Áramótakveðja
31.12.2007 | 00:27
en ég lofa ekki að ég skrifi ekki meira fyrir áramótin. Ákvað að stela myndinni hennar systur minnar til að skreyta með. Hún lemur mig þá bara yfir súpudiskinum á eftir, það er þá ekki eins og það hafi ekki gerst fyrr. Við vorum verulega ódannaðar í gamla daga en það er allt til skemmtunar í dag og flest gleymt.
Hérna er stelimyndin
Annars er ég smá aum yfir áramótunum. Ég sé nýja árið sem hvítt blað, autt. Það sem æpir á mig núna eru sporin sem ekki munu birtast á blaðinu mínu. Sporin hans elsku Himma míns.
En þar sem ég er ekki í bloggstuði þá nenni ég ekki að skrifa meira.
Megið þið eiga gleðileg áramót og gott nýtt ár.
Athugasemdir
Já....
....þetta með sporin minnir mig á sögu sem ég las einhversstaðar um mann sem gekk í gegnum mikla erfiðleika í lífi sínu. Svo mætti hann skapara sínum og þeir litu yfir farinn veg. Guð sýndi manninum spor hans í lífinu og sagði honum að hann hefði ávalt verið við hlið hans og stutt hann eftir fremsta megni. Á kaflanum þar sem maðurinn gekk í gegnum sína mestu erfiðleika sáust bara ein spor og maðurinn spurði Guð hvers vegna hann hefði yfirgefið sig á erfiðustu tímunum. Guð svaraði og sagði: "Þarna bar ég þig vinur......."
Kannski sérðu ekki sporin hans Himma þíns, Ragga mín, en þau eru þarna samt sem áður og koma alltaf til með að fylgja þér.
Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 00:39
Gleðilegt nýtt ár Ragga mín og þakka þér samskiptin á líðandi ári.
Knús til þín ..
Inda
Inda (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 00:40
Óska þér gleðilegs árs kæra Ragga og takk fyrir spjallið svona hér og þar.. Kær kveðja til þín og þinnar fjölskyldu..
Agný, 31.12.2007 kl. 05:17
Sömuleiðis elsku dúllan mín, sporin birtast þú ert svo vel af guði gerð Ragga mín að þú munt finna þau.
Kærar nýárskveðjur til þín og þinna.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.12.2007 kl. 10:35
Gleðilegt ár Ragga mín og megi það færa þér gæfu, gleði og gott gengi.
Knús á þig
Dísa Dóra, 31.12.2007 kl. 10:38
Gleðilegt ár elsku Ragga. Ég ætla að skrifa eitthvað skemmtilegt á allar auðu síðurnar fyrir næsta ár ; )
Kærleikur inní nýja árið
Kristín Snorradóttir, 31.12.2007 kl. 10:45
Vona að vaktin í nótt verði þolanleg og flestir haldi sig heima við
Annars óska ég þér gleðilegs árs og gæfu á komandi ári.
Kidda (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 10:47
Ýtti á vitlausan takka.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 10:48
Það er bæði spennandi og óttalegt að standa frammi fyrir óskrifuðu blaði, hvernig manni tekst til með að skrifa á það. Ég held að þú standir þig með prýði. Við reynum okkar besta.
Megi almættið vernda þig og þína Ragga mín og takk fyrir gömlu árin og gleðilegt nýtt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.12.2007 kl. 10:57
Gleðilegt ár Ragga mín og takk fyrir það gamla.
Megi nýja árið færa þér gæfu og gleði
Huld S. Ringsted, 31.12.2007 kl. 13:19
Gleðilegt ár, Ragga mín. Þú átt örugglega eftir að skrifa eitthvað fallegt á þessar auðu blaðsíður, sem þú hefur fyrir framan þig. Ég veit, að ég ætla að hafa mínar skemmtilegar, þannig að þegar ég lít til baka yfir árið um næstu áramót, verður mikið hlegið.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 31.12.2007 kl. 13:50
Bestu áramótaóskir til þín, kæra Ragga, og takk fyrir hvernig þú hefur leyft okkur að fylgjast með því sem þú hefur þurft að reyna á liðna árinu. Það hefur verið lærdómsríkt. Vonandi færir nýja árið þér meiri gleði en þetta ár sem er að kveðja. Þó auðvitað hafi það ekki verið gleðisnautt, til dæmis fylgdi því sú mikla gleði að þú fékkst "litla Himma", það undurfallega barn. Megi hann dafna vel á komandi árum, sem og þú og þínir. Og ég veit að þú verður ekki í vandræðum með að fylla blaðið, þú ritfæra kona og góði stílisti.
Greta Björg Úlfsdóttir, 31.12.2007 kl. 13:59
Elsku Ragga mín, ég les þetta litla blogg þitt í dag og í huga mér spretta upp margir kaflar í þínu lífi, þú þarft ekki mörg orð til að segja margt og tjá bæði gleði og sorg og svo flýtur húmorinn með. Gleðileg áramót, stórt knús til þín ég hlakka til að kynnast þér betur á komandi ári
Maddý (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:30
Gleðilegt ár, elsku Ragga mín. Vona að hið óskrifaða blað næsta árs verði fullt af hamingju og góðum stundum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.12.2007 kl. 15:01
Gleðilegt ár Ragga mín. Ég vona og trúi því að þú eigir eftir að eiga gott ár. Þú átt það svo skilið.
Mummi Guð, 31.12.2007 kl. 15:07
óska þér gleðilegs árs og friðar, megi næsta ár verða þér til meiri gleði en árið sem er að líða, og takk fyrir að leyfa mér að lesa bloggið þitt kær kveðja
Erna (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 15:24
Gleðilegt nýtt ár.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.12.2007 kl. 16:37
Gleðilegt nýtt ár
Rut Rúnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 17:06
... það er sjaldgæft og fallegt að sjá manneskju tjá sig svona hreint og beint út eins og þú hefur gert á síðunni þinni...
leyfi mér að senda þér þetta ljóð nú um áramótin...
Þú sefur
en vakir í hjarta mínu
Í hjarta mínu
þar sem athvarf þitt er
heyri ég rödd þína
Í hjarta mínu
þar áttu heima
hjá mér
Í hjarta mínu
vakir þú
Brattur, 31.12.2007 kl. 17:07
Gleðilegt ár Ragga mín og vondi verður næsta ár betra en það síðasta fyrir okkur báðar.
Ég reyndar stal líka myndinni á þinni síðu til að skreita mína ...
Kveðja til ykkar Steinars frá okkur öllum hér.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 31.12.2007 kl. 17:12
Gleðilegt ár elsku Ragnheiður mín og fjölskylda.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.12.2007 kl. 17:13
Spor strákanna okkar mást aldrei út.Þeir voru sérstakir því þeir voru okkar strákar. Guð gefi þér og þínum gott og friðsælt nýtt ár elsku vina.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 17:16
Elsku vina mín. Ég vona að nýja árið fari um þig mildari höndum. Gleður mig að hafa kynnst þér og vona að við eigum eftir að hittast sem fyrst. Kær kveðja til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 20:42
Áramótakveðja til þín á móti.
Ragga (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 20:53
Ég óska ykkur innilega, gleðilegs árs 2008, Ragnheiður og fjölskylda.
Takk fyrir allt !
Anna Einarsdóttir, 31.12.2007 kl. 22:01
Gleðilegt ár
Svanhildur Karlsdóttir, 31.12.2007 kl. 23:43
Gleðilegt ár Ragnheiður, takk fyrir það liðna.
Marta B Helgadóttir, 1.1.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.