Allt að komast í réttar skorður

ég á að fara að vinna á morgun og ég vona að það gangi eftir hjá mér. Steinar tók sig til og vann fyrir mig helgina fyrir jól, það kom upp úr kafinu að ég þoldi ekki að vera í vinnunni. Þar þarf ég að tala mikið og ég gat það ekki, varð lafmóð og hóstaði bara. Gott að geta bjargað þessu með að senda Steinar. Honum gekk ágætlega. Þessi flensa virðist ekki vera til friðs þó maður reyni að fara vel með sig. 

Nú er næsta mál áramótin. Einhver þarf að passa Kelann minn, hann þarf að fá róandi svo hann tryllist ekki alveg kallgreyið. Ég verð í vinnunni alla nýársnótt. Það er aukavakt sem ég tek ansi oft enda logandi hrædd við flugelda. Bjössi minn fann leið fram hjá þessu fyrir mörgum árum, hann hefur alltaf verið hjá pabba sínum á áramótum. Það er snilld. Bjössi veit að mamman verður alveg miður sín af hræðslu við þessi læti.

Ég er búin að hafa það ágætt um jólin. Hjalti og Aníta eru hérna og búin að vera síðan 22 des. Það hafði mikið að segja. Við tölum um Himma í sambandi við hinar og þessar jólaminningar. Ekki með sorg heldur með gleði endurminninganna. Hann er farinn og ég er svo endalaust þakklát fyrir að hafa þó átt hann. Hann var yndislegur karakter....aðeins í gærkvöldi þegar ég var að klára að lesa bókina hans Steinars þá þyrmdi aðeins yfir mig en trú minni ákvörðum þá hristi ég það af mér. Ég ákvað að setja sorgina til hliðar, það skal ég gera. Minningar um hann eru ljóslifandi. Ég er búin að eyða mörgum dögum fyrir jól í að einbeita mér að þessu verkefni.

Tvö ráð hef ég fengið hérna sem ég held allra mest upp á...annað sneri að því að maður réði hvernig maður ynni úr sorginni....hitt var jólaráðið frá henni Önnu minni um að eiga bara samt góð jól....Anna þú ert náttlega uppáhalds InLove

Lífi mínu má líkja ferðalag í gegnum rör...þau liggja nokkur saman á árbakka..Það er ætlast til að farið sé inn í rörin að að ofan...sumir fljóta framhjá rörunum en verða þá að fara í gegn um þau öfugu megin. Það er hins vegar mun erfiðara enda á móti straumnum. Með þrautseigju kemst maður það þó á endanum.

Ég er að spökulera að fá mér kaffi og heyri bara í ykkur síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daginn. Leitt að sjá þetta með dúfuna og engilin. Var þetta rokið eða skemmdarverk?Ég var að koma úr göngutúr og fór í garðinn. Margir á ferð að vitja sinna.Þarna er fallegt yfir að líta.Hvít sæng yfir öllu.Gott að jólin hafa verið góð hjá þér,þau verð betri næst.Það er mín reynsla.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jammm, miðvikudagur  Það bregst ekki að þá kemur mikil speki úr þinum fingrum.

Eigðu góðan dag.

Hrönn Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 13:58

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elsku Ragga. Sendi ykkur knús og kveðjur af Skaganum. Vildi að ég gæti passað voffa fyrir ykkur, hér er svo rólegt á gamlárskvöld. Vona að allt gangi vel.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.12.2007 kl. 14:42

4 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Gleðileg jól Ragga mín  Ég er sko heldur ekki hrifin af flugeldum og vildi helst vera í rúminu á áramótunum með eyrnatappa í eyrunum  Hafðu það sem allra best Ragga mín og gott að Hjalti þinn og Aníta hafi dvalist hjá ykkur yfir jólin

Katrín Ósk Adamsdóttir, 26.12.2007 kl. 14:51

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst þú vera að vinna flott úr þinni sorg Ragga mín.  Jólin reynast oft einstaklega erfiður tími fyrir okkur sem syrgjum.  Þú ert frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.12.2007 kl. 16:42

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta þykir mér verulega vænt um Ragnheiður.... og segi eins og Halldór, bloggvinur minn:  "smjúts". 

