar verið að segja sögur af téðum sófaaumingja Það er nú gott að hægt er að skemmta sér hehe.
Steinar ætlar með hundalappirnar til læknis í dag. Ég hef nú ekki skoðað fótinn á HundaLappa en Steinar segir að það sé rifið meðfram kló. Það er best að láta kíkja á hann gamlingjann....
Athugasemdir
Nú er um að gera að skella sér í naumgírinn eftir útgjöldin. Það er rétt, við vitum ekki hvað bíður, en að öðru leyti reynum við að hugsa jákvætt Ragga mín og reikna alltaf með því bersta - þar til annað kemur í ljós.
Knús inn í daginn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2008 kl. 08:53
Hef spurt mig að því ár eftir ár, af hverju þarf ég að eyða svona miklu alltaf um jólin ég læri aldrei.
Ég á lítinn varasjóð sem ég hef stundum stolist í en er búin að loka fyrir óþarfa heimsóknir í hann. Það minnkaði í honum, þrátt fyrir góð fyrirheit að bæta í hann aftur. Það er þægileg öryggiskennd að eiga smásjóð ef eitthvað óvænt kemur upp á.
Vona að Lappi greyið jafni sig fljótt eftir heimsókn til dýra.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:39
Það eru mikil útgjöld við að kveðja sína.
Leiðinlegt að heyra hve lasin þú ert þessa dagana. Ekki þekki ég þynnku heldur en get ímyndað mér að þér hafi liðið illa.
Gleðilegt nýtt ár Ragga mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.1.2008 kl. 17:07
Já mikið kostar að koma sínum í garðinn svo sómi sé að. Hjá mér er að koma tími á Legstein.Erum búin að velja bara eftir að panta og auðvitað borga. En bara það besta fyrir okkar fólk.svefnsrugls-þreyta og ofáts-þreyta er líka á mínum bæ.Ég byrja árið á bókinni hans Ingólfs og prógramminu á spara.is. Aldeilis alveg frábært sístem þar á ferð.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 17:33
Stundum er bara gott að játa sig sigraða og faðma sófann
Gangi þér vel að spara í sjóðinn, margt smátt ... þú veist ...
Maddý (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 17:39
hér verður sparað líka...
Árans bíldruslan er alveg að þurrka upp alla aurana okkar núna :(
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 2.1.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.