Jóladagur

og það er snjór yfir öllu. Friður í hjarta.

Hér var afskaplega skemmtilegt í gærkvöldi og óumdeilanlegar stjörnur kvöldsins voru Hilmar litli og Sindri bróðir hans sem er 7 ára. Mikið svakalega var gaman að hafa einn spenntan strák sem ætlaði bara ekki að lifa það af að bíða eftir pökkunum.

Hann minnti mig á Himma.

H : hvað er klukkan ?

M: hún er 5 mínútur yfir fimm

Hverfur úr augsýn en birtist fljótlega aftur

H: hvað er klukkan núna ?

M: Hún er 7 mínútur yfir fimm !

Ohhhh og hann hvarf aftur...svona kom hann á örfárra mínútna fresti alveg fram að jólum. Hann hefði engan gríðarlegan áhuga á matnum en pakkarnir....það var annað mál.

Svo tók maður upp konfekt og kökur og meira góðgæti sem hafði verið keypt til jólanna, oft var búið að læðast í sumt og stundum greip maður alveg í tómt...Hilmar Már....fékkstu þér konfekt ? Hann var skæður með að bjarga sér sjálfur í það sem hann langaði í.

Hann hefur verið stoltur af okkur í gær. Aðfangadagskvöld var yndislegt og við skemmtum okkur saman. Í dag er ég að hugsa um að kíkja til hans upp í garð. Ég fer ekki á aðfangadag í kirkjugarðinn. Sumir gera það og finnst ekki geta komið jól annars. Ég er bara alltaf svo viss um að hinn látni er ekki þar.

Ég á eftir að líma engilinn hans, hann er hérna í forstofunni hjá mér, vængjalaus. Ég hef ákveðnar grunsemdir um að hann hafi verið skemmdur. Ég sé það kannski í dag betur hvort slík ummerki eru. Það er náttlega eins lágt og hægt er að leggjast, að skemma grafir. Viðkomandi mun vísast hefnast fyrir seinna, ekki ætla ég að skipta mér neitt af því.

Gleðilega hátíð.

100_0978

Hérna er húsbóndinn á heimilinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott að heyra að þú áttir notalegt aðfangad.kvöld með þínu fólki. Barnabörnin þín spila þar greinilega stórt atriði, enda ekki hægt annað en að gleðjast með þeim. Vona að jólin verði áfram ljúf hjá þér kæra Ragga.

Jólaknús, Klara Sv.

Klara Sv. (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 14:07

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Aðfangadagskvöldið var alveg yndislegt hérna líka.  Mikið er ég glöð í hjartanu að þið áttuð ljúft aðfangadagskvöld. 

Jólakveðjur !

Anna Einarsdóttir, 25.12.2007 kl. 14:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Oh hvað ég kannast við þetta, hvað er klukkan,...... og hvað er hún núna

Já þau eru yndæl blessuð jólabörnin okkar Ragnheiður mín.

Skelfilegt er að heyra þetta með engilinn.  Hvað fær eiginlega fólk til að gera svona lagað ? 

Knús á þig og gleðileg jól, farsælt komandi ár og takk fyrir gamla árið.  Megi það nýja verða þér blessunarríkt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 14:10

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jólaknús á þig. Alltaf gaman að heyra sögurnar þínar og hún er sérlega skemmtileg þessi með klukkuna. Kannski vegna þess að hún skeður á flestum heimilum 

Ljótt að heyra með engilinn.

Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 14:36

5 Smámynd: kidda

Við vorum hérna heima í rólegheitum en fórum svo til systur minnar, þar mætti okkur mikil gleði og hávaði frá prinsinum mínum Foreldranir sáu til þess að hans gjafir eru hávaðasamar í meira lagi. Sem betur fer þurfa þau að hlusta á hávaðann en ekki við hin

Það er varla hægt að leggjast neðar en að skemma leiði  

Hafðið það sem best um jólin

Jólakveðja

Kidda 

kidda, 25.12.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband