Súperjólasveinn !! með smá viðbót
19.12.2007 | 18:35
Það er sko ekkert minna....fór klukkan 15 og kom heim klukkan 18 með ALLAR jólagjafirnar plús helling af öðru tilbehör. Skrapp bæði í Hagkaup Holtagörðum og Bónus í sama kofa...þá er ég búin að koma þangað. Þvældist svo í fleiri búðir en eðli málsins samkvæmt mun ég ekki upplýsa um þær. Jólaálfarnir mínir komast þá síður að því hvað er í pökkunum hehe.
Tókst að koma svaka brosi á kallinn minn áðan í miðri Bónusröð. Kva, segi ég við hann, ég er ekkert stressuð og sýndi honum skjálfandi hendurnar til staðfestingar. Það vildi til að enginn nálægur var með íslenskt upprunavottorð og misstu þar af leiðandi af brandaranum tíhíhíhí.... Hann hefur svakalega gaman að því þegar ég geri grín að sjálfri mér hehehe...eiginlega óeðlilega gaman.
Svo stóð ég í innkeyrslunni þegar birtist ein bloggvinkona færandi hendi, það datt svo af mér andlitið að ég hafði ekki rænu á að bjóða henni í kaffi...meiri sauðurinn ! Þá munið þið það bara að tölta sjálf inn í kaffi ef húsmóðir virkar rænulaus....
Í dag er ég sátt við sjálfa mig, það er svolítið afrek.
Munið vinuna okkar góðu og litla stelpuskottið hennar og þau hin sem lifa í svörtum skugga...með erfiðleikana hangandi yfir sér.
PS
Ég, þessi með símafóbíuna, hentist í símann áðan og hringdi í ofboði í Heiði hina mömmuna hans Himma. (www.snar.blog.is) Málið var að hann Þorvaldur sem söng svo listavel við útför Hilmars var í kastljósinu og ég vissi að hana hafði langað svo að sjá hann. Steinar botnaði nú ekki mikið í útlimakæti konunnar og ákvað að vera bara ekki fyrir. Hann skrapp svo í dekkjaviðgerð með syninum, móðir sonarins var með flatt og það gengur nú ekki upp til lengdar. Nú er ég að hamast við að reyna að muna að vekja Bjarndýrið sem þarf að mæta á næturvaktina á eftir. Var að vonast eftir Hjallanum í heimsókn en hann er allaveganna ekki kominn.
Hjödda, það verður áreiðanlega sent með rútunni bara. Svo bara senda sms þegar ég þarf að sækja á flugvöllinn eitthvað.
Athugasemdir
Mikið finnst mér gott að þú ert sátt við sjálfa þig. Það er afrek og þú ert hetja.
Njóttu þín
Kristín Snorradóttir, 19.12.2007 kl. 19:04
Ég er líka mjög sátt við þig. Þá erum við sammála um það.
Svo hef ég lúmskan grun um að þú hafir sama húmor og kallinn.
Anna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 19:19
Hehehe já, það er reyndar rétt Anna...hér tekur enginn sjálfan sig of alvarlega.
Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 19:33
Takk Stína mín elskuleg
Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 19:33
Æi þú ert stórkrútt
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.12.2007 kl. 20:12
Hehe duglegur jólasveinn ertu Svo er auðvitað ekkert mál að henda pökkum í flug, var að ná í einn þangað áðan. Þið þurfið líklegast að sækja ykkar pakka á flugvöllinn, það urðu smá tæknileg vandamál með þá
HjördísEdda, 19.12.2007 kl. 20:15
Hetja ertu, bara búin löngu á undan mér! Knús og til hamingju með áfangann.
Bjarndís Helena Mitchell, 19.12.2007 kl. 20:19
Þú ert bara ofurdugleg.
Sko ef ég kæmi í innkeyrsluna hjá þér, og þú mundir ekki bjóða mér í kaffi. Mundi ég segja:,, Ragga mín
má ekki bjóða þér að ganga í bæjinn og fá þér kaffisopa"? þú mundir svara: ,, Jú takk".
Síðan mundum við bara hlæja saman er inn kæmi,
heldur þú það ekki?
Kveðja Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.12.2007 kl. 21:58
Hehehe Milla mín, þarna komstu með það hahaha svona leysir maður vandann með utanviðsighúsmæður hehe
Ragnheiður , 19.12.2007 kl. 22:07
Mér finnst þú ofsalega góð og þú er svo mikil hetja í mínum augun mér þykir væntum þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 19.12.2007 kl. 23:32
Vildi að ég hefði verið eins dugleg og þú í gær
Knús og klús
kidda, 20.12.2007 kl. 10:05
Blessuð mín kæra. Gott er að vita til þess að heilsan sé að koma aftur. Jólin mæta hvort sem maður er hress eður ei. Bið til guðs að þið eigið gleðileg jól og njótið ljóss og friðar.
Þakka hlýhug og fyrirbænir
Þóra Pálsdóttir
Bjarnþóra María Pálsdóttir, 20.12.2007 kl. 10:44
Gott að þú getur hlegið af sjálfri þér. Ég vissi ekki að Þorvaldur hafi verið í Kastljósi. Ef þetta er sá sami var hann líka einu sinni í viltu vinna milljón.
Hafðu það gott ragga mín.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.12.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.