Anna Einarsdóttir, 26.12.2007 kl. 17:30

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert sterk og dugleg kona. Gott að þekkja þig. Vona að næsta ár verði betra og gefi þér fleiri gleðistundir mín kæra.  Sjáumst vonandi á nýju ári.  Candle 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.12.2007 kl. 17:54

8 Smámynd: kidda

Því miður gæti eg ekki boðist til þess að hafa Kela, því hérna í hverfinu er skotið upp á við 2-3 sýningar hjá Skátunum.  Svo er maður fram á sumar að týna leyfarnar úr garðinum.

Gott að heyra að Aníta og Hjalli eru hjá ykkur

Knús og klús

kidda, 26.12.2007 kl. 18:03

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín viska þín er mannbætandi, og hvernig þú skilar því frá þér sem þú ert að meina, er bara frábært.
Yndislegt að Hjalti og Aníta eru hjá þér, gott fyrir ykkur öll.
Gangi þér vel í vinnunni á morgun.
Má til með að segja þér að ég þoli heldur ekki  flugelda eða svoleiðis,
mundi vilja skrýða undir rúm með Neró mínu, en það er ekki hægt því öll rúm nú til dags eru alveg niður í gólf. Verð víst að þola þetta.
                   Kveðja til þín snúllan mín.
                               Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.12.2007 kl. 22:04

10 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Gleðileg jól til þín og þinna, vina mín. Þú ert meiri hetja en þú heldur, algjör gullmoli.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 26.12.2007 kl. 23:03

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gott að heyra að þú áttir góð jól.

Vonandi ganga áramótin vel hjá þér á stöðinni. Og öllum auðvitað, maður verður alltaf svo feginn ef allar sprengingarnar og lætin hafa farið fram án þess að fólk slasaðist alvarlega.

Mikið finnst mér þetta fín samlíking hjá þér með rörin, ég kannast við að hafa einhvern tíma hugsað um svona rör þegar eitthvað var erfitt, en þá hugsaði ég mér að ég sæi ljós við endann. Mér datt nú samt ekki að setja svona rör á bakkann í ÞESSARI færslu. Tek það fram að hugmyndin er auðvitað alls ekki mín, þó ég hafi fært hana í þessi orð. Það var kona sem sagði þetta við mig fyrir mörgum árum síðan. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 23:58

12 Smámynd: Brattur

... þrautseigja er mikill kostur... það er ótrúlegt hvað maður kemst langt ef maður bara þraukar og ætlar sér að komast á leiðarenda... í stórum málum  sem smáum... og að synda á móti straumnum gera bara hetjur...
...góðar kveðjur...

Brattur, 27.12.2007 kl. 01:05

13 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.12.2007 kl. 01:58

14 Smámynd: Agný

Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla..þau eru ekki alveg  búin ...og góðs nýjárs... þú átt held ég sko alveg skilið að fá orðu fyrir þinn kjark, ástúð og manngæsku almennt þó svo hafir ýmsu misjöfnu um æfina kynnst..Þú allavega hefur ekki látið mótlætið buga þig heldur byggja upp og styrkja og mættum við öll læra það betur svona hvert og eitt ...

Í mínum huga er lífið eins og göng..mis löng og mis bugðótt en það er alltaf ljós í endanum á þeim... svo er maður mislengi gegnum þau..allt eftir farartæki hvers og eins og hraða...

Agný, 27.12.2007 kl. 04:00

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:21

16 identicon

Góðann daginn dúlla og gleðilega restar, gott að þú hafir átt ánægjuleg jól.  það að þú sért farin að tala um minningar um Hilmar son þinn með gleði er frábært hjá þér, það er einmitt rétta leiðin, knús á þig á þína

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband